Skárri kostur en að rústa lífi manns með fangelsisdómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2021 06:00 Litla-Hraun er stærsta fangelsi landsins og líklega það þekktasta. Vísir/Vilhelm Eiríkur Tómasson fyrrverandi Hæstaréttardómari segir skárra að sekir menn sleppi við fangelsisvist en að saklaus maður endi bak við lás og slá. Dómarar eigi að hafa sannleiksreglu að leiðarljósi í því skyni að rétt sé dæmt í málum sem rati fyrir dóminn. Eiríkur var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun. Hann ræddi meðal annars kynferðisbrotamál og meðferð þeirra fyrir dómstólum í þættinum. Tilefnið var sá mikli fjöldi kvenna sem hefur lýst kynferðisbrotum undanfarna daga og í sumum tilfellum slæmri reynslu af leit að réttlæti fyrir dómstólum. „Sýkna er ekki að maður sé lýstur saklaus,“ segir Eiríkur. „Þetta þýðir ekki að brotaþolinn hafi haft rangt fyrir sér. Þetta þýðir bara það að ekki hefur tekist að sanna sekt ákærða. Við það verðum við að búa í réttarríki.“ Eiríkur Tómasson. Sakfellingarhlutfall í kynferðisbrotamálum hér á landi er um 70% sem er nokkuð lægra en gengur og gerist í öðrum málaflokkum. Það tekur aðeins til mála sem rata fyrir dóm en ekki þeirra sem leiða ekki til ákæru því þau þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Talið hefur verið að um tíu prósent kvenna sem verða fyrir kynferðisbroti kæri málið til lögreglu. Leita sannleikans Eiríkur segir ótvírætt skárri kost þótt slæmur sé að karlmaður, sem óvíst er hvort sé sekur eða saklaus, sé ekki dæmdur til langrar fangelsisvistar sem „rústi lífi hans“ heldur en að dómarar líti fram hjá vafa í málum og dæmi í fangelsi. „Sem getur þýtt að við erum að dæma saklausa menn til fangelsisvistar. Þetta er meginregla réttarríkisins sem er bæði staðfest í okkar stjórnarskrá og eins í mannréttindasáttmála.“ Aðeins brot af málum rata fyrir Hæstarétt eftir stofnun Landsréttar. Sérstakt tilefni þarf að vera til að mál fái áfrýjunarleyfi fyrir Hæstarétt.Vísir/Vilhelm Eiríkur vísar til sannleiksreglunnar sem gildi í sakamálum en sé ekki oft nefnd á nafn. „Dómarinn á að leita sannleikans í hverju máli. Þess vegna eiga dómarar að gera allt sem þeir geta til að upplýsa málið svo þeir geti tekið rétta ákvörðun.“ Krefjast fleiri vitna eða gagna Sannleiksreglan lýsir sér í því til dæmis að ef menn játa á sig sök er dómarinn ekki bundinn af því ef hann telur um falska játningu. „Þá á dómarinn að sýkna þrátt fyrir að menn játi á sig sök. Þetta er sem betur fer sjaldgæft en getur gerst.“ Þetta lýsi sér líka í þessum kynferðisbrotamálum. „Ef dómarar telja að málið sé ekki nógu vel upplýst eiga þeir að beina því til ákæruvaldsins, draga fram fleiri vitni, frekari gögn, til þess að málið sé að fullu upplýst. Í því skyni að það sé rétt dæmt að lokum.“ Gera ekki of ríkar sönnunarkröfur Eiríkur var spurður út í gagnrýni þess efnis að dómarar horfðu ekki nógu vel til sálfræðimats og áverkavottorða. Áherslan væri á orð gegn orði, staðhæfingu á móti staðhæfingu. Hvort ekki þurfi að horfa frekar til þessara sönnunargagna. „Jú, ég hef nú einmitt skrifað um það og verið talsmaður þess að við þurfum að gera það einmitt í ljósi þessarar reglu sem ég var að nefna áðan. Þessarar sannleiksreglu. Þarna tölum við um hugtak sem heitir sönnunarkröfur. Það er hægt að gera svo strangar sönnunarkröfur í málum sem þessum að það verður aldrei dæmt sakfelling nema maður játi, þá með trúverðugum hætti. Ég er ekki þar og hef staðfest sakfellingu í málum þar sem menn hafa neitað sök ef fram hafa komið nógu sterk sönnunargögn sem benda til sektar.“ Hann hafi verið hluti af hópi dómara við Hæstarétt sem hafi mótað þá reglu að líta mjög grannt til þessara sönnunargagna og gera ekki of ríkar sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum. Tölfræði sýnir að Landsréttur virðist frekar sýkna eða milda dóma í málum sem koma á borð réttarins eftir meðferð fyrir héraðsdómi. Sönnunarkrafan virðist virka meiri fyrir Landsrétti en í héraði. „Ég treysti mér ekki til að segja til um það en þetta er umhugsunarefni. Við þurfum alltaf að skoða þetta því það er svo mikilvægt að við reynum að upplýsa þessi mál og reyna að komast að réttri niðurstöðu. En það má ekki verða til þess að dæma saklausa menn í fangelsi fyrir eitthvað sem þeir hafa ekki gert. Því þá er Ísland hætt að vera réttarríki,“ segir Eiríkur. Kynferðisofbeldi Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira
Eiríkur var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun. Hann ræddi meðal annars kynferðisbrotamál og meðferð þeirra fyrir dómstólum í þættinum. Tilefnið var sá mikli fjöldi kvenna sem hefur lýst kynferðisbrotum undanfarna daga og í sumum tilfellum slæmri reynslu af leit að réttlæti fyrir dómstólum. „Sýkna er ekki að maður sé lýstur saklaus,“ segir Eiríkur. „Þetta þýðir ekki að brotaþolinn hafi haft rangt fyrir sér. Þetta þýðir bara það að ekki hefur tekist að sanna sekt ákærða. Við það verðum við að búa í réttarríki.“ Eiríkur Tómasson. Sakfellingarhlutfall í kynferðisbrotamálum hér á landi er um 70% sem er nokkuð lægra en gengur og gerist í öðrum málaflokkum. Það tekur aðeins til mála sem rata fyrir dóm en ekki þeirra sem leiða ekki til ákæru því þau þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Talið hefur verið að um tíu prósent kvenna sem verða fyrir kynferðisbroti kæri málið til lögreglu. Leita sannleikans Eiríkur segir ótvírætt skárri kost þótt slæmur sé að karlmaður, sem óvíst er hvort sé sekur eða saklaus, sé ekki dæmdur til langrar fangelsisvistar sem „rústi lífi hans“ heldur en að dómarar líti fram hjá vafa í málum og dæmi í fangelsi. „Sem getur þýtt að við erum að dæma saklausa menn til fangelsisvistar. Þetta er meginregla réttarríkisins sem er bæði staðfest í okkar stjórnarskrá og eins í mannréttindasáttmála.“ Aðeins brot af málum rata fyrir Hæstarétt eftir stofnun Landsréttar. Sérstakt tilefni þarf að vera til að mál fái áfrýjunarleyfi fyrir Hæstarétt.Vísir/Vilhelm Eiríkur vísar til sannleiksreglunnar sem gildi í sakamálum en sé ekki oft nefnd á nafn. „Dómarinn á að leita sannleikans í hverju máli. Þess vegna eiga dómarar að gera allt sem þeir geta til að upplýsa málið svo þeir geti tekið rétta ákvörðun.“ Krefjast fleiri vitna eða gagna Sannleiksreglan lýsir sér í því til dæmis að ef menn játa á sig sök er dómarinn ekki bundinn af því ef hann telur um falska játningu. „Þá á dómarinn að sýkna þrátt fyrir að menn játi á sig sök. Þetta er sem betur fer sjaldgæft en getur gerst.“ Þetta lýsi sér líka í þessum kynferðisbrotamálum. „Ef dómarar telja að málið sé ekki nógu vel upplýst eiga þeir að beina því til ákæruvaldsins, draga fram fleiri vitni, frekari gögn, til þess að málið sé að fullu upplýst. Í því skyni að það sé rétt dæmt að lokum.“ Gera ekki of ríkar sönnunarkröfur Eiríkur var spurður út í gagnrýni þess efnis að dómarar horfðu ekki nógu vel til sálfræðimats og áverkavottorða. Áherslan væri á orð gegn orði, staðhæfingu á móti staðhæfingu. Hvort ekki þurfi að horfa frekar til þessara sönnunargagna. „Jú, ég hef nú einmitt skrifað um það og verið talsmaður þess að við þurfum að gera það einmitt í ljósi þessarar reglu sem ég var að nefna áðan. Þessarar sannleiksreglu. Þarna tölum við um hugtak sem heitir sönnunarkröfur. Það er hægt að gera svo strangar sönnunarkröfur í málum sem þessum að það verður aldrei dæmt sakfelling nema maður játi, þá með trúverðugum hætti. Ég er ekki þar og hef staðfest sakfellingu í málum þar sem menn hafa neitað sök ef fram hafa komið nógu sterk sönnunargögn sem benda til sektar.“ Hann hafi verið hluti af hópi dómara við Hæstarétt sem hafi mótað þá reglu að líta mjög grannt til þessara sönnunargagna og gera ekki of ríkar sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum. Tölfræði sýnir að Landsréttur virðist frekar sýkna eða milda dóma í málum sem koma á borð réttarins eftir meðferð fyrir héraðsdómi. Sönnunarkrafan virðist virka meiri fyrir Landsrétti en í héraði. „Ég treysti mér ekki til að segja til um það en þetta er umhugsunarefni. Við þurfum alltaf að skoða þetta því það er svo mikilvægt að við reynum að upplýsa þessi mál og reyna að komast að réttri niðurstöðu. En það má ekki verða til þess að dæma saklausa menn í fangelsi fyrir eitthvað sem þeir hafa ekki gert. Því þá er Ísland hætt að vera réttarríki,“ segir Eiríkur.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira