Í tilkynningu frá Samfylkingunni segir að markmiðið með tillögunum sé að hraða tekjuvexti, draga úr langvarandi kostnaði vegna atvinnuleysis og tryggja að ekki verði bakslag þegar sumrinu lýkur.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Oddný Harðardóttir þingmaður og Kristrún Frostadóttir, sem skipar efsta sæti lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, munu kynna tillögurnar.
Hægt er að fylgjast með fundinum í spilara að neðan.