Enski boltinn

Klopp um dag­skrána hjá United: „Þetta er ó­mögu­legt“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp skilur ákvörðun Solskjærs þrátt fyrir að myndin segi annað.
Klopp skilur ákvörðun Solskjærs þrátt fyrir að myndin segi annað. EPA-EFE/Clive Brunskill

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skilur vel ákvörðun kollega síns hjá Manchester United, Ole Gunnar Solskjær, varðandi liðsval hans í leiknum gegn Leicester í fyrrakvöld.

Man. United stilltu upp hálfgerðu varaliði er liðið tapaði 2-1 fyrir Leicester á heimavelli en United spilaði við Aston Villa á sunnudag og mætir Liverpool í kvöld.

Einhverjir hafa gagnrýnt Solskjær fyrir liðsvalið en hann fær óvæntan stuðning frá Klopp.

„Þetta er ekki Ole Gunnar Solskjær eða leikmönnunum að kenna. Svo ég spyr sjálfan mig hvort að við hefðum gert það sama og já, þú ert tilneyddur til þess,“ sagði Klopp.

„Við erum undir lok tímabilsins. United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar sem þýðir ansi margir leikir og nú spila þeir sunnudag, þriðjudag og fimmtudag.“

„Það er ómögulegt,“ sagði Klopp í samtali við Goal.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 en Liverpool þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda í baráttunni um Meistaradeildarsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×