Umferðin jókst um þriðjung í apríl á milli ára Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. maí 2021 07:01 Umferðin er að taka við sér, sérstaklega í samanburði við sama tíma í fyrra. FoMed 6,5p CP: Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar jókst umferðin á höfuðborgarsvæðinu um 32% í apríl miðað við apríl í fyrra. Mest jókst umferðin um Hafnarfjarðarveg eða um rúmlega 41% en minnst á Vesturlandsvegi eða um rúmlega 29%. Aukningin skýrist af stöðu kórónaveirufaraldursins. Frá áramótum hefur umferðin aukist um rúmlega tíu prósent miðað við sama tíma í fyrra. Hún er þó einungis fjórum prósentum minni en á sama tíma árið 2019, þegar talsvert meira var um ferðamenn. Summa meðalumferðar á dag fyrir öll lykilmælisniðin þrjú í apríl. Í síðasta mánuði jókst umferðin í öllum vikudögum miðað við apríl í fyrra. Mesta aukningin var á sunnudögum eða um rúmlega 48%, en minnst á fimmtudögum eða um rúmlega 24%. Mest var ekið á þriðjudögum en minnst á sunnudögum, þrátt fyrir aukninguna. Umferð Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent
Aukningin skýrist af stöðu kórónaveirufaraldursins. Frá áramótum hefur umferðin aukist um rúmlega tíu prósent miðað við sama tíma í fyrra. Hún er þó einungis fjórum prósentum minni en á sama tíma árið 2019, þegar talsvert meira var um ferðamenn. Summa meðalumferðar á dag fyrir öll lykilmælisniðin þrjú í apríl. Í síðasta mánuði jókst umferðin í öllum vikudögum miðað við apríl í fyrra. Mesta aukningin var á sunnudögum eða um rúmlega 48%, en minnst á fimmtudögum eða um rúmlega 24%. Mest var ekið á þriðjudögum en minnst á sunnudögum, þrátt fyrir aukninguna.
Umferð Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent