Birkir og félagar unnu 2-1 sigur gegn Orego State í gær, í framlengdum leik. Oregon náði að jafna metin á 87. mínútu og því var framlengt.
Í keppninni gildir gamla gullmarksreglan, sem til að mynda var notuð á HM 1998 og 2002. Lið Birkis græddi á henni þegar Jacob Labovitz skoraði sitt seinna mark í leiknum og sá til þess að flautað var af eftir tíu mínútur af framlengingunni.
#Hokies pic.twitter.com/j8csCkNjpN
— Virginia Tech Men s Soccer (@HokiesMSoccer) May 2, 2021
Birkir, sem er bróðir Ásgeirs Eyþórssonar miðavarðar Fylkis, lék sjö deildarleiki með Fylki síðasta sumar áður en hann hélt út í nám.
Virginia Tech mætir Seton Hall í 16-liða úrslitum á fimmtudaginn.