NBA dagsins: Rekinn af velli eftir þrjár mínútur í fyrsta leik sínum á tímabilinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2021 15:01 Udonis Haslem, fyrirliði Miami Heat, var rekinn af velli eftir þrjár mínútur í fyrsta, og kannski síðasta, leik sínum á tímabilinu. getty/Michael Reaves Miami Heat ber nafn með rentu þessa dagana og virðist vera að hitna á hárréttum tíma fyrir úrslitakeppnina. Miami sigraði topplið Austurdeildar NBA, Philadelphia 76ers, 106-94, í nótt. Miami komst óvænt í úrslit á síðasta tímabili en brösuglega gekk hjá liðinu lengi framan af þessu tímabili. Miami hefur hins vegar spilað vel að undanförnu, unnið fjóra leiki í röð og átta af síðustu níu leikjum sínum. Liðið er í 5. sæti Austurdeildarinnar og getur enn náð 4. sætinu sem gefur heimavallarrétt í 1. umferð úrslitakeppninnar. Jimmy Butler skoraði 21 stig fyrir Miami og þeir Tyler Herro og Bam Adebayo sitt hvor átján stigin. Sá síðastnefndi tók einnig tólf fráköst og gaf átta stoðsendingar. Fyrirliði Miami, hinn fertugi Udonis Haslem, lék sinn fyrsta leik á tímabilinu í nótt. Gamanið var þó stutt því hann var rekinn af velli eftir að hafa fengið tvær tæknivillur á þeim þremur mínútum sem hann spilaði. Tobias Harris skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Ben Simmons og Joel Embiid náðu sér hins vegar engan veginn á strik og skoruðu aðeins samtals fjórtán stig. Philadelphia hefði tryggt sér toppsætið í Austurdeildinni með sigri. Það eru þó litlar líkur á að liðið láti það af hendi. Philadelphia mætir Orlando Magic, einu slakasta liði deildarinnar, í síðustu tveimur leikjum sínum og með sigri í öðrum þeirra verður Philadelphia á toppi Austurdeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2001. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Miami og Philadelphia, Charlotte Hornets og Los Angeles Clippers og Phoenix Suns og Portland Trail Blazers auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA 14. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Booker með ís í æðum á ögurstundu á vítalínunni Devin Booker sýndi stáltaugar á vítalínunni þegar hann tryggði Phoenix Suns sigur á Portland Trail Blazers, 118-117, í NBA-deildinni í nótt. 14. maí 2021 08:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Miami komst óvænt í úrslit á síðasta tímabili en brösuglega gekk hjá liðinu lengi framan af þessu tímabili. Miami hefur hins vegar spilað vel að undanförnu, unnið fjóra leiki í röð og átta af síðustu níu leikjum sínum. Liðið er í 5. sæti Austurdeildarinnar og getur enn náð 4. sætinu sem gefur heimavallarrétt í 1. umferð úrslitakeppninnar. Jimmy Butler skoraði 21 stig fyrir Miami og þeir Tyler Herro og Bam Adebayo sitt hvor átján stigin. Sá síðastnefndi tók einnig tólf fráköst og gaf átta stoðsendingar. Fyrirliði Miami, hinn fertugi Udonis Haslem, lék sinn fyrsta leik á tímabilinu í nótt. Gamanið var þó stutt því hann var rekinn af velli eftir að hafa fengið tvær tæknivillur á þeim þremur mínútum sem hann spilaði. Tobias Harris skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Ben Simmons og Joel Embiid náðu sér hins vegar engan veginn á strik og skoruðu aðeins samtals fjórtán stig. Philadelphia hefði tryggt sér toppsætið í Austurdeildinni með sigri. Það eru þó litlar líkur á að liðið láti það af hendi. Philadelphia mætir Orlando Magic, einu slakasta liði deildarinnar, í síðustu tveimur leikjum sínum og með sigri í öðrum þeirra verður Philadelphia á toppi Austurdeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2001. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Miami og Philadelphia, Charlotte Hornets og Los Angeles Clippers og Phoenix Suns og Portland Trail Blazers auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA 14. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Booker með ís í æðum á ögurstundu á vítalínunni Devin Booker sýndi stáltaugar á vítalínunni þegar hann tryggði Phoenix Suns sigur á Portland Trail Blazers, 118-117, í NBA-deildinni í nótt. 14. maí 2021 08:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Booker með ís í æðum á ögurstundu á vítalínunni Devin Booker sýndi stáltaugar á vítalínunni þegar hann tryggði Phoenix Suns sigur á Portland Trail Blazers, 118-117, í NBA-deildinni í nótt. 14. maí 2021 08:30
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum