NBA dagsins: LeBron James og Luka Doncic pirraðir en Giannis í miklu stuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2021 15:00 LeBron James í leiknum á móti Toronto Raptors í nótt en hann fór á heimavelli Los Angeles Lakers í Staples Center. AP/Mark J. Terrill Pressan er að magnaðast á lið þeirra LeBrons James og Luka Doncic á lokakafla deildarkeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Eftir tapleiki hjá Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks í nótt þá eru liðin nú jöfn Portland Trail Blazers í fimmta til sjöunda sæti í Vesturdeildinni. Liðin í fimmta og sjötta sæti fara beint inn í úrslitakeppnina en liðið í sjöunda sæti þarf að vinna einn umspilsleik til að tryggja sér sitt sæti. Það þýðir að liðið sem endar í sjöunda sæti sem hefði alltaf skilað sæti í úrslitakeppninni gæti því misst af úrslitakeppninni tapi liðið tveimur leikjum í umspilinu. Liðið í 7. sæti spilar við liðið í 8. sæti þar sem sigurvegarinn fer inn í úrslitakeppnina en liðið sem tapar mætir liðinu sem vinnur leik á milli 9. og 10. sætis. LeBron James spilaði sinn annan leik eftir að komið til baka eftir slæm ökklameiðsli og náði ekki að klára þennan. Lakers liðið hefur tapað þeim báðum og alls þremur leikjum í röð. LeBron James drullaði yfir nýja fyrirkomulagið eftir leikinn. „Það á að reka þann sem fann upp á þessu,“ sagði LeBron James pirraður eftir leikinn spurður út í umspilsleikina. Lakers liðið var í toppbaráttunni þegar LeBron James meiddist, vann 21 af fyrstu 27 leikjum sínum, en staðan versnaði mikið í fjarveru hans. LeBron spilaði ekki síðustu sex mínúturnar og 42 sekúndurnar í 114-121 tapi á móti Toronto Raptors í nótt. „Ég vil ná heilsu, ekki bara mín vegna heldur fyrir liðið. Ég verð samt að vera skynsamur með ökklann,“ sagði LeBron James. Önnur pirruð stórstjarna var Slóveninn Luka Doncic sem var rekinn út úr húsi í 99-111 tapi Dallas Mavericks á móti Sacramento Kings. Doncic fékk tvær tæknivillur og fer í leikbann þegar hann fær þá næstu. Luka Doncic var búinn að skora 30 stig áður en hann var rekinn út úr húsi. Doncic skildi ekki af hverju hann fékk seinni tæknivilluna í nótt. „Ég veit ekki hvað ég að segja þegar þú færð tæknivillu fyrir þetta,“ sagði Luka Doncic. Það gæti orðið afdrifaríkt fyrir Dallas Mavericks að missa Luka Doncic í bann á lokasprettinum þar sem liðið er í harðri baráttu við Lakers og svo lið Portland Trail Blazers sem vann sinn fjórða leik í röð í nótt. Giannis Antetokounmpo var aftur á móti í miklu stuði og skoraði 49 stig fyrir Milwaukee Bucks í sigri á Brooklyn Nets þar sem að Kevin Durant var með 42 stig fyrir Brooklyn liðið. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leikjum sem og flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 2. maí 2021) NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Eftir tapleiki hjá Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks í nótt þá eru liðin nú jöfn Portland Trail Blazers í fimmta til sjöunda sæti í Vesturdeildinni. Liðin í fimmta og sjötta sæti fara beint inn í úrslitakeppnina en liðið í sjöunda sæti þarf að vinna einn umspilsleik til að tryggja sér sitt sæti. Það þýðir að liðið sem endar í sjöunda sæti sem hefði alltaf skilað sæti í úrslitakeppninni gæti því misst af úrslitakeppninni tapi liðið tveimur leikjum í umspilinu. Liðið í 7. sæti spilar við liðið í 8. sæti þar sem sigurvegarinn fer inn í úrslitakeppnina en liðið sem tapar mætir liðinu sem vinnur leik á milli 9. og 10. sætis. LeBron James spilaði sinn annan leik eftir að komið til baka eftir slæm ökklameiðsli og náði ekki að klára þennan. Lakers liðið hefur tapað þeim báðum og alls þremur leikjum í röð. LeBron James drullaði yfir nýja fyrirkomulagið eftir leikinn. „Það á að reka þann sem fann upp á þessu,“ sagði LeBron James pirraður eftir leikinn spurður út í umspilsleikina. Lakers liðið var í toppbaráttunni þegar LeBron James meiddist, vann 21 af fyrstu 27 leikjum sínum, en staðan versnaði mikið í fjarveru hans. LeBron spilaði ekki síðustu sex mínúturnar og 42 sekúndurnar í 114-121 tapi á móti Toronto Raptors í nótt. „Ég vil ná heilsu, ekki bara mín vegna heldur fyrir liðið. Ég verð samt að vera skynsamur með ökklann,“ sagði LeBron James. Önnur pirruð stórstjarna var Slóveninn Luka Doncic sem var rekinn út úr húsi í 99-111 tapi Dallas Mavericks á móti Sacramento Kings. Doncic fékk tvær tæknivillur og fer í leikbann þegar hann fær þá næstu. Luka Doncic var búinn að skora 30 stig áður en hann var rekinn út úr húsi. Doncic skildi ekki af hverju hann fékk seinni tæknivilluna í nótt. „Ég veit ekki hvað ég að segja þegar þú færð tæknivillu fyrir þetta,“ sagði Luka Doncic. Það gæti orðið afdrifaríkt fyrir Dallas Mavericks að missa Luka Doncic í bann á lokasprettinum þar sem liðið er í harðri baráttu við Lakers og svo lið Portland Trail Blazers sem vann sinn fjórða leik í röð í nótt. Giannis Antetokounmpo var aftur á móti í miklu stuði og skoraði 49 stig fyrir Milwaukee Bucks í sigri á Brooklyn Nets þar sem að Kevin Durant var með 42 stig fyrir Brooklyn liðið. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leikjum sem og flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 2. maí 2021)
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira