Bretar felldu saklaust fólk í Belfast Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2021 17:04 Ættingjar fólk sem breskir hermenn drápu í Ballymurphy-fjöldamorðinu árið 1971 héldu á myndum af þeim áður en niðurstaða dánardómstjóra var kynnt í Belfast í dag. AP/Peter Morrison Breskir hermenn drápu fólk sem var blásaklaust í aðgerðum sínum í Belfast fyrir fimmtíu árum. Dánardómstjóri á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu að hermenn hefðu valdi dauða að minnsta kosti níu af tíu manns sem féllu. Breska ríkisstjórnin ætlar að veita fyrrverandi hermönnum á Norður-Írlandi aukna friðhelgi fyrir saksókn. Dánardómstjóri hefur rannsakað dauða tíu manna sem voru drepnir í aðgerðum breska hersins til að kveða niður óeirðir sem geisuðu í þrjá daga í ágúst árið 1971. Kaþólikkar í Ballymurphy-hverfinu í Belfast þustu út á götur til að mótmæla því að grunuðum uppreisnarmönnum væri haldið föngnum án réttarhalda. Drápin urðu kveikjan að enn frekari ofbeldisverkum í því sem hefur verið kallað „vandræðin“ á Norður-Írlandi. Niðurstaða dánardómstjórans var að bresku hermennirnir hafi ýmist skotið eða beitt fólkið óhóflegu valdi og þannig valdið dauða níu þeirra. Ekki voru nægar sannanir til að úrskurða hvort að hermennirnir hefðu valdið dauða tíunda mannsins sem var skotinn að handahófi þar sem hann var á leið sinni til vinnu. Prestur skotinn í bakið þegar hann hugaði að særðum manni Siobhan Keegan, dánardómstjórinn, sagði að ekkert fórnarlambanna hefði tekið þátt í aðgerðum vopnaðra sveita þegar þau voru skotin til bana. Á meðal fórnarlambanna var átta barna móðir, kaþólskur prestur og uppgjafarhermaður úr síðari heimsstyrjöldinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Hugh Mullan, 38 ára gamall prestur, var að huga að særðum manni og veifaði hvítu fyrirbæri þegar hann var skotinn tvisvar í bakið. Fjölskyldur þeirra látnu þrýstu á um rannsóknina sem bresk yfirvöld féllust loks á árið 2011. Fögnuðu þær með lófataki þegar Keegan lýsti niðurstöðu sinni í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dómarinn sagði þó mörgum spurningum ósvarað um hvaða hermenn hefðu skotið mörg fórnarlambanna. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur fyrir drápin og rannsókn dánardómstjórans miðaði aðeins að því að komast að því sanna, ekki að sækja einstaklinga til saka. Bresk stjórnvöld tilkynntu fyrr í dag að þau ætli sér að leggja fram frumvarp að lögum til að verja uppgjafarhermenn sem gegndu herþjónustu á Norður-Írlandi á meðan á „vandræðunum“ stóð aukna lagavernd. Írsk stjórnvöld og margir Norðurírar eru afar ósáttir við þau áform. Um 3.600 manns létu lífið í hörðum átökum írskra þjóðernissinna, sambandssinna hliðhollum Bretlandi og breska hersins. Stillt var til friðar að mestu leyti með friðarsamningnum sem hefur verið kenndur við föstudaginn langa árið 1998. Undanfarna mánuði hefur spenna á milli fylkinga aukist á ný vegna ólgu á meðal sambandssinna sem eru ósáttir við stöðu Norður-Írlands eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Bretland Norður-Írland Írland Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Dánardómstjóri hefur rannsakað dauða tíu manna sem voru drepnir í aðgerðum breska hersins til að kveða niður óeirðir sem geisuðu í þrjá daga í ágúst árið 1971. Kaþólikkar í Ballymurphy-hverfinu í Belfast þustu út á götur til að mótmæla því að grunuðum uppreisnarmönnum væri haldið föngnum án réttarhalda. Drápin urðu kveikjan að enn frekari ofbeldisverkum í því sem hefur verið kallað „vandræðin“ á Norður-Írlandi. Niðurstaða dánardómstjórans var að bresku hermennirnir hafi ýmist skotið eða beitt fólkið óhóflegu valdi og þannig valdið dauða níu þeirra. Ekki voru nægar sannanir til að úrskurða hvort að hermennirnir hefðu valdið dauða tíunda mannsins sem var skotinn að handahófi þar sem hann var á leið sinni til vinnu. Prestur skotinn í bakið þegar hann hugaði að særðum manni Siobhan Keegan, dánardómstjórinn, sagði að ekkert fórnarlambanna hefði tekið þátt í aðgerðum vopnaðra sveita þegar þau voru skotin til bana. Á meðal fórnarlambanna var átta barna móðir, kaþólskur prestur og uppgjafarhermaður úr síðari heimsstyrjöldinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Hugh Mullan, 38 ára gamall prestur, var að huga að særðum manni og veifaði hvítu fyrirbæri þegar hann var skotinn tvisvar í bakið. Fjölskyldur þeirra látnu þrýstu á um rannsóknina sem bresk yfirvöld féllust loks á árið 2011. Fögnuðu þær með lófataki þegar Keegan lýsti niðurstöðu sinni í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dómarinn sagði þó mörgum spurningum ósvarað um hvaða hermenn hefðu skotið mörg fórnarlambanna. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur fyrir drápin og rannsókn dánardómstjórans miðaði aðeins að því að komast að því sanna, ekki að sækja einstaklinga til saka. Bresk stjórnvöld tilkynntu fyrr í dag að þau ætli sér að leggja fram frumvarp að lögum til að verja uppgjafarhermenn sem gegndu herþjónustu á Norður-Írlandi á meðan á „vandræðunum“ stóð aukna lagavernd. Írsk stjórnvöld og margir Norðurírar eru afar ósáttir við þau áform. Um 3.600 manns létu lífið í hörðum átökum írskra þjóðernissinna, sambandssinna hliðhollum Bretlandi og breska hersins. Stillt var til friðar að mestu leyti með friðarsamningnum sem hefur verið kenndur við föstudaginn langa árið 1998. Undanfarna mánuði hefur spenna á milli fylkinga aukist á ný vegna ólgu á meðal sambandssinna sem eru ósáttir við stöðu Norður-Írlands eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.
Bretland Norður-Írland Írland Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira