Þórsarar þvertaka fyrir veðmálasvindl Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2021 14:47 Srdjan Stojanovic var sakaður um veðmálasvindl eftir leik Þórs Ak. og Njarðvíkur í Domino's deild karla í gær. vísir/bára Körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún vísar ásökunum um veðmálasvindl í leik liðsins gegn Njarðvík í Domino's deild karla í gær á bug. Þórsarar töpuðu leiknum í Njarðvík, 97-75, en þetta var fjórða tap þeirra í röð. Í þættinum The Mike Show sagði Hugi Halldórsson að Srdjan Stojanovic, leikmaður Þórs, hafi verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leikinn hafi verið krísufundur þar sem þetta var rætt við hann. The Mike Show · VAR í Max 2022, dæma Liverpool sigur og veðmálasvindl í Dominos ? Í yfirlýsingunni frá Þór er þessum fullyrðingum Huga vísað til föðurhúsanna. Félagið telji að ekki hafi verið maðkur í mysunni og segja að enginn fundur hafi átt sér stað fyrir leikinn. „Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt,“ segir í yfirlýsingunni. Þórsarar lýsa yfir miklum vonbrigðum með ummæli Huga. „Um leið og við fögnum umfjöllun um körfubolta þá viljum við að sjálfsögðu að fagmennsku sé gætt og slíkt verður ekki á nokkurn hátt hægt að segja að hafi verið raunin með ummælum Huga Halldórssonar í þættinum The Mike Show í gær. Félagið vísar þessum ásökunum algjörlega á bug, og má við þetta bæta að enginn fundur átti sér stað fyrir leik með þeim leikmanni sem var nafngreindur, né öðrum leikmönnum. Þór stendur eins og áður sagði eindregið með leikmönnum sínum og væntir þess að þeir svari fyrir sig af alvöru á vellinum,“ segir í yfirlýsingu Þórs sem má sjá í heilu lagi hér fyrir neðan. Yfirlýsing Þórs Við stöndum með leikmönnum liðsins og hvetjum alla þá viðeigandi aðila, sem völd hafa til að rannsaka meint veðmálasvindl, til að leggja fram sönnunargögn og/eða rannsaka málið frekar. Félagið mun að sjálfsögðu aðstoða eftir bestu getu. Félagið telur að ekki hafi verið neitt gruggugt í gangi hjá neinum leikmanna liðsins. Leikurinn var vissulega afar slakur af okkar hálfu en benda má á að leikir hafa tapast með mun stærri mun og á mun óvæntari hátt í þessari deild í vetur . Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt. Um leið og við fögnum umfjöllun um körfubolta þá viljum við að sjálfsögðu að fagmennsku sé gætt og slíkt verður ekki á nokkurn hátt hægt að segja að hafi verið raunin með ummælum Huga Halldórssonar í þættinum The Mike show í gær. Félagið vísar þessum ásökunum algjörlega á bug, og má við þetta bæta að enginn fundur átti sér stað fyrir leik með þeim leikmanni sem var nafngreindur, né öðrum leikmönnum. Þór stendur eins og áður sagði eindregið með leikmönnum sínum og væntir þess að þeir svari fyrir sig af alvöru á vellinum. Stojanovic, sem skoraði sautján stig gegn Njarðvík, svaraði fyrir ásakanirnar um veðmálasvindl í samtali við Körfuna. Þar segist hann ætla að leggja fram kæru vegna rógburðar. „Já, er á leiðinni að hitta lögfræðing og mun kæra viðkomandi aðila fyrir rógburð, lygar í fjölmiðlum, nota nafn mitt í slæmum ásetningi og skemma mannorð mitt. Þetta er þriðja árið mitt á Íslandi, hef ekki gert neitt ólöglegt og þetta er alvarleg opinber ásökun. Lögin eru með mér í liði,“ sagði Stojanovic við Körfuna. Dominos-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir „Maður vill vera í betra standi en þetta en samt gott að vera kominn aftur“ Júlíus Orri Ágústsson, leikmaður Þór Akureyri, spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma eftir erfið meiðsli. Júlíus spilaði í heildina 8 og hálfa mínútu gegn Njarðvík í kvöld en náði þó ekki að setja nein stig á töfluna. 2. maí 2021 21:31 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Ak. 97-75| Njarðvík batt enda á fjögurra leikja taphrinu á heimavelli Njarðvík náði að lyfta sér upp úr botnsætinu í kvöld með 22 stiga sigri á Þór Akureyri 2. maí 2021 17:31 Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Þórsarar töpuðu leiknum í Njarðvík, 97-75, en þetta var fjórða tap þeirra í röð. Í þættinum The Mike Show sagði Hugi Halldórsson að Srdjan Stojanovic, leikmaður Þórs, hafi verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leikinn hafi verið krísufundur þar sem þetta var rætt við hann. The Mike Show · VAR í Max 2022, dæma Liverpool sigur og veðmálasvindl í Dominos ? Í yfirlýsingunni frá Þór er þessum fullyrðingum Huga vísað til föðurhúsanna. Félagið telji að ekki hafi verið maðkur í mysunni og segja að enginn fundur hafi átt sér stað fyrir leikinn. „Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt,“ segir í yfirlýsingunni. Þórsarar lýsa yfir miklum vonbrigðum með ummæli Huga. „Um leið og við fögnum umfjöllun um körfubolta þá viljum við að sjálfsögðu að fagmennsku sé gætt og slíkt verður ekki á nokkurn hátt hægt að segja að hafi verið raunin með ummælum Huga Halldórssonar í þættinum The Mike Show í gær. Félagið vísar þessum ásökunum algjörlega á bug, og má við þetta bæta að enginn fundur átti sér stað fyrir leik með þeim leikmanni sem var nafngreindur, né öðrum leikmönnum. Þór stendur eins og áður sagði eindregið með leikmönnum sínum og væntir þess að þeir svari fyrir sig af alvöru á vellinum,“ segir í yfirlýsingu Þórs sem má sjá í heilu lagi hér fyrir neðan. Yfirlýsing Þórs Við stöndum með leikmönnum liðsins og hvetjum alla þá viðeigandi aðila, sem völd hafa til að rannsaka meint veðmálasvindl, til að leggja fram sönnunargögn og/eða rannsaka málið frekar. Félagið mun að sjálfsögðu aðstoða eftir bestu getu. Félagið telur að ekki hafi verið neitt gruggugt í gangi hjá neinum leikmanna liðsins. Leikurinn var vissulega afar slakur af okkar hálfu en benda má á að leikir hafa tapast með mun stærri mun og á mun óvæntari hátt í þessari deild í vetur . Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt. Um leið og við fögnum umfjöllun um körfubolta þá viljum við að sjálfsögðu að fagmennsku sé gætt og slíkt verður ekki á nokkurn hátt hægt að segja að hafi verið raunin með ummælum Huga Halldórssonar í þættinum The Mike show í gær. Félagið vísar þessum ásökunum algjörlega á bug, og má við þetta bæta að enginn fundur átti sér stað fyrir leik með þeim leikmanni sem var nafngreindur, né öðrum leikmönnum. Þór stendur eins og áður sagði eindregið með leikmönnum sínum og væntir þess að þeir svari fyrir sig af alvöru á vellinum. Stojanovic, sem skoraði sautján stig gegn Njarðvík, svaraði fyrir ásakanirnar um veðmálasvindl í samtali við Körfuna. Þar segist hann ætla að leggja fram kæru vegna rógburðar. „Já, er á leiðinni að hitta lögfræðing og mun kæra viðkomandi aðila fyrir rógburð, lygar í fjölmiðlum, nota nafn mitt í slæmum ásetningi og skemma mannorð mitt. Þetta er þriðja árið mitt á Íslandi, hef ekki gert neitt ólöglegt og þetta er alvarleg opinber ásökun. Lögin eru með mér í liði,“ sagði Stojanovic við Körfuna.
Við stöndum með leikmönnum liðsins og hvetjum alla þá viðeigandi aðila, sem völd hafa til að rannsaka meint veðmálasvindl, til að leggja fram sönnunargögn og/eða rannsaka málið frekar. Félagið mun að sjálfsögðu aðstoða eftir bestu getu. Félagið telur að ekki hafi verið neitt gruggugt í gangi hjá neinum leikmanna liðsins. Leikurinn var vissulega afar slakur af okkar hálfu en benda má á að leikir hafa tapast með mun stærri mun og á mun óvæntari hátt í þessari deild í vetur . Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt. Um leið og við fögnum umfjöllun um körfubolta þá viljum við að sjálfsögðu að fagmennsku sé gætt og slíkt verður ekki á nokkurn hátt hægt að segja að hafi verið raunin með ummælum Huga Halldórssonar í þættinum The Mike show í gær. Félagið vísar þessum ásökunum algjörlega á bug, og má við þetta bæta að enginn fundur átti sér stað fyrir leik með þeim leikmanni sem var nafngreindur, né öðrum leikmönnum. Þór stendur eins og áður sagði eindregið með leikmönnum sínum og væntir þess að þeir svari fyrir sig af alvöru á vellinum.
Dominos-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir „Maður vill vera í betra standi en þetta en samt gott að vera kominn aftur“ Júlíus Orri Ágústsson, leikmaður Þór Akureyri, spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma eftir erfið meiðsli. Júlíus spilaði í heildina 8 og hálfa mínútu gegn Njarðvík í kvöld en náði þó ekki að setja nein stig á töfluna. 2. maí 2021 21:31 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Ak. 97-75| Njarðvík batt enda á fjögurra leikja taphrinu á heimavelli Njarðvík náði að lyfta sér upp úr botnsætinu í kvöld með 22 stiga sigri á Þór Akureyri 2. maí 2021 17:31 Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
„Maður vill vera í betra standi en þetta en samt gott að vera kominn aftur“ Júlíus Orri Ágústsson, leikmaður Þór Akureyri, spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma eftir erfið meiðsli. Júlíus spilaði í heildina 8 og hálfa mínútu gegn Njarðvík í kvöld en náði þó ekki að setja nein stig á töfluna. 2. maí 2021 21:31
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Ak. 97-75| Njarðvík batt enda á fjögurra leikja taphrinu á heimavelli Njarðvík náði að lyfta sér upp úr botnsætinu í kvöld með 22 stiga sigri á Þór Akureyri 2. maí 2021 17:31