Man City mistókst að tryggja sér titilinn Arnar Geir Halldórsson skrifar 8. maí 2021 18:27 Verður Chelsea og City sparkað út úr Meistaradeildinni? Shaun Botterill/Getty Með sigri hefði Manchester City gulltryggt efsta sætið í deildinni en þessi lið tryggðu sér farseðil í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vikunni. Raheem Sterling kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og sá til þess að liðið færi með forystu í leikhléið. Chelsea tókst að koma til baka í síðari hálfleik með mörkum Hakim Ziyech og Marcos Alonso en spænski bakvörðurinn gerði sigurmark leiksins í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Chelsea komið í sterka stöðu í 3.sæti deildarinnar og úrslitin þýða jafnframt að Man Utd á enn veika von á Englandsmeistaratitlinum. Enski boltinn
Með sigri hefði Manchester City gulltryggt efsta sætið í deildinni en þessi lið tryggðu sér farseðil í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vikunni. Raheem Sterling kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og sá til þess að liðið færi með forystu í leikhléið. Chelsea tókst að koma til baka í síðari hálfleik með mörkum Hakim Ziyech og Marcos Alonso en spænski bakvörðurinn gerði sigurmark leiksins í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Chelsea komið í sterka stöðu í 3.sæti deildarinnar og úrslitin þýða jafnframt að Man Utd á enn veika von á Englandsmeistaratitlinum.