Rjúfa þarf vítahring átaka og hungurs Heimsljós 6. maí 2021 12:11 gunnisal Að minnsta kosti 155 milljónir manna búa við alvarlegan matarskort í heiminum. „Átök og hungur eru tvær hliðar á sama peningnum. Því þarf samtímis að ráðast gegn átökum og hungri. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að binda endi á þennan vítahring. Það er forsenda stöðugleika og friðar,“ segir António Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í formála nýrrar skýrslu um fæðuóöryggi í heiminum á síðasta ári. Þá bjuggu að minnsta kosti 155 milljónir manna við alvarlegan matarskort, fleiri en síðustu fimm árin. Sameinuðu þjóðirnar gefa árlega út í samstarfi við Evrópubandalagið og ýmsar alþjóðastofnanir skýrslu um fæðuóöryggi og samkvæmt nýju skýrslunni fjölgaði hungruðum á síðasta ári um 20 milljónir manna frá árinu 2019. Meginástæðurnar eru sem fyrr vopnuð átök og öfgar í veðurfari en á síðasta ári leiddi líka efnahagssamdráttur vegna COVID-19 til fjölgunar þeirra sem vart höfðu til hnífs og skeiðar. Hungraðir voru hlutfallslega flestir í Afríkuríkjum. Vopnuð átök voru meginskýring á sulti 100 milljóna manna, 40 milljónir bjuggu við alvarlegan matarskort vegna efnahagsáfalla og öfgar í veðurfari skýrðu alvarlegan fæðuskort hjá 16 milljónum Afríkubúa. Verst var ástandið í Burkina Fasó og Suður-Súdan en í öðrum heimshlutum voru Jemen, Afganistan, Sýrland og Haítí í hópi ríkja með hátt hlutfall hungraðra. Í skýrslunni kemur fram að stríðsátök verði áfram meginástæða matvælaskorts á þessu ári. Ýmiss neikvæð áhrif í tengslum við COVID-19 og öfgar í veðurfari skýri þó áfram alvarlegan matarskort í mörgum ríkjum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent
„Átök og hungur eru tvær hliðar á sama peningnum. Því þarf samtímis að ráðast gegn átökum og hungri. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að binda endi á þennan vítahring. Það er forsenda stöðugleika og friðar,“ segir António Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í formála nýrrar skýrslu um fæðuóöryggi í heiminum á síðasta ári. Þá bjuggu að minnsta kosti 155 milljónir manna við alvarlegan matarskort, fleiri en síðustu fimm árin. Sameinuðu þjóðirnar gefa árlega út í samstarfi við Evrópubandalagið og ýmsar alþjóðastofnanir skýrslu um fæðuóöryggi og samkvæmt nýju skýrslunni fjölgaði hungruðum á síðasta ári um 20 milljónir manna frá árinu 2019. Meginástæðurnar eru sem fyrr vopnuð átök og öfgar í veðurfari en á síðasta ári leiddi líka efnahagssamdráttur vegna COVID-19 til fjölgunar þeirra sem vart höfðu til hnífs og skeiðar. Hungraðir voru hlutfallslega flestir í Afríkuríkjum. Vopnuð átök voru meginskýring á sulti 100 milljóna manna, 40 milljónir bjuggu við alvarlegan matarskort vegna efnahagsáfalla og öfgar í veðurfari skýrðu alvarlegan fæðuskort hjá 16 milljónum Afríkubúa. Verst var ástandið í Burkina Fasó og Suður-Súdan en í öðrum heimshlutum voru Jemen, Afganistan, Sýrland og Haítí í hópi ríkja með hátt hlutfall hungraðra. Í skýrslunni kemur fram að stríðsátök verði áfram meginástæða matvælaskorts á þessu ári. Ýmiss neikvæð áhrif í tengslum við COVID-19 og öfgar í veðurfari skýri þó áfram alvarlegan matarskort í mörgum ríkjum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent