„Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2021 13:48 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. VILHELM GUNNARSSON Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. Síðustu daga hafa fjölmargir þolendur kynferðisofbeldis stigið fram á samfélagsmiðlum og opnað sig um ofbeldið og viðbrögð samfélagsins í þeim efnum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta sagði í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær að um sé að ræða aðra #MeToo byltingu en margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra segir að byltingin sé sem betur fer komin til að vera. „Ég held að það sé alveg ljóst að þessi bylting er komin til að vera og sem betur fer. Einhverjum kannski var búið að finnast nóg komið af umræðu um #MeToo en þetta er bara komið til að vera og við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur. Það er skylda okkar sem erum kjörin á þing að berjast fyrir betra samfélagi og það á líka við um að líta ekki undan ofbeldi eða áreitni og leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfi þolenda,“ sagði Áslaug Arna. Hún segir að ríkisstjórnin hafi fylgt eftir aðgerðaráætlun með það að markmiði að tryggja réttláta og betri málsmeðferð við rannsókn mála og auka traust á kerfinu. Þeirri vinnu sé markaður tími til ársins 2022. „Sú vinna hefur þegar leitt til mikilla bóta,“ sagði Áslaug. Málsmeðferðartími enn of langur „Það er búið að fara í átak við að efla rannsóknir kynferðisbrota og hraða afgreiðslu þeirra. Við erum búin að sjá nýjar breytingar á hegningarlögum sem oft fylgja og eru í takt við kynbundið ofbeldi sem er bæði bann við sendingu á kynferðislegu efni án samþykkis sem og refsiákvæði við umsáturseinelti. En það er líka frumvarp í þinginu til að bæta upplýsingagjöf til brotaþola með það að markmiði að auka traust og gagnsæi í kerfinu,“ sagði Áslaug. Áslaug segir að samhliða þessu þurfi að veita þolendum skjól. „Og tryggja að kerfið geri það af fagmennsku, hlýju og tillitssemi.“ Áfram þurfi að stytta málsmeðferðartíma í málaflokknum sem sé enn of langur. Einnig þurfi að samræma áherslur á landsvísu. „Verum í sífelldri endurskoðun á löggjöfinni okkar, að betrumbæta hana. Í heild eru þrjú frumvörp á þessu þingi sem miða að því. Það þarf sífellt að endurmennta rannsakendur kynferðisbrota. Við höfum aukið fjárframlög í málaflokkinn og þetta er bara sífellt verkefni og það eru mörg verkefni framundan,“ sagði Áslaug. MeToo Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20 Konur rísa upp – aftur Ný #metoo-bylgja er hafin á samfélagsmiðlum. Enn á ný rísa konur upp og greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola. Réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot, fæstar konur kæra ofbeldið enda hefur kerfið brugðist konum miklum mun oftar en það hefur reynst þeim vel. 7. maí 2021 14:30 Reynslusögum af ofbeldi rignir á Twitter Í kjölfar þess að tvær konur kærðu Sölva Tryggvason til lögreglu í gær hefur hver einstaklingurinn á fætur öðrum stigið fram á samfélagsmiðlum og deilt reynslusögum undir myllumerkingu #metoo. 6. maí 2021 16:47 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Síðustu daga hafa fjölmargir þolendur kynferðisofbeldis stigið fram á samfélagsmiðlum og opnað sig um ofbeldið og viðbrögð samfélagsins í þeim efnum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta sagði í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær að um sé að ræða aðra #MeToo byltingu en margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra segir að byltingin sé sem betur fer komin til að vera. „Ég held að það sé alveg ljóst að þessi bylting er komin til að vera og sem betur fer. Einhverjum kannski var búið að finnast nóg komið af umræðu um #MeToo en þetta er bara komið til að vera og við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur. Það er skylda okkar sem erum kjörin á þing að berjast fyrir betra samfélagi og það á líka við um að líta ekki undan ofbeldi eða áreitni og leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfi þolenda,“ sagði Áslaug Arna. Hún segir að ríkisstjórnin hafi fylgt eftir aðgerðaráætlun með það að markmiði að tryggja réttláta og betri málsmeðferð við rannsókn mála og auka traust á kerfinu. Þeirri vinnu sé markaður tími til ársins 2022. „Sú vinna hefur þegar leitt til mikilla bóta,“ sagði Áslaug. Málsmeðferðartími enn of langur „Það er búið að fara í átak við að efla rannsóknir kynferðisbrota og hraða afgreiðslu þeirra. Við erum búin að sjá nýjar breytingar á hegningarlögum sem oft fylgja og eru í takt við kynbundið ofbeldi sem er bæði bann við sendingu á kynferðislegu efni án samþykkis sem og refsiákvæði við umsáturseinelti. En það er líka frumvarp í þinginu til að bæta upplýsingagjöf til brotaþola með það að markmiði að auka traust og gagnsæi í kerfinu,“ sagði Áslaug. Áslaug segir að samhliða þessu þurfi að veita þolendum skjól. „Og tryggja að kerfið geri það af fagmennsku, hlýju og tillitssemi.“ Áfram þurfi að stytta málsmeðferðartíma í málaflokknum sem sé enn of langur. Einnig þurfi að samræma áherslur á landsvísu. „Verum í sífelldri endurskoðun á löggjöfinni okkar, að betrumbæta hana. Í heild eru þrjú frumvörp á þessu þingi sem miða að því. Það þarf sífellt að endurmennta rannsakendur kynferðisbrota. Við höfum aukið fjárframlög í málaflokkinn og þetta er bara sífellt verkefni og það eru mörg verkefni framundan,“ sagði Áslaug.
MeToo Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20 Konur rísa upp – aftur Ný #metoo-bylgja er hafin á samfélagsmiðlum. Enn á ný rísa konur upp og greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola. Réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot, fæstar konur kæra ofbeldið enda hefur kerfið brugðist konum miklum mun oftar en það hefur reynst þeim vel. 7. maí 2021 14:30 Reynslusögum af ofbeldi rignir á Twitter Í kjölfar þess að tvær konur kærðu Sölva Tryggvason til lögreglu í gær hefur hver einstaklingurinn á fætur öðrum stigið fram á samfélagsmiðlum og deilt reynslusögum undir myllumerkingu #metoo. 6. maí 2021 16:47 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20
Konur rísa upp – aftur Ný #metoo-bylgja er hafin á samfélagsmiðlum. Enn á ný rísa konur upp og greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola. Réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot, fæstar konur kæra ofbeldið enda hefur kerfið brugðist konum miklum mun oftar en það hefur reynst þeim vel. 7. maí 2021 14:30
Reynslusögum af ofbeldi rignir á Twitter Í kjölfar þess að tvær konur kærðu Sölva Tryggvason til lögreglu í gær hefur hver einstaklingurinn á fætur öðrum stigið fram á samfélagsmiðlum og deilt reynslusögum undir myllumerkingu #metoo. 6. maí 2021 16:47