Hélt að Valur myndi landa „vanmetna“ titlinum með vinstri Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2021 16:00 Valskonur fögnuðu deildarmeistaratitlinum á þriðjudag. Facebook/@Valurkarfa Valskonur unnu „vanmetinn titil“ þegar þær urðu deildarmeistarar í körfubolta á þriðjudagskvöld. Þetta sagði Berglind Gunnarsdóttir þegar þær Bryndís Guðmundsdóttir ræddu við Kjartan Atla Kjartansson um meistarana í Dominos Körfuboltakvöldi. „Það er einhvern veginn allt öðruvísi tilfinning að vinna Íslandsmeistaratitilinn en auðvitað er erfitt að ná deildarmeistaratitlinum. Það er seiglumerki, eftir langt tímabil,“ sagði Berglind í þættinum. „Þetta er svolítið eins og að skila stórri ritgerð en eiga lokaprófið eftir,“ skaut Kjartan inn í og læknaneminn Berglind tók undir það: „Já, einmitt, og þú færð ekki einkunn fyrir ritgerðina heldur bara staðið eða fallið.“ Ein umferð er eftir af deildarkeppninni og fer hún fram á morgun en svo tekur úrslitakeppnin við. Ljóst er að Valur mætir Fjölni í undanúrslitum á meðan að Haukar og Keflavík eigast við í hinni undanúrslitarimmunni. Valur er með sex stiga forskot á Hauka og Keflavík. „Aðeins erfiðara en ég bjóst við“ „Í byrjun tímabilsins hélt ég að þær myndu bara rúlla með vinstri yfir alla leikina. En þær hafa lent í meiðslum og öðru og það hefur sitt að segja. Þetta hefur því verið aðeins erfiðara en ég bjóst við,“ sagði Bryndís. „Lið eins og Valur getur ekki kvartað. Valskonur eru með svo ótrúlega marga sterka leikmenn. Auðvitað lenda lið í meiðslum og þær eru best búnar undir að lenda í þeim án þess að það hafi áhrif,“ sagði Berglind. Valur hefur unnið sautján leiki og tapað aðeins þremur á leiktíðinni. Reyndar tapaði liðið fyrsta leik tímabilsins, gegn Breiðabliki, en var svo dæmdur sigur þar sem Breiðablik tefldi fram ólöglegum leikmanni. Í innslaginu hér að neðan má sjá hluta af umfjölluninni um Val þar sem þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir voru sérstaklega teknar fyrir. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um deildarmeistarana Dominos-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Helena sú fyrsta á öldinni til að vinna fjögur ár í röð Valskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi með öruggum sigri á Snæfell og einn leikmaður liðsins hefur nú unnið þennan titil samfellt frá vorinu 2018. 5. maí 2021 16:10 Umfjöllun og viðtöl: Valur-Snæfell 86-62 | Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn þriðja árið röð Þriðja árið í röð er Valur deildarmeistari í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Titillinn í ár var tryggður með öruggum 86-62 sigri á Snæfelli að Hlíðarenda í kvöld. 4. maí 2021 22:45 „Höfum enn svigrúm til að verða betri“ „Þessu markmiði er náð sem er frábært. Við eigum einn deildarleik eftir sem við ætlum að klára og svo getum við farið að einbeita okkur að úrslitakeppninni,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með 86-62 sigri á Snæfelli í kvöld. 4. maí 2021 22:35 „Finnst við enn eiga fullt inni“ Helena Sverrisdóttir var hin kátasta þegar hún mætti í viðtal eftir að Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með öruggum sigri á Snæfelli, 86-62. 4. maí 2021 22:15 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
„Það er einhvern veginn allt öðruvísi tilfinning að vinna Íslandsmeistaratitilinn en auðvitað er erfitt að ná deildarmeistaratitlinum. Það er seiglumerki, eftir langt tímabil,“ sagði Berglind í þættinum. „Þetta er svolítið eins og að skila stórri ritgerð en eiga lokaprófið eftir,“ skaut Kjartan inn í og læknaneminn Berglind tók undir það: „Já, einmitt, og þú færð ekki einkunn fyrir ritgerðina heldur bara staðið eða fallið.“ Ein umferð er eftir af deildarkeppninni og fer hún fram á morgun en svo tekur úrslitakeppnin við. Ljóst er að Valur mætir Fjölni í undanúrslitum á meðan að Haukar og Keflavík eigast við í hinni undanúrslitarimmunni. Valur er með sex stiga forskot á Hauka og Keflavík. „Aðeins erfiðara en ég bjóst við“ „Í byrjun tímabilsins hélt ég að þær myndu bara rúlla með vinstri yfir alla leikina. En þær hafa lent í meiðslum og öðru og það hefur sitt að segja. Þetta hefur því verið aðeins erfiðara en ég bjóst við,“ sagði Bryndís. „Lið eins og Valur getur ekki kvartað. Valskonur eru með svo ótrúlega marga sterka leikmenn. Auðvitað lenda lið í meiðslum og þær eru best búnar undir að lenda í þeim án þess að það hafi áhrif,“ sagði Berglind. Valur hefur unnið sautján leiki og tapað aðeins þremur á leiktíðinni. Reyndar tapaði liðið fyrsta leik tímabilsins, gegn Breiðabliki, en var svo dæmdur sigur þar sem Breiðablik tefldi fram ólöglegum leikmanni. Í innslaginu hér að neðan má sjá hluta af umfjölluninni um Val þar sem þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir voru sérstaklega teknar fyrir. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um deildarmeistarana
Dominos-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Helena sú fyrsta á öldinni til að vinna fjögur ár í röð Valskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi með öruggum sigri á Snæfell og einn leikmaður liðsins hefur nú unnið þennan titil samfellt frá vorinu 2018. 5. maí 2021 16:10 Umfjöllun og viðtöl: Valur-Snæfell 86-62 | Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn þriðja árið röð Þriðja árið í röð er Valur deildarmeistari í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Titillinn í ár var tryggður með öruggum 86-62 sigri á Snæfelli að Hlíðarenda í kvöld. 4. maí 2021 22:45 „Höfum enn svigrúm til að verða betri“ „Þessu markmiði er náð sem er frábært. Við eigum einn deildarleik eftir sem við ætlum að klára og svo getum við farið að einbeita okkur að úrslitakeppninni,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með 86-62 sigri á Snæfelli í kvöld. 4. maí 2021 22:35 „Finnst við enn eiga fullt inni“ Helena Sverrisdóttir var hin kátasta þegar hún mætti í viðtal eftir að Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með öruggum sigri á Snæfelli, 86-62. 4. maí 2021 22:15 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
Helena sú fyrsta á öldinni til að vinna fjögur ár í röð Valskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi með öruggum sigri á Snæfell og einn leikmaður liðsins hefur nú unnið þennan titil samfellt frá vorinu 2018. 5. maí 2021 16:10
Umfjöllun og viðtöl: Valur-Snæfell 86-62 | Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn þriðja árið röð Þriðja árið í röð er Valur deildarmeistari í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Titillinn í ár var tryggður með öruggum 86-62 sigri á Snæfelli að Hlíðarenda í kvöld. 4. maí 2021 22:45
„Höfum enn svigrúm til að verða betri“ „Þessu markmiði er náð sem er frábært. Við eigum einn deildarleik eftir sem við ætlum að klára og svo getum við farið að einbeita okkur að úrslitakeppninni,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með 86-62 sigri á Snæfelli í kvöld. 4. maí 2021 22:35
„Finnst við enn eiga fullt inni“ Helena Sverrisdóttir var hin kátasta þegar hún mætti í viðtal eftir að Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með öruggum sigri á Snæfelli, 86-62. 4. maí 2021 22:15