25 í valnum eftir eina mannskæðustu atlögu lögreglunnar í Ríó Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2021 23:26 Fjölmargir þungvopnaðir lögregluþjónar komu að atlögunni. EPA/Andre Coelho Minnst einn lögregluþjónn og 24 meintir glæpamenn eru látnir eftir mannskæðustu atlögu lögreglunnar í Brasilíu gegn glæpagengi um árabil. Atlagan beindist gegn fíkniefnasmyglurum í einu af fátækrahverfum Ríó de Janeiro, sem kallast Jacarezinho og réðust þungvopnaðir lögregluþjónar til atlögu á brynvörðum bílum og þyrlum. Um 40 þúsund íbúar hverfisins þurftu að leita sér skjóls undan skothríðinni á heimilum sínum. Minnst sex voru handteknir og lögreglan segir hald hafa verið lagt á skammbyssur, riffla, hríðskotabyssur, handsprengjur og haglabyssur. Lögreglan lagði hald á fjölda vopna.EPA/Andre Coelho AP fréttaveitan segir sömuleiðis vopnaða glæpamenn hafa reynt að flýja á þökum bygginga hverfisins. Ein kona sem býr í hverfinu sagði lögregluþjóna hafa skotið særðan og bjargarlausan mann til bana, eftir að hann leitaði skjóls á heimili hennar. Talsmaður lögreglunnar neitaði því þó á blaðamannafundi eftir atlöguna og sagði alla þá sem féllu hafa ógnað lífum lögregluþjóna. Hann sagði gengið sem stjórnaði hverfinu hafa verið að fá táninga til að ræna lestir og fremja aðra glæpi. Reuters hefur eftir lögreglunni að leiðtogi gengisins hafi verið felldur. Þá segja báðar fréttaveitur að lögregluaðgerðin sé meðal þeirra mannskæðustu sem hafi verið framkvæmdar í Ríó. Árið 2005 hafi 29 manns fallið í skotbardaga í öðru fátækrahverfi. Árið 2007 féllu nítján í enn einni aðgerð. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja nauðsynlegt að rannsaka aðgerðir lögreglu og misbeitingu valds lögregluþjóna. Samtökin segja lögregluþjóna í Ríó hafa skotið minnst 453 til bana á fyrstu þremur mánuðum ársins og minnst fjórir lögregluþjónar hafi fallið á sama tímabili. Hér að neðan má sjá myndefni nokkurra miðla frá Brasilíu í dag. Brasilía Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Um 40 þúsund íbúar hverfisins þurftu að leita sér skjóls undan skothríðinni á heimilum sínum. Minnst sex voru handteknir og lögreglan segir hald hafa verið lagt á skammbyssur, riffla, hríðskotabyssur, handsprengjur og haglabyssur. Lögreglan lagði hald á fjölda vopna.EPA/Andre Coelho AP fréttaveitan segir sömuleiðis vopnaða glæpamenn hafa reynt að flýja á þökum bygginga hverfisins. Ein kona sem býr í hverfinu sagði lögregluþjóna hafa skotið særðan og bjargarlausan mann til bana, eftir að hann leitaði skjóls á heimili hennar. Talsmaður lögreglunnar neitaði því þó á blaðamannafundi eftir atlöguna og sagði alla þá sem féllu hafa ógnað lífum lögregluþjóna. Hann sagði gengið sem stjórnaði hverfinu hafa verið að fá táninga til að ræna lestir og fremja aðra glæpi. Reuters hefur eftir lögreglunni að leiðtogi gengisins hafi verið felldur. Þá segja báðar fréttaveitur að lögregluaðgerðin sé meðal þeirra mannskæðustu sem hafi verið framkvæmdar í Ríó. Árið 2005 hafi 29 manns fallið í skotbardaga í öðru fátækrahverfi. Árið 2007 féllu nítján í enn einni aðgerð. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja nauðsynlegt að rannsaka aðgerðir lögreglu og misbeitingu valds lögregluþjóna. Samtökin segja lögregluþjóna í Ríó hafa skotið minnst 453 til bana á fyrstu þremur mánuðum ársins og minnst fjórir lögregluþjónar hafi fallið á sama tímabili. Hér að neðan má sjá myndefni nokkurra miðla frá Brasilíu í dag.
Brasilía Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira