Jói Berg og félagar steinlágu fyrir Leeds Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2021 13:30 Rodrigo skorar annað mark sitt og fjórða mark Leeds. Martin Rickett - Pool/Getty Images Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley fengu Leeds í heimsókn á Turf Moor í næstsíðasta heimaleik tímabilsins. Leeds fór með eins marks forskot inn í hálfleikinn, en þrjú mörk í seinni hálfleik tryggðu öruggan 4-0 sigur gestanna. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks, en gestirnir voru þó ögn líklegri. Það stefndi allt í að markalaust yrði í hálfleik, en á 44. mínútu brutu gestirnir ísinn. Það var á ferðinni Mateusz Klich með góðu skoti eftir stoðsendingu frá Raphinha. Á 60. mínútu viru gestirnir svo búnir að tvöfalda forystuna. Jack Harrisson fylgdi þá eftir skoti Ezgjan Alioski, og brekkan orðin brött fyrir Burnley. Rodrigo, sem kom inn á sem varamaður fyrir Leeds á 58. mínútu, innsyglaði svo siurinn með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla. Það fyrra á 77. mínútu, og það seinna á 79. mínútu. Jóhann Berg spilaði seinustu 20 mínútur leiksins og var nálægt því að leggja upp mark undir lok leiksins, en sending hans aðeins of föst fyrir Ashley Westwood. Leeds er enn í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og fer upp í 53 stig. Burnley situr 15. sæti með 39 stig. Enski boltinn
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley fengu Leeds í heimsókn á Turf Moor í næstsíðasta heimaleik tímabilsins. Leeds fór með eins marks forskot inn í hálfleikinn, en þrjú mörk í seinni hálfleik tryggðu öruggan 4-0 sigur gestanna. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks, en gestirnir voru þó ögn líklegri. Það stefndi allt í að markalaust yrði í hálfleik, en á 44. mínútu brutu gestirnir ísinn. Það var á ferðinni Mateusz Klich með góðu skoti eftir stoðsendingu frá Raphinha. Á 60. mínútu viru gestirnir svo búnir að tvöfalda forystuna. Jack Harrisson fylgdi þá eftir skoti Ezgjan Alioski, og brekkan orðin brött fyrir Burnley. Rodrigo, sem kom inn á sem varamaður fyrir Leeds á 58. mínútu, innsyglaði svo siurinn með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla. Það fyrra á 77. mínútu, og það seinna á 79. mínútu. Jóhann Berg spilaði seinustu 20 mínútur leiksins og var nálægt því að leggja upp mark undir lok leiksins, en sending hans aðeins of föst fyrir Ashley Westwood. Leeds er enn í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og fer upp í 53 stig. Burnley situr 15. sæti með 39 stig.