Telja að kínverska eldflaugin hafi brunnið upp að mestu Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2021 08:25 Long March-5 eldflaug sambærileg við þá sem féll inn í lofthjúp jarðar yfir Indlandshafi í nótt. AP/Zhang Gaoxiang/Xinhua Geimvísindastofnun Kína fullyrðir að stærsta eldflaug hennar hafi komið inn í lofthjúp jarðar yfir Maldíveyjum í Indlandshafi og brunnið upp að mestu leyti í nótt. Sérfræðingar hafa sakað Kínverja um glannaskap með eldflaugina. Grannt hefur verið fylgst með Long March 5B-eldflauginni undanfarna daga. Vitað var að hún kæmi aftur niður í lofthjúp jarðar um helgina en ekki var vitað með vissu yfir hvaða svæði hún kæmi til með að hrapa. Eldflaugin var notuð til þess að koma aðalhluta nýrrar geimstöðvar Kínverja á braut um jörðina. Eldflaugarþrepið var um þrjátíu metrar að lengd og um tuttugu tonn að þyngd. Það er eitt stærsta fyrirbærið sem hefur verið látið falla stjórnlaust inn í lofthjúp jarðar. Lítil hætta var talin á ferðum fyrir fólk á jörðu niðri. Engu að síður urðu eignaskemmdir í Afríku þegar brak úr kínverskri eldflaug rigndi yfir álfuna í fyrra. Xinhua-ríkifréttastofan kínverska segir að eldflaugarþrepið hafi komið inn í lofthjúpinn klukkan 19:24 að staðartíma í gærkvöldi. Mikill meirihluti þess hafi brunnið algerlega upp í lofthjúpnum. „Það var alltaf tölfræðilega líklegast að hún félli inn yfir sjó. Svo virðist sem að Kína hafi unnið veðmálið en þetta var samt glannalegt,“ tísti Jonathan McDowell, stjarneðlisfræðingur við Harvard-háskóla sem fylgdist með falli eldflaugarþrepsins til jarðar. Þá gagnrýndi Bill Nelson, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, Kína vegna uppákomunnar. „Það er ljóst að Kína uppfylli ekki ábyrg viðmið varðandi geimrusl þess,“ sagði Nelson í yfirlýsingu, að sögn AP-fréttastofunnar. Kínverjar hafa áður sætt harðri gagnrýni fyrir umgengni sína í geimnum, sérstaklega eftir að þeir skutu skotflaug til að splundra úreltu veðurgervitungli á braut um jörðu í janúar árið 2007. Eftir varð braksveimur sem ógnaði öðrum gervihnöttum og geimferjum. Kína Geimurinn Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Grannt hefur verið fylgst með Long March 5B-eldflauginni undanfarna daga. Vitað var að hún kæmi aftur niður í lofthjúp jarðar um helgina en ekki var vitað með vissu yfir hvaða svæði hún kæmi til með að hrapa. Eldflaugin var notuð til þess að koma aðalhluta nýrrar geimstöðvar Kínverja á braut um jörðina. Eldflaugarþrepið var um þrjátíu metrar að lengd og um tuttugu tonn að þyngd. Það er eitt stærsta fyrirbærið sem hefur verið látið falla stjórnlaust inn í lofthjúp jarðar. Lítil hætta var talin á ferðum fyrir fólk á jörðu niðri. Engu að síður urðu eignaskemmdir í Afríku þegar brak úr kínverskri eldflaug rigndi yfir álfuna í fyrra. Xinhua-ríkifréttastofan kínverska segir að eldflaugarþrepið hafi komið inn í lofthjúpinn klukkan 19:24 að staðartíma í gærkvöldi. Mikill meirihluti þess hafi brunnið algerlega upp í lofthjúpnum. „Það var alltaf tölfræðilega líklegast að hún félli inn yfir sjó. Svo virðist sem að Kína hafi unnið veðmálið en þetta var samt glannalegt,“ tísti Jonathan McDowell, stjarneðlisfræðingur við Harvard-háskóla sem fylgdist með falli eldflaugarþrepsins til jarðar. Þá gagnrýndi Bill Nelson, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, Kína vegna uppákomunnar. „Það er ljóst að Kína uppfylli ekki ábyrg viðmið varðandi geimrusl þess,“ sagði Nelson í yfirlýsingu, að sögn AP-fréttastofunnar. Kínverjar hafa áður sætt harðri gagnrýni fyrir umgengni sína í geimnum, sérstaklega eftir að þeir skutu skotflaug til að splundra úreltu veðurgervitungli á braut um jörðu í janúar árið 2007. Eftir varð braksveimur sem ógnaði öðrum gervihnöttum og geimferjum.
Kína Geimurinn Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira