Sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín en óskar eftir náðun Sylvía Hall skrifar 6. maí 2021 22:20 Kathleen Folbigg afplánað 18 ár af þrjátíu ára fangelsisdómi sínum. EPA/Joel Carrett Hin 53 ára gamla Kathleen Folbigg hefur óskað eftir því hjá ríkisstjóra Nýja-Suður Wales-fylki í Ástralía að hún verði náðuð eftir árangurslausan málarekstur fyrir áfrýjunardómstólum. Folbigg afplánar nú þrjátíu ára fangelsisdóm eftir að hafa verið sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín á tíunda áratug síðustu aldar. Beiðni Folbigg nýtur mikils stuðnings, en um níutíu vísindamenn og læknar hafa lýst því yfir að börnin hafi látist af eðlilegum orsökum og Folbigg sé mögulega fórnarlamb mikils óréttlætis. Frumburður Folbigg, Caleb, fæddist árið 1989 og lést aðeins 19 dögum síðar. Tveimur árum síðar eignaðist hún soninn Patrick sem lést aðeins átján mánaða gamall. Dóttir hennar Sarah fæddist svo tveimur árum eftir andlát Patrick, en hún lést tíu mánaða. Fjórða barn Folbigg, Laura, lést árið 1999 þá 19 mánaða gömul. Erfðarannsóknir hafa leitt í ljós að báðar stúlkurnar erfðu nýuppgötvaðan erfðabreytileika frá móður sinni, sem er þekktur fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Folbigg leggur inn beiðnina á grundvelli nýrra gagna sem hún segir sanna að læknisfræðilegir þættir hafi leitt til andláta barna hennar. Hún hefur þó áður látið reyna á málið fyrir áfrýjunardómstól með litlum árangri, en kröfu hennar var síðast vísað frá í lok mars. Í yfirlýsingu frá vinkonu Folbigg í kjölfar frávísunarinnar sagði hún niðurstöðuna varpa fram fleiri spurningum en svörum. Málið hefði nú hlotið heimsathygli og margir væru undrandi yfir niðurstöðunni. „Augu fólks um allan heim eru nú á þessu máli og það eru fleiri Ástralir réttilega að spyrja sig hvers vegna Kath er enn í fangelsi eftir átján ár þegar það benda sífellt fleiri vísindaleg sönnunargögn til þess að hún sé saklaus.“ Forseti áströlsku vísindaakademíunnar hefur sakað dómara dómstólsins um að draga rangar ályktanir af gögnum sem sýni skýrlega fram á erfðafræðilegar vísbendingar sem gætu útskýrt andlátin. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Beiðni Folbigg nýtur mikils stuðnings, en um níutíu vísindamenn og læknar hafa lýst því yfir að börnin hafi látist af eðlilegum orsökum og Folbigg sé mögulega fórnarlamb mikils óréttlætis. Frumburður Folbigg, Caleb, fæddist árið 1989 og lést aðeins 19 dögum síðar. Tveimur árum síðar eignaðist hún soninn Patrick sem lést aðeins átján mánaða gamall. Dóttir hennar Sarah fæddist svo tveimur árum eftir andlát Patrick, en hún lést tíu mánaða. Fjórða barn Folbigg, Laura, lést árið 1999 þá 19 mánaða gömul. Erfðarannsóknir hafa leitt í ljós að báðar stúlkurnar erfðu nýuppgötvaðan erfðabreytileika frá móður sinni, sem er þekktur fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Folbigg leggur inn beiðnina á grundvelli nýrra gagna sem hún segir sanna að læknisfræðilegir þættir hafi leitt til andláta barna hennar. Hún hefur þó áður látið reyna á málið fyrir áfrýjunardómstól með litlum árangri, en kröfu hennar var síðast vísað frá í lok mars. Í yfirlýsingu frá vinkonu Folbigg í kjölfar frávísunarinnar sagði hún niðurstöðuna varpa fram fleiri spurningum en svörum. Málið hefði nú hlotið heimsathygli og margir væru undrandi yfir niðurstöðunni. „Augu fólks um allan heim eru nú á þessu máli og það eru fleiri Ástralir réttilega að spyrja sig hvers vegna Kath er enn í fangelsi eftir átján ár þegar það benda sífellt fleiri vísindaleg sönnunargögn til þess að hún sé saklaus.“ Forseti áströlsku vísindaakademíunnar hefur sakað dómara dómstólsins um að draga rangar ályktanir af gögnum sem sýni skýrlega fram á erfðafræðilegar vísbendingar sem gætu útskýrt andlátin.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira