Arsenal setti Meistara­deildar­bar­áttuna upp í loft

Leikmenn Arsenal glaðir í kvöld.
Leikmenn Arsenal glaðir í kvöld. Shaun Botterill/Getty Images

Arsenal hefur unnið leikina tvo í ensku úrvalsdeildinni eftir vonbrigðin í Evrópudeildinni í síðustu viku. Í kvöld unnu þeir 1-0 sigur á öðru Lundúnarliði, Chelsea.

Chelsea er á leið í tvo úrslitaleiki; bæði í enska bikarnum um helgina og svo í Meistaradeildinni síðar í mánuðinum en Thomas Tuchel hreyfði aðeins við liðinu í kvöld.

Emile Smith-Rowe skoraði fyrsta markið á sextándu mínútu. Jorginho ætlaði að gefa boltann til baka á Kepa sem var þó á allt öðrum stað. Kepa náði að bjarga boltanum frá því að fara inn, en ekki betur en svo að Pierre-Emerick Aubayemang var fyrstur á vettvang, kom honum á Smith-Rowe sem skoraði.

Staðan var 1-0 fyrir Arsenal í hálfleik en Christian Pulisic kom boltanum í netið í síðari hálfleik. Markið var þó dæmt af eftir skoðun VARsjánnar. Lokatölur 1-0 sigur Arsenal.

Chelsea er í fjórða sætinu með 64 stig eftir 36 leiki, sex stigum á undan West Ham (35 leikir) og sjö stigum á undan Liverpool (34 leikir). Svo spennan mikil í Meistaradeildarbaráttunni.

Arsenal er í áttunda sætinu með 55 stig, þremur stigum frá West Ham í fimmta sætinu, en West Ham hefur leikið einum leik meira.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira