Mótmælaskáld deyr eftir yfirheyrslur: Líkamsleifunum skilað án líffæra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2021 08:11 Mótmælt í Yangon. AP Eiginkona ljóðskáldsins Khet Thi segir hann hafa látist eftir að hafa verið handtekinn og færður til yfirheyrslu á laugardag. Líkamsleifum hans var skilað í kjölfarið en án innri líffæra. Mótmælendur í Mjanmar hafa sótt innblástur í verk Khet Thi, sem var meðal annars þekktur fyrir línun: „Þeir skjóta í höfuðið en vita ekki að uppreisnin býr í hjartanu“. Samkvæmt Facebook-síðu skáldsins var hann 45 ára þegar hann lést. Guardian hefur eftir eiginkonu Khet Thi að vopnaðir hermenn og lögregla hafi sótt þau hjónin og fært til yfirheyrslu á laugardag í bænum Shwebo. Shwebo er í Sagaing-héraði, sem hefur verið hjartað í mótmælum gegn herforingjastjórninni sem kom Aung San Suu Kyi frá völdum. „Ég var yfirheyrð. Hann líka. Þeir sögðu að hann væri miðja rannsóknarinnar. En hann kom ekki aftur, bara líkami hans,“ sagði Chaw Su við BBC. „Þeir hringdu í mig um morguninn og sögðu mér að hitta hann á sjúkrahúsinu í Monywa. Ég hélt að hann væri þar vegna brotins handleggs eða eitthvað... En þegar ég kom þangað var hann í líkhúsinu og það var búið að fjarlægja líffærin hans.“ Á sjúkrahúsinu fékk hún þær upplýsingar að Khet Thi hefði látist vegna hjartavandamála en hún hefði ekki haft fyrir því að lesa dánarvottorðið þar sem hún vissi að það væri skáldað. Að minnsta kosti þrjú skáld hafa látið lífið vegna mótmæla eftir valdaránið í febrúar. Ljóðskáldið K Za Win, 39 ára, var skotinn til bana í Monywa snemma í mars. „Ég vil ekki vera hetja, ég vil ekki vera píslarvottur, ég vil ekki vera veikgeðja, ég vil ekki vera kjáni,“ skrifaði Khet Thi tveimur vikum eftir valdaránið. „Ég vil ekki styðja við óréttlæti. Ef ég á aðeins mínútu ólifaða, vil ég að þá mínútu sé samviska mín hrein.“ Mjanmar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Mótmælendur í Mjanmar hafa sótt innblástur í verk Khet Thi, sem var meðal annars þekktur fyrir línun: „Þeir skjóta í höfuðið en vita ekki að uppreisnin býr í hjartanu“. Samkvæmt Facebook-síðu skáldsins var hann 45 ára þegar hann lést. Guardian hefur eftir eiginkonu Khet Thi að vopnaðir hermenn og lögregla hafi sótt þau hjónin og fært til yfirheyrslu á laugardag í bænum Shwebo. Shwebo er í Sagaing-héraði, sem hefur verið hjartað í mótmælum gegn herforingjastjórninni sem kom Aung San Suu Kyi frá völdum. „Ég var yfirheyrð. Hann líka. Þeir sögðu að hann væri miðja rannsóknarinnar. En hann kom ekki aftur, bara líkami hans,“ sagði Chaw Su við BBC. „Þeir hringdu í mig um morguninn og sögðu mér að hitta hann á sjúkrahúsinu í Monywa. Ég hélt að hann væri þar vegna brotins handleggs eða eitthvað... En þegar ég kom þangað var hann í líkhúsinu og það var búið að fjarlægja líffærin hans.“ Á sjúkrahúsinu fékk hún þær upplýsingar að Khet Thi hefði látist vegna hjartavandamála en hún hefði ekki haft fyrir því að lesa dánarvottorðið þar sem hún vissi að það væri skáldað. Að minnsta kosti þrjú skáld hafa látið lífið vegna mótmæla eftir valdaránið í febrúar. Ljóðskáldið K Za Win, 39 ára, var skotinn til bana í Monywa snemma í mars. „Ég vil ekki vera hetja, ég vil ekki vera píslarvottur, ég vil ekki vera veikgeðja, ég vil ekki vera kjáni,“ skrifaði Khet Thi tveimur vikum eftir valdaránið. „Ég vil ekki styðja við óréttlæti. Ef ég á aðeins mínútu ólifaða, vil ég að þá mínútu sé samviska mín hrein.“
Mjanmar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira