Sara fékk kveðju frá bæði Van Dijk hjá Liverpool og bera Japananum úr BGT Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2021 08:30 Myndavélin var á Söru þegar hún fékk kveðjuna frá Liverpool manninum Virgil van Dijk. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir hefur nú hafið endurhæfingu sína eftir krossbandsaðgerðina en knattspyrnumaðurinn Virgil van Dijk þekkir þá stöðu vel. Miðvörður Liverpool kom við sögu í nýjasta þættinum af endurkomuþáttarröð Söru en annar þáttur „Road To Recovery“ er kominn í loftið. Krossbandsslit Söru Sigmundsdóttur var henni mikið áfall en hún var fljót að snúa vörn í sókn og ætlar sér að sýna heiminum hversu sterk hún getur komið til baka. Það sem meira er allur heimurinn fær að fylgjast með henni eins og fluga á vegg. Í nýjast þætti „Road To Recovery“ er myndavélin á Söru á meðan hún fær nokkrar athyglisverðar kveðjur utan úr heimi en Sara á sér stuðningsmenn út um allan heim. Fyrsta kveðjan er frá japanska stripparanum og grínistanum herra Uekusa en hann er frægastur fyrir þátttöku sína í Britain's Got Talent. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið þegar hún sá herra Uekusa senda henni skilaboðin sín. Þetta voru líka engin venjuleg skilaboð og gætu alveg eins verið atriði úr Britain's Got Talent. Það voru fleiri heimsfrægir sem sendu okkar konu kveðju í þessum öðrum þætti af endurkomuþáttaröðinni. Sara fékk nefnilega líka kveðju frá Liverpool miðverðinum Virgil van Dijk en Sara er mikil stuðningsmaður Liverpool liðsins. Hún er líka aðdáandi Virgil van Dijk og sýndi stolt treyju Hollendingsins sem hún eignaðist í fyrra. Sara og Van Dijk eiga það líka sameiginlegt að hafa slitið krossband á þessu tímabili og misst af miklu. Virgil sleit krossbandið sitt í október og er ekki ennþá byrjaður að spila með Liverpool. „Það er erfið vegferð framundan en þú ert nógu sterk til að klára þetta. Gangi þér vel í endurhæfingunni og vonandi gengur allt vel hjá þér. Heyri í þér fljótlega,“ sagði Virgil van Dijk í kveðjunni sinni. Sara fékk líka kveðjur frá CrossFit fólki og hún átti erfitt með að ráða við tilfinningar sínar þegar hún horfið á myndböndin. Það má sjá brot af þessu hér fyrir ofan og svo allan þáttinn hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira
Miðvörður Liverpool kom við sögu í nýjasta þættinum af endurkomuþáttarröð Söru en annar þáttur „Road To Recovery“ er kominn í loftið. Krossbandsslit Söru Sigmundsdóttur var henni mikið áfall en hún var fljót að snúa vörn í sókn og ætlar sér að sýna heiminum hversu sterk hún getur komið til baka. Það sem meira er allur heimurinn fær að fylgjast með henni eins og fluga á vegg. Í nýjast þætti „Road To Recovery“ er myndavélin á Söru á meðan hún fær nokkrar athyglisverðar kveðjur utan úr heimi en Sara á sér stuðningsmenn út um allan heim. Fyrsta kveðjan er frá japanska stripparanum og grínistanum herra Uekusa en hann er frægastur fyrir þátttöku sína í Britain's Got Talent. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið þegar hún sá herra Uekusa senda henni skilaboðin sín. Þetta voru líka engin venjuleg skilaboð og gætu alveg eins verið atriði úr Britain's Got Talent. Það voru fleiri heimsfrægir sem sendu okkar konu kveðju í þessum öðrum þætti af endurkomuþáttaröðinni. Sara fékk nefnilega líka kveðju frá Liverpool miðverðinum Virgil van Dijk en Sara er mikil stuðningsmaður Liverpool liðsins. Hún er líka aðdáandi Virgil van Dijk og sýndi stolt treyju Hollendingsins sem hún eignaðist í fyrra. Sara og Van Dijk eiga það líka sameiginlegt að hafa slitið krossband á þessu tímabili og misst af miklu. Virgil sleit krossbandið sitt í október og er ekki ennþá byrjaður að spila með Liverpool. „Það er erfið vegferð framundan en þú ert nógu sterk til að klára þetta. Gangi þér vel í endurhæfingunni og vonandi gengur allt vel hjá þér. Heyri í þér fljótlega,“ sagði Virgil van Dijk í kveðjunni sinni. Sara fékk líka kveðjur frá CrossFit fólki og hún átti erfitt með að ráða við tilfinningar sínar þegar hún horfið á myndböndin. Það má sjá brot af þessu hér fyrir ofan og svo allan þáttinn hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira