Átta sig á andlegu, fjárhagslegu og kynferðislegu ofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2021 22:00 Mjöll Jónsdóttir hefur verið sálfræðingur hjá Heimilisfriði í tvö ár. Vísir/Egill Heimilisfriður, úrræði fyrir gerendur ofbeldis, sinnir nú næstum þrefalt fleiri viðtölum í hverjum mánuði en árið 2019. Allt að níutíu prósent gerenda eru sjálfir þolendur ofbeldis, að sögn sálfræðings Heimilisfriðar. Árið 2019 komu skjólstæðingar Heimilisfriðar í um fjörutíu viðtöl á mánuði, samkvæmt tölum frá úrræðinu. Aðsókn jókst í kórónuveirufaraldrinum en fyrri hluta árs 2020 var fjöldi viðtala kominn upp í sextíu í mánuði. Nú, í maí 2021, eru viðtölin orðin hundrað í mánuði - og fjöldi viðtala því nær þrefaldast á tæpum tveimur árum. Um tvö til fjögur mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar í hverri viku og ný mál á ári orðin um hundrað og fimmtíu. Sálfræðingur hjá Heimilisfriði segir að MeToo-bylgjan sem hófst í síðustu viku hafi einkum hjálpað við meðferð þeirra skjólstæðinga sem þegar sækja hjálp til úrræðisins. Síðustu mánuði hafi málin mikið til snúið að líkamlegu ofbeldi. „En fólk er líka að átta sig á andlegu ofbeldi, fjárhagslegu og kynferðislegu. Við erum að sjá allt. Þetta er aukin vakning í öllum tegundum sýnist okkur,“ segir Mjöll Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Heimilisfriði. Gerendur sem leita til Heimilisfriðar eru langflestir karlar - og allt að níutíu prósent gerenda eru sjálfir þolendur ofbeldis. „Það eru öll kyn, allur aldur, í öllum stéttum samfélagsins. Og það er eiginlega ekkert sem einkennir [gerendur ]annað heldur en að þeir hafa beitt ofbeldi og flestir upplifað hörmungar í eigin lífi líka,“ segir Mjöll. Búist þið við því þegar lengra líður frá þessari MeToo-bylgu, að fólk leiti sér hjálpar í auknum mæli? „Ég vona það. Ég ætla svo sannarlega að vona að umræðan skili því að fólk leiti sér hjálpar.“ MeToo Kynferðisofbeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Metoo umræða á þingi: Réttarkerfið brugðist og sönnunarbyrðin erfið Þingmenn fordæmdu nauðgunarmenningu og sögðu réttarkerfið hafa brugðist þolendum kynferðisbofbeldis í umræðum um störf þingsins í dag. 11. maí 2021 14:19 Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15 „Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Árið 2019 komu skjólstæðingar Heimilisfriðar í um fjörutíu viðtöl á mánuði, samkvæmt tölum frá úrræðinu. Aðsókn jókst í kórónuveirufaraldrinum en fyrri hluta árs 2020 var fjöldi viðtala kominn upp í sextíu í mánuði. Nú, í maí 2021, eru viðtölin orðin hundrað í mánuði - og fjöldi viðtala því nær þrefaldast á tæpum tveimur árum. Um tvö til fjögur mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar í hverri viku og ný mál á ári orðin um hundrað og fimmtíu. Sálfræðingur hjá Heimilisfriði segir að MeToo-bylgjan sem hófst í síðustu viku hafi einkum hjálpað við meðferð þeirra skjólstæðinga sem þegar sækja hjálp til úrræðisins. Síðustu mánuði hafi málin mikið til snúið að líkamlegu ofbeldi. „En fólk er líka að átta sig á andlegu ofbeldi, fjárhagslegu og kynferðislegu. Við erum að sjá allt. Þetta er aukin vakning í öllum tegundum sýnist okkur,“ segir Mjöll Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Heimilisfriði. Gerendur sem leita til Heimilisfriðar eru langflestir karlar - og allt að níutíu prósent gerenda eru sjálfir þolendur ofbeldis. „Það eru öll kyn, allur aldur, í öllum stéttum samfélagsins. Og það er eiginlega ekkert sem einkennir [gerendur ]annað heldur en að þeir hafa beitt ofbeldi og flestir upplifað hörmungar í eigin lífi líka,“ segir Mjöll. Búist þið við því þegar lengra líður frá þessari MeToo-bylgu, að fólk leiti sér hjálpar í auknum mæli? „Ég vona það. Ég ætla svo sannarlega að vona að umræðan skili því að fólk leiti sér hjálpar.“
MeToo Kynferðisofbeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Metoo umræða á þingi: Réttarkerfið brugðist og sönnunarbyrðin erfið Þingmenn fordæmdu nauðgunarmenningu og sögðu réttarkerfið hafa brugðist þolendum kynferðisbofbeldis í umræðum um störf þingsins í dag. 11. maí 2021 14:19 Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15 „Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Metoo umræða á þingi: Réttarkerfið brugðist og sönnunarbyrðin erfið Þingmenn fordæmdu nauðgunarmenningu og sögðu réttarkerfið hafa brugðist þolendum kynferðisbofbeldis í umræðum um störf þingsins í dag. 11. maí 2021 14:19
Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15
„Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32