Everton ekki sagt sitt síðasta í Evrópubaráttunni

Calvert-Lewin sá um West Ham.
Calvert-Lewin sá um West Ham. vísir/getty

Everton vann mikilvægan sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær og kom sér þar með af krafti aftur í baráttuna um Evrópusætin.

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var á sínum stað í byrjunarliði Everton.

Dominic Calvert Lewin kom Everton í forystu á 24.mínútu. Reyndist það eina mark leiksins og 0-1 sigur Everton staðreynd. Gylfa Þór var skipt af velli á 85.mínútu.

Everton styrkti stöðu sína í 8.sæti deildarinnar með sigrinum og er nú aðeins þremur stigum á eftir West Ham sem er í 5.sæti. Vond úrslit fyrir lærisveina David Moyes sem eru nú fimm stigum frá Meistaradeildarsæti þegar þremur umferðum er ólokið í deildinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira