Segir að United kaupi bara Sancho í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2021 13:30 Jadon Sancho gengur í raðir Manchester United í sumar segir Gary Neville. getty/Alex Gottschalk Gary Neville á ekki von á því að Manchester United láti mikið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar og félagið láti sér nægja að kaupa Jadon Sancho frá Borussia Dortmund. Edinson Cavani skrifaði í gær undir nýjan eins árs samning við United. Neville segir að það þýði að félagið muni því ekki kaupa framherja í sumar. Erling Håland og Harry Kane hafa meðal annars verið orðaðir við United. „Ég held þeir muni ekki kaupa annan framherja. Ég hef reyndar ekki sömu sambönd við félagið og áður en ég held að þetta verði svona,“ sagði Neville í Monday Night Football á Sky Sports í gær. United reyndi að fá Sancho síðasta sumar en hann hélt kyrru fyrir hjá Dortmund. Hann gæti hins vegar fengist á mun hagstæðara verði í sumar. „Þeir hafa ólmir viljað fá Sancho og voru gagnrýndir fyrir að kaupa hann ekki. En þeir líta mjög vel út ef þeir fá hann fyrir helmingi lægra verð,“ sagði Neville. Hann segir að Cavani og Mason Greenwood verði aðalframherjar United á næsta tímabili. „Ef United kaupir til dæmis bæði Kane og Sancho hvenær mun Cavani spila? Heldur Greenwood áfram að bæta sig? Hvað verður um [Marcus] Rashford? Hvar passar [Paul] Pogba inn?“ sagði Neville. „Ef Sancho kemur verður hann á hægri kantinum og með Greenwood til vara. Frammi ertu með Cavani og Greenwood og þeir vilja að sá síðarnefndi haldi áfram að blómstra því hann er frábær. Á vinstri kantinum ertu svo með Rashford og [Anthony] Martial. Ég að það að fá Håland eða Kane virki ekki fyrir Manchester United miðað við hvernig þeir hafa keypt inn síðustu ár. Ég held þeir kaupi Sancho og láti það duga.“ United mætir Leicester City á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. United sækir svo Liverpool heim á fimmtudaginn. Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Edinson Cavani skrifaði í gær undir nýjan eins árs samning við United. Neville segir að það þýði að félagið muni því ekki kaupa framherja í sumar. Erling Håland og Harry Kane hafa meðal annars verið orðaðir við United. „Ég held þeir muni ekki kaupa annan framherja. Ég hef reyndar ekki sömu sambönd við félagið og áður en ég held að þetta verði svona,“ sagði Neville í Monday Night Football á Sky Sports í gær. United reyndi að fá Sancho síðasta sumar en hann hélt kyrru fyrir hjá Dortmund. Hann gæti hins vegar fengist á mun hagstæðara verði í sumar. „Þeir hafa ólmir viljað fá Sancho og voru gagnrýndir fyrir að kaupa hann ekki. En þeir líta mjög vel út ef þeir fá hann fyrir helmingi lægra verð,“ sagði Neville. Hann segir að Cavani og Mason Greenwood verði aðalframherjar United á næsta tímabili. „Ef United kaupir til dæmis bæði Kane og Sancho hvenær mun Cavani spila? Heldur Greenwood áfram að bæta sig? Hvað verður um [Marcus] Rashford? Hvar passar [Paul] Pogba inn?“ sagði Neville. „Ef Sancho kemur verður hann á hægri kantinum og með Greenwood til vara. Frammi ertu með Cavani og Greenwood og þeir vilja að sá síðarnefndi haldi áfram að blómstra því hann er frábær. Á vinstri kantinum ertu svo með Rashford og [Anthony] Martial. Ég að það að fá Håland eða Kane virki ekki fyrir Manchester United miðað við hvernig þeir hafa keypt inn síðustu ár. Ég held þeir kaupi Sancho og láti það duga.“ United mætir Leicester City á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. United sækir svo Liverpool heim á fimmtudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira