Rassían í Ríó: Saka lögregluna um aftökur utan dóms og laga Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2021 12:31 Vopnaðir lögreglumenn bera burt lík meints glæpamanns í Jacarezinho-hverfinu í Río. Gagnrýnt er að sönnunargögn hafi ekki verið varðveitt en 25 manns féllu í aðgerð lögreglu í gær. Vísir/EPA Íbúar í fátækrahverfi í Río de Janeiro í Brasilíu saka lögregluna í borginni um að hafa myrt fólk sem vildi gefast upp og ráðist inn á heimili án leitarheimildar í blóðugustu rassíu í sögu borgarinnar í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fimm manns féllu, þar á meðal einn lögreglumaður. Rassían beindist að fíkniefnagengjum í Jacarezinho, einu stærsta fátækrahverfi Río de Janeiro. Það er sagt á valdi Rauðu hersveitarinnar, einna alræmdustu glæpasamtaka landsins. Um tvö hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni studdir leyniskyttu í brynvarinni þyrlu. Yfirlýst markmið aðgerðarinnar var að fylgja eftir 21 handtökuskipun í tengslum við rannsókn á samtökunum. Til ákafra skotbardaga kom á milli lögreglumannanna og grunaðra glæpamanna á meðan óttaslegnir íbúar reyndu að koma sér í var. Íbúarnir saka lögregluna um að fara fram með offorsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Maria Júlia Miranda, skipaður verjandi, hefur eftir íbúum í Jacarezinho að lögreglumenn hafi króað mann af í svefnherbergi átta ára gamallar stúlku og tekið hann af lífi. Fjölskyldan hafi orðið vitni að morðinu. Hún gagnrýnir að sönnunargögn á vettvangi hafi ekki verið varðveitt og að lík hafi verið fjarlægð. „Í þessum tilfellum var líklega um aftökur að ræða,“ fullyrðir hún. Mannréttindasamtök eins og Amnesty International segist hafa fengið kvartanir frá íbúum sem segja að lögreglumenn hafi ruðst inn til þeirra án þess að hafa til þess heimild. Þeir hafi jafnframt drepið fólk sem ógnaði þeim ekki. Lögregluyfirvöld í Ríó fullyrða aftur á móti að þau hafi farið að lögum í einu og öllu. Sá eini sem hafi verið tekinn af lífi hafi verið lögreglumaður sem féll í aðgerðunum í gær. Engu að síður hvetur mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna til þess að óháð rannsókn fari fram á rassíunni. Rupert Colville, talsmaður hennar, segir að hún sé hluti af langvarandi sögu óhóflegrar og ónauðsynlegrar valdbeitingar gegn fátækum íbúum borgarinnar. Brasilía Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Rassían beindist að fíkniefnagengjum í Jacarezinho, einu stærsta fátækrahverfi Río de Janeiro. Það er sagt á valdi Rauðu hersveitarinnar, einna alræmdustu glæpasamtaka landsins. Um tvö hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni studdir leyniskyttu í brynvarinni þyrlu. Yfirlýst markmið aðgerðarinnar var að fylgja eftir 21 handtökuskipun í tengslum við rannsókn á samtökunum. Til ákafra skotbardaga kom á milli lögreglumannanna og grunaðra glæpamanna á meðan óttaslegnir íbúar reyndu að koma sér í var. Íbúarnir saka lögregluna um að fara fram með offorsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Maria Júlia Miranda, skipaður verjandi, hefur eftir íbúum í Jacarezinho að lögreglumenn hafi króað mann af í svefnherbergi átta ára gamallar stúlku og tekið hann af lífi. Fjölskyldan hafi orðið vitni að morðinu. Hún gagnrýnir að sönnunargögn á vettvangi hafi ekki verið varðveitt og að lík hafi verið fjarlægð. „Í þessum tilfellum var líklega um aftökur að ræða,“ fullyrðir hún. Mannréttindasamtök eins og Amnesty International segist hafa fengið kvartanir frá íbúum sem segja að lögreglumenn hafi ruðst inn til þeirra án þess að hafa til þess heimild. Þeir hafi jafnframt drepið fólk sem ógnaði þeim ekki. Lögregluyfirvöld í Ríó fullyrða aftur á móti að þau hafi farið að lögum í einu og öllu. Sá eini sem hafi verið tekinn af lífi hafi verið lögreglumaður sem féll í aðgerðunum í gær. Engu að síður hvetur mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna til þess að óháð rannsókn fari fram á rassíunni. Rupert Colville, talsmaður hennar, segir að hún sé hluti af langvarandi sögu óhóflegrar og ónauðsynlegrar valdbeitingar gegn fátækum íbúum borgarinnar.
Brasilía Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira