NBA dagsins: Súperstjörnunar segja það gott fyrir Brooklyn Nets að lenda í mótlæti áður en úrslitakeppnin hefst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2021 15:01 Kyrie Irving og félagar í Brooklyn Nets eru ekki að spila vel þessa dagana og stórleikur Irving dugði ekki í nótt. AP/Aaron Gash Brooklyn Nets tapaði fjórða leiknum sínum í röð í NBA deildinni í nótt en stjörnur liðsins þakka fyrir að liðið lendi í vandræðum núna frekar en í úrslitakeppninni sem er á næsta leyti. Þetta er í fyrsta sinn sem Nets liðið tapar fjórum leikjum í röð á þessu tímabili en Dallas Mavericks vann 113-109 sigur á Brooklyn Nets í nótt. Kyrie Irving gerði svo sannarlega sitt í leiknum því hann skoraði 45 stig og var með sjö þriggja stiga körfur. Kevin Durant bætti við 20 stigum en enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en ellefu stig. „Ég tel að það sé gott að við fáum þessum próf núna. Þessar áskoranir koma á góðum tíma. Þetta hefur verið alltof auðvelt á stundum,“ sagði Kyrie Irving. Leikirnir fjórir sem Brooklyn Nets hefur tapað eru tveir tapleikir á móti Milwaukee Bucks og svo tapleikir á móti Portland Trail Blazers og Dallas. Kyrie Irving stóð nánast einn í baráttunni í seinni hálfleiknum því Durant hitti aðeins úr 1 af 10 skotum sínum eftir hálfleikinn. Durant talaði eins og Irving eftir leik. „Ég er þakklátur fyrir það að við erum að lenda í þessu núna í staðinn fyrir eftir nokkrar vikur. Við getum vonandi byggt ofan á þetta og haldið áfram að vaxa. Ég vona að við finnum vel fyrir þessum sársauka og að við séum ekki þar sem við viljum vel. Ég held að þetta mótlæti muni gera okkur betri,“ sagði Kevin Durant. „Við erum ekki fullkomið körfuboltalið. Við gerum okkur engan greina með því að vera ekki hreinskilnir. Við höfum ekki spilað nógu vel í leikjunum og þá sérstaklega þegar það skipti mestu máli,“ sagði Irving. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Dallas Mavericks á Brooklyn Nets en eins frá sigurleik Los Angeles Clippers á nágrönnum sínum í Lakers og svipmyndir frá sigurleik Golden State Warriors og sigurleik Washington Wizards þar sem Steph Curry og Russell Westbrook voru báðir með flottar tölur. Það má einnig sjá flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 6. maí 2021) NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem Nets liðið tapar fjórum leikjum í röð á þessu tímabili en Dallas Mavericks vann 113-109 sigur á Brooklyn Nets í nótt. Kyrie Irving gerði svo sannarlega sitt í leiknum því hann skoraði 45 stig og var með sjö þriggja stiga körfur. Kevin Durant bætti við 20 stigum en enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en ellefu stig. „Ég tel að það sé gott að við fáum þessum próf núna. Þessar áskoranir koma á góðum tíma. Þetta hefur verið alltof auðvelt á stundum,“ sagði Kyrie Irving. Leikirnir fjórir sem Brooklyn Nets hefur tapað eru tveir tapleikir á móti Milwaukee Bucks og svo tapleikir á móti Portland Trail Blazers og Dallas. Kyrie Irving stóð nánast einn í baráttunni í seinni hálfleiknum því Durant hitti aðeins úr 1 af 10 skotum sínum eftir hálfleikinn. Durant talaði eins og Irving eftir leik. „Ég er þakklátur fyrir það að við erum að lenda í þessu núna í staðinn fyrir eftir nokkrar vikur. Við getum vonandi byggt ofan á þetta og haldið áfram að vaxa. Ég vona að við finnum vel fyrir þessum sársauka og að við séum ekki þar sem við viljum vel. Ég held að þetta mótlæti muni gera okkur betri,“ sagði Kevin Durant. „Við erum ekki fullkomið körfuboltalið. Við gerum okkur engan greina með því að vera ekki hreinskilnir. Við höfum ekki spilað nógu vel í leikjunum og þá sérstaklega þegar það skipti mestu máli,“ sagði Irving. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Dallas Mavericks á Brooklyn Nets en eins frá sigurleik Los Angeles Clippers á nágrönnum sínum í Lakers og svipmyndir frá sigurleik Golden State Warriors og sigurleik Washington Wizards þar sem Steph Curry og Russell Westbrook voru báðir með flottar tölur. Það má einnig sjá flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 6. maí 2021)
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira