Fjölskyldumál

Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“
Það er allt fullt af blóði. Eins og blóðið fossi úr hesti frekar en manneskju. Anna hleypur frá svefnherberginu og inn á klósett. Grátandi af hræðslu og í geðshræringu ; Er dóttirin dáin eða get ég reynt að þrýsta á og framkalla fæðingu strax; Næ ég að bjarga henni? hugsar hún.

Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“
Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir vill opna umræðuna um rangfeðranir og afmá skömmina sem fylgir þeim. Hún segir rangfeðraða oft upplifa að þeir tilheyri ekki fjölskyldu sinni. Fólk uppgötvi af hverju það er eins og það er þegar það finnur blóðforeldri sín.

Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu
Eiginkona Jakobs Ingebrigtsen, Elisabeth, lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu fyrir rétti í gær. Hún sagði að fjölskyldufaðirinn, Gjert, hafi reiðst þegar þau Jakob vildu flytja inn saman.

Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“
Eiginkona norska hlauparans Henriks Ingebrigtsen, Liva, lýsti atvikinu þegar Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína, Ingrid, með handklæði sem hryllilegu.

Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður
Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn yngri systur sinni á árunum 2003 til 2007. Hann gekkst við því að hafa brotið gegn systur sinni en ekki eftir að hann varð fimmtán ára og þar með sakhæfur. Dómurinn taldi ekki sannað að hann hefði brotið gegn systurinni á þeim árum sem ákært var fyrir og sýknaði hann af þeim sökum.

Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna
Gjert Ingebrigtsen, pabbi og fyrrverandi þjálfari norsku hlaupabræðranna sem kærðu hann fyrir ofbeldi, var með skýrar reglur varðandi eiginkonur þeirra og æfingar.

Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum
Hæstiréttur hefur staðfest að ákvæði erfðalaga kemur í veg fyrir að arftaki verði krafinn um að skila fyrirframgreiddum arfi, sem hann fær greiddan umfram arfhluta sinn. Þannig þarf systkinahópur sem þáði einum milljarði króna meiri arf en einn bróðirinn ekki að skila arfinum. Um er að ræða deilu erfingja eins stofnenda Stálskipa.

Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans
Hvað á fólk að gera ef maki þeirra fer í taugarnar á þeim? Klínískur félagsráðgjafi segir hinn fullkomna maka ekki vera til og fólki þurfi að velja glímur sínar vandlega. Mikilvægt sé að einblína á það jákvæða og umbera það neikvæða. Sá sem er ekki þakklátur fyrir maka sinn er ólíklega hamingjusamur í sambandinu.

Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku
Á leynilegri upptöku sakaði norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen syni sína um að eyðileggja mannorð sitt.

Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi
Rétthöld yfir norska hlaupaþjálfaranum Gjert Ingebrigtsen héldu áfram í dag en börn hans stigu fram árið 2022 og bera hann þungum sökum, að hann hafi um árabil beitt þau bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi.

Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda
Þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum með að anda eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín lét Gjert Ingebrigtsen dóttur sína, Ingrid, halda áfram að hlaupa.

Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið
Norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína í andlitið þegar hún var barn. Þetta var meðal þess sem kom fram á þriðja degi réttarhaldanna yfir Gjert.

Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann
Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts.

Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof
Formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra mælti á Alþingi í dag fyrir breytingum á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um breytingar á kerfinu til að styrkja afkomuöryggi fjölskyldna.

Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins
Afríska máltækið „Það þarf þorp til að ala upp barn“ hefur á síðustu áratugum rutt sér til rúms í vestrænni umræðu um uppeldi og samfélagsábyrgð. Máltækið varpar ljósi á það hvernig samfélagið ber ábyrgð á velferð barna – ekki bara foreldrarnir sjálfir.

Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni
Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið.

Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu
Sálfræðingurinn Hulda Jónsdóttir Tölgyes safnar nú fyrir útgáfu spilsins Vinaskógar sem ætlað er börnum á yngsta stigi grunnskóla. Hulda segist með spilinu vilja hjálpa foreldrum að njóta stundar með börnunum sínum í ró og næði og hvetja börn og fjölskyldur til að rækta tengslin.

Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi
Börn sem upplifa að fjárhagsstaða fjölskyldu þeirra sé slæm finna fyrir meiri vanlíðan, minna öryggi og eiga í verri félagstengslum en jafnaldrar þeirra. Þetta kom fram í niðurstöðum úr íslensku æskulýðsrannsókninni sem kynntar voru á málþingi í tilefni af Alþjóðlegum hamingjudegi sem haldinn var hátíðlegur í gær.

Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því
Sjötugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að draga sér fjörutíu milljónir króna úr dánarbúi móður sinnar. Hann lagði meðal annars fimm milljónir króna inn á dóttur sína af reikningi búsins.

Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála
Lögmaður segir Íslendinga gera kaupmála í auknum mæli og segist finna fyrir markverðri aukningu í kaupmálagerð á síðustu tíu árum og þá sérstaklega fyrir seinna hjónaband.

Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu
Tónlistarkonan Grimes hefur lýst yfir óánægju með að Elon Musk hafi farið með fjögurra ára son þeirra í Hvíta húsið í gær þegar Donald Trump skrifaði undir forsetatilskipun sem jók völd DOGE, sparnaðastofnunar Musk.

Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm
Selma Hafsteinsdóttir er 35 ára móðir. Hún kynntist manninum sínum í Kvennaskólanum og þegar leið á sambandið fóru þau að reyna eignast saman barn.

Alla grunaði bróðurinn um að standa að baki skálduðum ásökunum
Karlmaður hefur verið dæmdur til níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir rangar sakargiftir. Hann tilkynnti lögreglu að bróðir hans hefði framið svívirðileg kynferðisbrot gegn eigin dætrum. Vitni sem lögregla ræddi við í tengslum við hin meintu brot bentu strax á manninn sem líklegasta tilkynnandann. Maðurinn sagði hins vegar að dularfullur maður hefði fengið síma hans lánaðan og hringt á lögreglu.

Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög
Framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar segir félaginu þröngur stakkur sniðinn fjárhagslega. Félagið hafi þurft að hækka gjöld á þjónustu sem eigi að vera gjaldfrjáls. Síðustu ár hefur félagið annast eina ættleiðingu á ári.

Rangfeðranir
Fyrir nokkrum árum komst Íslensk erfðagreining að þeirri niðurstöðu að 1,9% Íslendinga væru rangfeðraðir. Nánar tiltekið er hlutfallið 3% meðal þeirra sem fæddir eru fyrir 1970 en fellur niður í 1% eftir það tímamark. Það er því töluverður fjöldi landsmanna sem hefur verið eða er rangfeðraður. Mörg komast ekki að því fyrr en á fullorðinsárum að þau séu rangfeðruð, jafnvel eftir miðjan aldur þegar foreldrar eru fallnir frá. Fæstir vita þó hvernig þeir eiga að bera sig að til að fá faðerni sitt lagfært.

Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna
Sérfræðingar segja nýtt frumvarp um bann gegn hjónböndum systkinabarna bæði óframfylgjanlegt og til þess fallið að skapa sundrung í samfélaginu.

Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu
Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi ráðleggur fólki að reyna að njóta núlíðandi stundar. Það sé eðlilegt að fyllast aðskilnaðarkvíða þegar ástvinir séu kvaddir eftir gott jólafrí. Sumir finni fyrir kvíðanum allan tímann á meðan ástvinurinn er á landinu.

Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman
Það fara fæstir í gegnum lífið án þess að takast á við nokkrar áskoranir og oftar en ekki eru það sérfræðingar og fagfólk sem leggja hönd á plóginn; leiðbeina okkur eða styrkja.

Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“
„Einangrunin er að setjast inn. Öll rútína daglegs lífs er farin út um gluggann. Það er ekkert að gera nema hugsa og hafa áhyggjur af öllu saman,“ segir í dagbók Karitas Nínu Viðarsdóttur.

Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki”
„Flestir nemendur voru þó jákvæðir en allan morguninn voru skjálftarnir í bakgrunninum og skólinn hristist endalaust. Á tímabili voru skjálftarnir svo margir að mér leið eins og ég væri á skipi sem ruggaði fram og til baka, mér varð óglatt.“