„Skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni“ Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2021 17:00 Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, segir að búast megi við fleiri liðum en Breiðabliki og Val í toppbaráttunni í sumar. vísir/Sigurjón Fyrir ári síðan fylgdist Vilhjálmur Kári Haraldsson með Karólínu Leu dóttur sinni taka fyrstu skref í átt að sínum öðrum Íslandsmeistaratitli, með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni. Í vor lék hún með Bayern München sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Vilhjálmur er nú tekinn við sem þjálfari Breiðabliks, eftir að Þorsteinn Halldórsson var ráðinn landsliðsþjálfari, og þarf að móta lið án Karólínu, Sveindísar Jane Jónsdóttur og fleiri lykilleikmanna sem horfnar eru á brott. Vilhjálmur ætti hæglega að geta notað dóttur sína sem dæmi um það hve stór stökk leikmenn geta tekið með nægilega góðri frammistöðu í Blikabúningnum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir einbeitt á svip í leik í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar.vísir/vilhelm „Auðvitað eru þetta skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni,“ sagði Vilhjálmur, en minnti jafnframt á að Karólína þyrfti að vera þolinmóð. Hún þurfti til að mynda að sitja á varamannabekknum í undanúrslitaleikjunum við Chelsea í Meistaradeildinni: „Þetta er hörð barátta eins og við höfum fengið að kynnast. Stelpan hefur ekki spilað margar mínútur, þó að hún hafi fengið að taka þátt í nokkrum leikjum. En hún er á ákveðinni vegferð með sínu liði og það er kannski verið að horfa meira til næsta tímabils fyrir hana. Vonandi kemur hún bara sterkari inn þá og spilar meira,“ sagði Vilhjálmur. Klippa: Þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks sem spáð er 2. sæti Fylkir klárlega með lið í toppbaráttu Vilhjálmur er mættur í brúna hjá Breiðabliki til að hjálpa liðinu að verja Íslandsmeistaratitilinn. Samkvæmt árlegri spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í deildinni endar Breiðablik hins vegar í 2. sæti en mjótt var á mununum á milli Breiðabliks og Vals í spánni. Bítast þessi tvö lið aftur um titilinn? „Ég á frekar von á því að þetta verði fjögur lið sem verða í baráttunni. Það kæmi mér ekkert á óvart að þetta yrði aðeins jafnara en í fyrra,“ sagði Vilhjálmur. Breiðablik hefur titilvörn sína á stórleik gegn Fylki annað kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4: „Fylkir er klárlega lið sem verður í þessari baráttu, búinn að bæta við sig sterkum stelpum, og svo eru fleiri lið þarna eins og Selfoss, Þór/KA, og svo held ég að Þróttur komi mörgum á óvart,“ sagði Vilhjálmur. Þó að lykilmenn hafi horfið á brott eru Blikar ekki á flæðiskeri staddir: „Það eru mikið minni breytingar en menn halda. Það fóru vissulega margir leikmenn út en við áttum marga leikmenn sem voru í „kælinum“ ef svo má segja – í meiðslum eða fæðingarorlofi. Það gerir það að verkum að heildarsvipur hópsins er sá sami, þó að margar hafi farið út og nokkrar nýjar komið inn,“ sagði Vilhjálmur. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir „Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31 Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Vilhjálmur er nú tekinn við sem þjálfari Breiðabliks, eftir að Þorsteinn Halldórsson var ráðinn landsliðsþjálfari, og þarf að móta lið án Karólínu, Sveindísar Jane Jónsdóttur og fleiri lykilleikmanna sem horfnar eru á brott. Vilhjálmur ætti hæglega að geta notað dóttur sína sem dæmi um það hve stór stökk leikmenn geta tekið með nægilega góðri frammistöðu í Blikabúningnum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir einbeitt á svip í leik í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar.vísir/vilhelm „Auðvitað eru þetta skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni,“ sagði Vilhjálmur, en minnti jafnframt á að Karólína þyrfti að vera þolinmóð. Hún þurfti til að mynda að sitja á varamannabekknum í undanúrslitaleikjunum við Chelsea í Meistaradeildinni: „Þetta er hörð barátta eins og við höfum fengið að kynnast. Stelpan hefur ekki spilað margar mínútur, þó að hún hafi fengið að taka þátt í nokkrum leikjum. En hún er á ákveðinni vegferð með sínu liði og það er kannski verið að horfa meira til næsta tímabils fyrir hana. Vonandi kemur hún bara sterkari inn þá og spilar meira,“ sagði Vilhjálmur. Klippa: Þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks sem spáð er 2. sæti Fylkir klárlega með lið í toppbaráttu Vilhjálmur er mættur í brúna hjá Breiðabliki til að hjálpa liðinu að verja Íslandsmeistaratitilinn. Samkvæmt árlegri spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í deildinni endar Breiðablik hins vegar í 2. sæti en mjótt var á mununum á milli Breiðabliks og Vals í spánni. Bítast þessi tvö lið aftur um titilinn? „Ég á frekar von á því að þetta verði fjögur lið sem verða í baráttunni. Það kæmi mér ekkert á óvart að þetta yrði aðeins jafnara en í fyrra,“ sagði Vilhjálmur. Breiðablik hefur titilvörn sína á stórleik gegn Fylki annað kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4: „Fylkir er klárlega lið sem verður í þessari baráttu, búinn að bæta við sig sterkum stelpum, og svo eru fleiri lið þarna eins og Selfoss, Þór/KA, og svo held ég að Þróttur komi mörgum á óvart,“ sagði Vilhjálmur. Þó að lykilmenn hafi horfið á brott eru Blikar ekki á flæðiskeri staddir: „Það eru mikið minni breytingar en menn halda. Það fóru vissulega margir leikmenn út en við áttum marga leikmenn sem voru í „kælinum“ ef svo má segja – í meiðslum eða fæðingarorlofi. Það gerir það að verkum að heildarsvipur hópsins er sá sami, þó að margar hafi farið út og nokkrar nýjar komið inn,“ sagði Vilhjálmur.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir „Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31 Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
„Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31
Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32