Arnar Grétars sagður svikinn um víti síðast þegar leikið var á Dalvík í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2021 11:30 KA og Leiknir R. mætast á Dalvík í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. Þjálfari KA kom mikið við sögu í síðasta leiknum í efstu deild karla sem fór fram á Dalvík. Fara þarf aftur til ársins 1997 til að finna síðasta leikinn í efstu deild karla sem var spilaður. Leiftur tók þá á móti Fram í 4. umferð Sjóvá-Almennra deildinni 29. maí. Frammarar unnu leikinn, 0-1. Meðal leikmanna Leifturs var Arnar Grétarsson, núverandi þjálfari KA. Hann kom til Leifturs frá Breiðabliki fyrir tímabilið 1997 og lék sex deildarleiki með Ólafsfjarðarliðinu áður en hann fór í atvinnumennsku. Í umfjöllun DV um leikinn á Dalvík 29. maí 1997 segir að veðrið og dómarinn hafi verið í aðalhlutverki. „Mjög sterkur vindur kom í veg fyrir spil, sendingar voru ónákvæmar og fótbolti liðanna ekki áferðafallegur,“ segir í umfjöllun DV. Jafnframt segir að Dalvíkurvöllur hafi verið ójafn. Það verður allavega ekki vandamál í leiknum í dag, á nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Helgi Sigurðsson skoraði eina mark leiksins á Dalvík fyrir 24 árum á 64. mínútu. Leiftur sótti meira undir lokin og freistaði þess að jafna leikinn. Í umfjöllun DV segir að Júlíus Þór Tryggvason hafi skorað mark sem var ekki dæmt gilt. Aðstoðardómarinn hafi veifað til marks um að boltinn hafi farið inn fyrir en ekkert hafi verið dæmt. Umfjöllun DV um leikinn á Dalvík í lok maí 1997.Úrklippa úr DV 30. maí 1997 Síðan féll Arnar í vítateignum en ekkert var dæmt. Arnar fékk hins vegar gult spjald. Ekki kemur fram hvort það var fyrir leikaraskap eða mótmæli. „Þetta er er óþolandi,“ var það eina sem Kristinn Björnsson, þjálfari Leifturs, sagði eftir leikinn. Blaðamaður DV sagði ungan dómara leiksins ekki hafa valdið starfi sínu og það hljóti að valda forystu KSÍ áhyggjum. Þessi ungi maður sem þótti ekki starfi sínu vaxinn var Kristinn Jakobsson. Óhætt er að segja að það hafi ræst ágætlega úr honum í framhaldinu. Meðal annarra þekktra leikmanna sem spiluðu leikinn fyrir 24 árum ná nefna Auðun Helgason, Andra Marteinsson, Izudin Daða Dervic, Ásmund Arnarsson, Kristófer Sigurgeirsson, Rastislav Lazorik og Þorvald Makan Sigurbjörnsson. Ásgeir Elíasson var þjálfari Fram sem endaði í 4. sæti deildarinnar sem nýliðar. Leiftur endaði í 3. sætinu annað árið í röð. Leikur KA og Leiknis hefst klukkan 17:30 í dag. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum í beinni útsendingu í gegnum vefsjónvarp á stod2.is. Pepsi Max-deild karla KA Dalvíkurbyggð Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Fara þarf aftur til ársins 1997 til að finna síðasta leikinn í efstu deild karla sem var spilaður. Leiftur tók þá á móti Fram í 4. umferð Sjóvá-Almennra deildinni 29. maí. Frammarar unnu leikinn, 0-1. Meðal leikmanna Leifturs var Arnar Grétarsson, núverandi þjálfari KA. Hann kom til Leifturs frá Breiðabliki fyrir tímabilið 1997 og lék sex deildarleiki með Ólafsfjarðarliðinu áður en hann fór í atvinnumennsku. Í umfjöllun DV um leikinn á Dalvík 29. maí 1997 segir að veðrið og dómarinn hafi verið í aðalhlutverki. „Mjög sterkur vindur kom í veg fyrir spil, sendingar voru ónákvæmar og fótbolti liðanna ekki áferðafallegur,“ segir í umfjöllun DV. Jafnframt segir að Dalvíkurvöllur hafi verið ójafn. Það verður allavega ekki vandamál í leiknum í dag, á nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Helgi Sigurðsson skoraði eina mark leiksins á Dalvík fyrir 24 árum á 64. mínútu. Leiftur sótti meira undir lokin og freistaði þess að jafna leikinn. Í umfjöllun DV segir að Júlíus Þór Tryggvason hafi skorað mark sem var ekki dæmt gilt. Aðstoðardómarinn hafi veifað til marks um að boltinn hafi farið inn fyrir en ekkert hafi verið dæmt. Umfjöllun DV um leikinn á Dalvík í lok maí 1997.Úrklippa úr DV 30. maí 1997 Síðan féll Arnar í vítateignum en ekkert var dæmt. Arnar fékk hins vegar gult spjald. Ekki kemur fram hvort það var fyrir leikaraskap eða mótmæli. „Þetta er er óþolandi,“ var það eina sem Kristinn Björnsson, þjálfari Leifturs, sagði eftir leikinn. Blaðamaður DV sagði ungan dómara leiksins ekki hafa valdið starfi sínu og það hljóti að valda forystu KSÍ áhyggjum. Þessi ungi maður sem þótti ekki starfi sínu vaxinn var Kristinn Jakobsson. Óhætt er að segja að það hafi ræst ágætlega úr honum í framhaldinu. Meðal annarra þekktra leikmanna sem spiluðu leikinn fyrir 24 árum ná nefna Auðun Helgason, Andra Marteinsson, Izudin Daða Dervic, Ásmund Arnarsson, Kristófer Sigurgeirsson, Rastislav Lazorik og Þorvald Makan Sigurbjörnsson. Ásgeir Elíasson var þjálfari Fram sem endaði í 4. sæti deildarinnar sem nýliðar. Leiftur endaði í 3. sætinu annað árið í röð. Leikur KA og Leiknis hefst klukkan 17:30 í dag. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum í beinni útsendingu í gegnum vefsjónvarp á stod2.is.
Pepsi Max-deild karla KA Dalvíkurbyggð Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira