Sara fékk kveðju frá bæði Van Dijk hjá Liverpool og bera Japananum úr BGT Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2021 08:30 Myndavélin var á Söru þegar hún fékk kveðjuna frá Liverpool manninum Virgil van Dijk. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir hefur nú hafið endurhæfingu sína eftir krossbandsaðgerðina en knattspyrnumaðurinn Virgil van Dijk þekkir þá stöðu vel. Miðvörður Liverpool kom við sögu í nýjasta þættinum af endurkomuþáttarröð Söru en annar þáttur „Road To Recovery“ er kominn í loftið. Krossbandsslit Söru Sigmundsdóttur var henni mikið áfall en hún var fljót að snúa vörn í sókn og ætlar sér að sýna heiminum hversu sterk hún getur komið til baka. Það sem meira er allur heimurinn fær að fylgjast með henni eins og fluga á vegg. Í nýjast þætti „Road To Recovery“ er myndavélin á Söru á meðan hún fær nokkrar athyglisverðar kveðjur utan úr heimi en Sara á sér stuðningsmenn út um allan heim. Fyrsta kveðjan er frá japanska stripparanum og grínistanum herra Uekusa en hann er frægastur fyrir þátttöku sína í Britain's Got Talent. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið þegar hún sá herra Uekusa senda henni skilaboðin sín. Þetta voru líka engin venjuleg skilaboð og gætu alveg eins verið atriði úr Britain's Got Talent. Það voru fleiri heimsfrægir sem sendu okkar konu kveðju í þessum öðrum þætti af endurkomuþáttaröðinni. Sara fékk nefnilega líka kveðju frá Liverpool miðverðinum Virgil van Dijk en Sara er mikil stuðningsmaður Liverpool liðsins. Hún er líka aðdáandi Virgil van Dijk og sýndi stolt treyju Hollendingsins sem hún eignaðist í fyrra. Sara og Van Dijk eiga það líka sameiginlegt að hafa slitið krossband á þessu tímabili og misst af miklu. Virgil sleit krossbandið sitt í október og er ekki ennþá byrjaður að spila með Liverpool. „Það er erfið vegferð framundan en þú ert nógu sterk til að klára þetta. Gangi þér vel í endurhæfingunni og vonandi gengur allt vel hjá þér. Heyri í þér fljótlega,“ sagði Virgil van Dijk í kveðjunni sinni. Sara fékk líka kveðjur frá CrossFit fólki og hún átti erfitt með að ráða við tilfinningar sínar þegar hún horfið á myndböndin. Það má sjá brot af þessu hér fyrir ofan og svo allan þáttinn hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira
Miðvörður Liverpool kom við sögu í nýjasta þættinum af endurkomuþáttarröð Söru en annar þáttur „Road To Recovery“ er kominn í loftið. Krossbandsslit Söru Sigmundsdóttur var henni mikið áfall en hún var fljót að snúa vörn í sókn og ætlar sér að sýna heiminum hversu sterk hún getur komið til baka. Það sem meira er allur heimurinn fær að fylgjast með henni eins og fluga á vegg. Í nýjast þætti „Road To Recovery“ er myndavélin á Söru á meðan hún fær nokkrar athyglisverðar kveðjur utan úr heimi en Sara á sér stuðningsmenn út um allan heim. Fyrsta kveðjan er frá japanska stripparanum og grínistanum herra Uekusa en hann er frægastur fyrir þátttöku sína í Britain's Got Talent. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið þegar hún sá herra Uekusa senda henni skilaboðin sín. Þetta voru líka engin venjuleg skilaboð og gætu alveg eins verið atriði úr Britain's Got Talent. Það voru fleiri heimsfrægir sem sendu okkar konu kveðju í þessum öðrum þætti af endurkomuþáttaröðinni. Sara fékk nefnilega líka kveðju frá Liverpool miðverðinum Virgil van Dijk en Sara er mikil stuðningsmaður Liverpool liðsins. Hún er líka aðdáandi Virgil van Dijk og sýndi stolt treyju Hollendingsins sem hún eignaðist í fyrra. Sara og Van Dijk eiga það líka sameiginlegt að hafa slitið krossband á þessu tímabili og misst af miklu. Virgil sleit krossbandið sitt í október og er ekki ennþá byrjaður að spila með Liverpool. „Það er erfið vegferð framundan en þú ert nógu sterk til að klára þetta. Gangi þér vel í endurhæfingunni og vonandi gengur allt vel hjá þér. Heyri í þér fljótlega,“ sagði Virgil van Dijk í kveðjunni sinni. Sara fékk líka kveðjur frá CrossFit fólki og hún átti erfitt með að ráða við tilfinningar sínar þegar hún horfið á myndböndin. Það má sjá brot af þessu hér fyrir ofan og svo allan þáttinn hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira