Sjö mörk þegar City setti nýtt met Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2021 21:07 EPA-EFE/PETER POWELL Manchester City sótti Newcastle heim í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var nóg um að vera og sjö mörk fengu að líta dagsins ljós þegar City vann 4-3 útisigur í bráðfjörugum leik. Sigur City var tólfti útisigur liðsins í röð, en það er nýtt met í efstu deild á Englandi. Það voru heimamenn sem voru fyrri til að brjóta ísinn, en á 25. mínútu var Emil Krafth búinn að koma Newcastle yfir þegar hornspyrna Jonjo Shelvey fann kollinn á honum. Á 39. mínútu jafnaði Joao Cancelo metin fyrir gestina áður en Ferran Torres kom City mönnum yfir með glæsilegu marki þrem mínútum seinna. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fengu heimamenn svo vítaspyrnu þegar Nathan Ake braut á Joelinton innan vítateigs. Joelinton fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Staðan því 2-2 þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var ekki minni skemmtun en sá fyrri. Á fjögurra mínútna kafla voru skoruð þrjú mörk. Á 62. mínútu fengu heimamenn sína aðra vítaspyrnu. Joe Willock fór á punktinn en Scott Carson, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Manchester City, varði frá honum. Willock var þó fyrstur að átta sig og fylgdi eftir og kom Newcastle í 3-2. Ferran Torres jafnaði metin á 63. mínútu áður en hann tryggði sigur gestanna á 66. mínútu og fullkomnaði jafnframt þrennu sína. Enski boltinn
Manchester City sótti Newcastle heim í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var nóg um að vera og sjö mörk fengu að líta dagsins ljós þegar City vann 4-3 útisigur í bráðfjörugum leik. Sigur City var tólfti útisigur liðsins í röð, en það er nýtt met í efstu deild á Englandi. Það voru heimamenn sem voru fyrri til að brjóta ísinn, en á 25. mínútu var Emil Krafth búinn að koma Newcastle yfir þegar hornspyrna Jonjo Shelvey fann kollinn á honum. Á 39. mínútu jafnaði Joao Cancelo metin fyrir gestina áður en Ferran Torres kom City mönnum yfir með glæsilegu marki þrem mínútum seinna. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fengu heimamenn svo vítaspyrnu þegar Nathan Ake braut á Joelinton innan vítateigs. Joelinton fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Staðan því 2-2 þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var ekki minni skemmtun en sá fyrri. Á fjögurra mínútna kafla voru skoruð þrjú mörk. Á 62. mínútu fengu heimamenn sína aðra vítaspyrnu. Joe Willock fór á punktinn en Scott Carson, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Manchester City, varði frá honum. Willock var þó fyrstur að átta sig og fylgdi eftir og kom Newcastle í 3-2. Ferran Torres jafnaði metin á 63. mínútu áður en hann tryggði sigur gestanna á 66. mínútu og fullkomnaði jafnframt þrennu sína.