Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. maí 2021 07:00 Þrír feður sem starfa hjá Meniga, fv.: Óli Þór Arnarson og Karen Lilja dóttir hans (2 ára), Hlynur Hauksson og sonur hans Theodór Birkir (4 ára) og Aron Steinþórsson með syni sína, Dalmar Braga (3 ára) og Albert Árna (5 mánaða). Vísir/Vilhelm Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? Atvinnulífið á Vísi fékk nokkra unga foreldra til að svara þremur spurningum. Fyrst svöruðu þrjár mæður sem starfa hjá 66°Norður spurningum um foreldrahlutverkið og vinnuna. Í dag heyrum við hvað þrír ungir feður sem starfa hjá Meniga segja. Skemmtilegar umræður Feðurnir sem sátu fyrir svörum hjá Meniga, settust niður í hádeginu og tóku létt spjall þegar þeir fóru yfir spurningarnar og um leið hvaða skoðun þeir hefðu. Svörin þeirra eru samantekin og því ekki sundurliðuð pr. einstakling. Feðurnir þrír sem rætt var við eru: Óli Þór Arnarson. Starf: Hugbúnaðarsérfræðingur. Barn: Karen Lilja (2 ára). Hlynur Hauksson. Starf: Viðskiptastjóri. Barn: Theodór Birkir (4 ára). Aron Steinþórsson. Starf: Skrifstofustjóri. Börn: Dalmar Bragi (3 ára) og Albert Árni (5 mánaða). Hlynur Hauksson, viðskiptastjóri og sonur hans Theodór Birkir sem er fjögurra ára. Vísir/Vilhelm Spurning #1: Hvað teljið þið mestu áskoranirnar fyrir foreldra að vera í fullu starfi, samhliða því að ala upp börn? Óvitlaust að setja reglur um tölvupóst og síma „Síðasta árið hefur náttúrulega ekki verið eðlilegt og spurning hvort við hefðum svarað þessu öðruvísi fyrir Covid. Sveigjanleikinn hefur alltaf verið mikill hjá Meniga og mesta áskorunin er líklega að finna jafnvægi milli vinnu og heimilis og passa að vinnan taki ekki of mikið yfir. Tímastjórnun er lykilatriði og kannski enn meira þegar sveigjanleikinn er til staðar. Það er óvitlaust að setja einhverjar reglur varðandi tölvupóst, síma og Slack eins og að slökkva á „notification“ og hreinlega að kíkja ekki á símann milli klukkan 17 og 21 til dæmis. Líka af virðingu við maka og börn. Það þarf bara hver og einn að finna rétta taktinn en samt að stoppa sig svolítið af. Það er ekkert endilega pressa frá öðrum utan hefðbundins vinnutíma svo maður þarf bara sjálfur að setja sér mörk. Í svona sveigjanleika getur það orðið að slæmum ávana að vera með hugann við vinnuna eftir að vinnudegi lýkur og eins spilar inn í að vinna að heiman, þetta kallar á skipulag og sjálfsaga svo að vinnudagurinn teygist ekki mikið. Í dag eru líka ýmsar leiðir til að einfalda manni þetta púsl, eins og að nota app til að versla í matinn og panta matarpakka frá Eldum Rétt og sambærilegum fyrirtækjum. Þetta leysir ákveðið lúxusvandamál og einfaldar alveg lífið þegar þarf að sækja á leikskóla, versla inn, elda mat og allt þetta eftir vinnu.“ Aron Steinþórsson, skrifstofustjóri með syni sína, en þeir eru Dalmar Bragi sem er þriggja ára og Albert Árni sem er fimm mánaða.Vísir/Vilhelm Spurning #2: Teljið þið að uppeldi barna og heimili, fjarvera vegna veikinda barna og svo framvegis, halli enn meira á konur í samanburði við karlmenn eða er þetta breytt í dag? Jafnræði foreldra en óskýrari mörk á milli heimilis og vinnu „Ekki í okkar tilfellum en ætli það fari ekki líka eftir atvinnu fólks, hvort það sé í vaktavinnu, eigin rekstri og svoleiðis. Augljóslega eru ekki öll störf þess eðlis að hægt sé að sinna þeim að heiman. Við skiptum á milli, hálfan og hálfan dag. Ef það er meira að gera hjá öðru þá tekur hitt foreldrið veikindadag með barninu og svo öfugt, svo það fer bara eftir stöðunni hverju sinni og er alveg jafnt. Tilfinningin er að þetta sé eins hjá fólki í kringum okkur, líka utan Meniga. Þetta bjargast alltaf og það hefur reynst vel að fá aðstoð frá öfum og ömmum. Mörkin milli heimilis og vinnu eru óskýrari eftir Covid, allir hafa unnið mikið að heiman og eins verið með börnin heima að vinna vegna lokanna í leikskóla og kannski finnum við minna fyrir þessu en áður.“ Óli Þór Arnarson, hugbúnaðarsérfræðingur og dóttir hans Karen Lilja sem er tveggja ára.Vísir/Vilhelm Spurning #3: Að ykkar mati: Felast fleiri áskoranir í því í dag að vera foreldrar ungra barna en áður var, t.d. þegar þið voruð að alast upp? Nei við teljum að það séu ekki fleiri áskoranir en þær eru klárlega öðruvísi en áður, með aukinni tækni og samfélagsmiðlum. Ábyrgð foreldra varðandi net- og skjátíma er gífurlega mikil og við finnum alveg fyrir því. Hins vegar teljum við vinnumarkaðinn fjölskylduvænni en áður að mörgu leiti. Það er meiri skilningur almennt fyrir því að fólk sinni bæði vinnu og fjölskyldu enda hafa flestir verið í þessum sporum. Það er alltaf fundin leið til að láta hlutina ganga upp og þykir hið eðlilegasta mál. Meniga er með mjög fjölskylduvænan kúltúr. Hér eins og eflaust á mörgum vinnustöðum er alvanalegt að það séu krakkar á skrifstofunni með mömmu eða pabba og það eru litabækur, playstation og eitthvað dót á skrifstofunni ef fólk þarf eða vill hafa krakkana með sér. Það hefur meira segja myndast vinskapur milli barna starfsmanna hjá Meniga svo hjá sumum er jafnvel eftirsótt að mega fara með í vinnuna. Þegar maður er í þessari stöðu að vera með ung börn og á vinnumarkaði þá er þetta viðhorf og þessi kúltúr gífurlega mikilvægur.“ Fjölskyldumál Starfsframi Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Stjórnun Börn og uppeldi Góðu ráðin Tengdar fréttir Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Kapphlaupið við tímann í vinnunni Það kannast flestir við kvíðahnútinn sem getur myndast í maganum því við erum að drepast úr stressi í vinnunni. 1. desember 2020 07:01 Í fimm ár hefur fjölskyldan vaknað fyrr og krakkarnir lesa fyrir foreldrana Thelma Kristín Kvaran er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún segist vera mikil hundakona, viðurkennir að skipulagið hjá sér er skipulagt chaos og brennur fyrir jafnréttismálum. 7. nóvember 2020 10:00 Oft erfitt fyrir útivinnandi foreldra að rækta vinskap Að rækta sambandið við góða vini hjálpar okkur að standa okkur betur í vinnunni og við eigum auðveldara með standast álag og streitu. 20. júlí 2020 10:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Atvinnulífið á Vísi fékk nokkra unga foreldra til að svara þremur spurningum. Fyrst svöruðu þrjár mæður sem starfa hjá 66°Norður spurningum um foreldrahlutverkið og vinnuna. Í dag heyrum við hvað þrír ungir feður sem starfa hjá Meniga segja. Skemmtilegar umræður Feðurnir sem sátu fyrir svörum hjá Meniga, settust niður í hádeginu og tóku létt spjall þegar þeir fóru yfir spurningarnar og um leið hvaða skoðun þeir hefðu. Svörin þeirra eru samantekin og því ekki sundurliðuð pr. einstakling. Feðurnir þrír sem rætt var við eru: Óli Þór Arnarson. Starf: Hugbúnaðarsérfræðingur. Barn: Karen Lilja (2 ára). Hlynur Hauksson. Starf: Viðskiptastjóri. Barn: Theodór Birkir (4 ára). Aron Steinþórsson. Starf: Skrifstofustjóri. Börn: Dalmar Bragi (3 ára) og Albert Árni (5 mánaða). Hlynur Hauksson, viðskiptastjóri og sonur hans Theodór Birkir sem er fjögurra ára. Vísir/Vilhelm Spurning #1: Hvað teljið þið mestu áskoranirnar fyrir foreldra að vera í fullu starfi, samhliða því að ala upp börn? Óvitlaust að setja reglur um tölvupóst og síma „Síðasta árið hefur náttúrulega ekki verið eðlilegt og spurning hvort við hefðum svarað þessu öðruvísi fyrir Covid. Sveigjanleikinn hefur alltaf verið mikill hjá Meniga og mesta áskorunin er líklega að finna jafnvægi milli vinnu og heimilis og passa að vinnan taki ekki of mikið yfir. Tímastjórnun er lykilatriði og kannski enn meira þegar sveigjanleikinn er til staðar. Það er óvitlaust að setja einhverjar reglur varðandi tölvupóst, síma og Slack eins og að slökkva á „notification“ og hreinlega að kíkja ekki á símann milli klukkan 17 og 21 til dæmis. Líka af virðingu við maka og börn. Það þarf bara hver og einn að finna rétta taktinn en samt að stoppa sig svolítið af. Það er ekkert endilega pressa frá öðrum utan hefðbundins vinnutíma svo maður þarf bara sjálfur að setja sér mörk. Í svona sveigjanleika getur það orðið að slæmum ávana að vera með hugann við vinnuna eftir að vinnudegi lýkur og eins spilar inn í að vinna að heiman, þetta kallar á skipulag og sjálfsaga svo að vinnudagurinn teygist ekki mikið. Í dag eru líka ýmsar leiðir til að einfalda manni þetta púsl, eins og að nota app til að versla í matinn og panta matarpakka frá Eldum Rétt og sambærilegum fyrirtækjum. Þetta leysir ákveðið lúxusvandamál og einfaldar alveg lífið þegar þarf að sækja á leikskóla, versla inn, elda mat og allt þetta eftir vinnu.“ Aron Steinþórsson, skrifstofustjóri með syni sína, en þeir eru Dalmar Bragi sem er þriggja ára og Albert Árni sem er fimm mánaða.Vísir/Vilhelm Spurning #2: Teljið þið að uppeldi barna og heimili, fjarvera vegna veikinda barna og svo framvegis, halli enn meira á konur í samanburði við karlmenn eða er þetta breytt í dag? Jafnræði foreldra en óskýrari mörk á milli heimilis og vinnu „Ekki í okkar tilfellum en ætli það fari ekki líka eftir atvinnu fólks, hvort það sé í vaktavinnu, eigin rekstri og svoleiðis. Augljóslega eru ekki öll störf þess eðlis að hægt sé að sinna þeim að heiman. Við skiptum á milli, hálfan og hálfan dag. Ef það er meira að gera hjá öðru þá tekur hitt foreldrið veikindadag með barninu og svo öfugt, svo það fer bara eftir stöðunni hverju sinni og er alveg jafnt. Tilfinningin er að þetta sé eins hjá fólki í kringum okkur, líka utan Meniga. Þetta bjargast alltaf og það hefur reynst vel að fá aðstoð frá öfum og ömmum. Mörkin milli heimilis og vinnu eru óskýrari eftir Covid, allir hafa unnið mikið að heiman og eins verið með börnin heima að vinna vegna lokanna í leikskóla og kannski finnum við minna fyrir þessu en áður.“ Óli Þór Arnarson, hugbúnaðarsérfræðingur og dóttir hans Karen Lilja sem er tveggja ára.Vísir/Vilhelm Spurning #3: Að ykkar mati: Felast fleiri áskoranir í því í dag að vera foreldrar ungra barna en áður var, t.d. þegar þið voruð að alast upp? Nei við teljum að það séu ekki fleiri áskoranir en þær eru klárlega öðruvísi en áður, með aukinni tækni og samfélagsmiðlum. Ábyrgð foreldra varðandi net- og skjátíma er gífurlega mikil og við finnum alveg fyrir því. Hins vegar teljum við vinnumarkaðinn fjölskylduvænni en áður að mörgu leiti. Það er meiri skilningur almennt fyrir því að fólk sinni bæði vinnu og fjölskyldu enda hafa flestir verið í þessum sporum. Það er alltaf fundin leið til að láta hlutina ganga upp og þykir hið eðlilegasta mál. Meniga er með mjög fjölskylduvænan kúltúr. Hér eins og eflaust á mörgum vinnustöðum er alvanalegt að það séu krakkar á skrifstofunni með mömmu eða pabba og það eru litabækur, playstation og eitthvað dót á skrifstofunni ef fólk þarf eða vill hafa krakkana með sér. Það hefur meira segja myndast vinskapur milli barna starfsmanna hjá Meniga svo hjá sumum er jafnvel eftirsótt að mega fara með í vinnuna. Þegar maður er í þessari stöðu að vera með ung börn og á vinnumarkaði þá er þetta viðhorf og þessi kúltúr gífurlega mikilvægur.“
Fjölskyldumál Starfsframi Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Stjórnun Börn og uppeldi Góðu ráðin Tengdar fréttir Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Kapphlaupið við tímann í vinnunni Það kannast flestir við kvíðahnútinn sem getur myndast í maganum því við erum að drepast úr stressi í vinnunni. 1. desember 2020 07:01 Í fimm ár hefur fjölskyldan vaknað fyrr og krakkarnir lesa fyrir foreldrana Thelma Kristín Kvaran er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún segist vera mikil hundakona, viðurkennir að skipulagið hjá sér er skipulagt chaos og brennur fyrir jafnréttismálum. 7. nóvember 2020 10:00 Oft erfitt fyrir útivinnandi foreldra að rækta vinskap Að rækta sambandið við góða vini hjálpar okkur að standa okkur betur í vinnunni og við eigum auðveldara með standast álag og streitu. 20. júlí 2020 10:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01
Kapphlaupið við tímann í vinnunni Það kannast flestir við kvíðahnútinn sem getur myndast í maganum því við erum að drepast úr stressi í vinnunni. 1. desember 2020 07:01
Í fimm ár hefur fjölskyldan vaknað fyrr og krakkarnir lesa fyrir foreldrana Thelma Kristín Kvaran er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún segist vera mikil hundakona, viðurkennir að skipulagið hjá sér er skipulagt chaos og brennur fyrir jafnréttismálum. 7. nóvember 2020 10:00
Oft erfitt fyrir útivinnandi foreldra að rækta vinskap Að rækta sambandið við góða vini hjálpar okkur að standa okkur betur í vinnunni og við eigum auðveldara með standast álag og streitu. 20. júlí 2020 10:00