Veitingastaðurinn Monkeys opnar í Hjartagarðinum í byrjun júlí Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 11. maí 2021 20:53 Martyn, Snorri og Gunnar aðstandendur veitingastaðarins Monkeys sem mun opna í Hjartagarðinum í júlí. „Breytingar hafa gengið mjög vel. Við fengum hann Leif Welding til að hjálpa okkur með hönnunina á staðnum og útkoman er virkilega skemmtileg. Staðurinn verður mjög hlýr, líflegur og spennandi. Við erum búnir að flytja inn nokkra gáma af gróðri, stólum og fullt af leikmunum sem gefa staðnum skemmtilegan karekter,“ segir Óli Már Ólason veitingamaður í samtali við Vísi. Veitinga- og athafnamaðurinn Óli Már Ólason framkvæmdarstjóri Monkeys segist mjög bjartsýnn á sumarið og hlakkar til að opna dyrnar fyrir gestum í byrjun júlí. Stefnt er á að opna staðinn Monkeys í Hjartagarðinum í byrjun júlí og segist Óli vera bjartsýnn á það að sóttvarnaraðgerðum verði alveg aflétt fyrir þann tíma. Smáréttastaður undir áhrifum frá Perú og Japan Monkeys mun verða smáréttastaður með mikið úrval framandi rétta sem eru undir áhrifum frá Perú og Japan og kallast matarstíllinn sem mun ráða ríkjum Nikkei-matreiðsla. „Nikkei-matreiðsla á uppruna sinn að rekja til seinni hluta 19. aldar þegar japanskir innflytjendur hófu að setjast að í Perú í töluverðum mæli. Þar blönduðust aldagamlar matreiðsluaðferðir frá Japan saman við fjölbreytta matarkistu Perú. Nikkei-matreiðsla sameinar það besta úr hvorri matargerð, virðingu fyrir hráefninu og samsetningu framandi bragðtegunda.“ Þannig voru japanskir réttir tengdir bragði og eldunaraðferðum frumbyggja í Perú á aðdáunarverðan hátt. Þessi blanda felur í sér það besta úr glæsilegri og fíngerðri matarmenningu Japana ásamt afburða fersku hráefni, blandað kryddtöfrum frá Perú. Monkeys mun verða smáréttastaður með mikið úrval framandi rétta sem eru undir áhrifum frá Perú og Japan. Freyðandi vín frá öllum heimshornum Á staðnum mun einnig verða glæsilegur kokteilbar og segir Óli mikla áherslu verða lagða á gott úrval léttvína í glasatali og þá sér í lagi freyðandi vín frá öllum heimshornum. „Í sama húsnæði erum við að gera kokteilbar sem að verður með allt öðru sniði en aðrir staðir í bænum og hlakkar okkur mikið til að geta sagt meira frá honum. Við höfum parað hið fullkomna glas með hverjum rétti fyrir sig ásamt frábærum kokteilum,“ segir Óli Már. Staðnum stýra þeir Gunnar Rafn Heiðarsson veitingastjóri, Snorri Sigfússon yfirmatreiðslumeistari og Martyn Lourenco yfirkokteilbarþjónn. „Allir hafa þeir áratuga reynslu í veitingageiranum í því að skapa framúrskarandi upplifun gesta sinna svo að við erum mjög spenntir fyrir því að geta byrjað að taka á móti fólki,“ segir Óli Már að lokum. Veitingastaðir Matur Næturlíf Reykjavík Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Veitinga- og athafnamaðurinn Óli Már Ólason framkvæmdarstjóri Monkeys segist mjög bjartsýnn á sumarið og hlakkar til að opna dyrnar fyrir gestum í byrjun júlí. Stefnt er á að opna staðinn Monkeys í Hjartagarðinum í byrjun júlí og segist Óli vera bjartsýnn á það að sóttvarnaraðgerðum verði alveg aflétt fyrir þann tíma. Smáréttastaður undir áhrifum frá Perú og Japan Monkeys mun verða smáréttastaður með mikið úrval framandi rétta sem eru undir áhrifum frá Perú og Japan og kallast matarstíllinn sem mun ráða ríkjum Nikkei-matreiðsla. „Nikkei-matreiðsla á uppruna sinn að rekja til seinni hluta 19. aldar þegar japanskir innflytjendur hófu að setjast að í Perú í töluverðum mæli. Þar blönduðust aldagamlar matreiðsluaðferðir frá Japan saman við fjölbreytta matarkistu Perú. Nikkei-matreiðsla sameinar það besta úr hvorri matargerð, virðingu fyrir hráefninu og samsetningu framandi bragðtegunda.“ Þannig voru japanskir réttir tengdir bragði og eldunaraðferðum frumbyggja í Perú á aðdáunarverðan hátt. Þessi blanda felur í sér það besta úr glæsilegri og fíngerðri matarmenningu Japana ásamt afburða fersku hráefni, blandað kryddtöfrum frá Perú. Monkeys mun verða smáréttastaður með mikið úrval framandi rétta sem eru undir áhrifum frá Perú og Japan. Freyðandi vín frá öllum heimshornum Á staðnum mun einnig verða glæsilegur kokteilbar og segir Óli mikla áherslu verða lagða á gott úrval léttvína í glasatali og þá sér í lagi freyðandi vín frá öllum heimshornum. „Í sama húsnæði erum við að gera kokteilbar sem að verður með allt öðru sniði en aðrir staðir í bænum og hlakkar okkur mikið til að geta sagt meira frá honum. Við höfum parað hið fullkomna glas með hverjum rétti fyrir sig ásamt frábærum kokteilum,“ segir Óli Már. Staðnum stýra þeir Gunnar Rafn Heiðarsson veitingastjóri, Snorri Sigfússon yfirmatreiðslumeistari og Martyn Lourenco yfirkokteilbarþjónn. „Allir hafa þeir áratuga reynslu í veitingageiranum í því að skapa framúrskarandi upplifun gesta sinna svo að við erum mjög spenntir fyrir því að geta byrjað að taka á móti fólki,“ segir Óli Már að lokum.
Veitingastaðir Matur Næturlíf Reykjavík Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira