Sýndu Palestínu stuðning í bikarfögnuðinum á Wembley Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2021 08:00 Hamza Choudhury með palestínska fánann á Wembley á laugardaginn. Getty/Marc Atkins Þegar Hamza Choudhury og Wesley Fofana gengu um Wembley-leikvanginn á laugardaginn, sem nýkrýndir bikarmeistarar í enskum fótbolta með liði Leicester, héldu þeir fána Palestínu á lofti. Choudhury, sem er enskur miðjumaður, og franski varnarmaðurinn Fofana ákváðu að sýna Palestínumönnum stuðning líkt og tugþúsundir manna gerðu víða í borgum Evrópu í gær. Talið er að 197 manns hafi dáið í loftárásum Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga, þar af 58 börn. Choudhury bar palestínska fánann á herðum sér þegar hann tók við gullverðlaunum sínum á laugardaginn, eftir 1-0 sigur Leicester á Chelsea. Þeir Fofana héldu einnig á fánanum þegar liðið gekk sigurhring um Wembley eftir að hafa orðið bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hamza Choudhury and Wesley Fofana hold up Palestine flag during FA Cup celebrations https://t.co/hx5tAtw2An pic.twitter.com/oEcwU38vdP— Mirror Football (@MirrorFootball) May 15, 2021 Fleiri knattspyrnumenn hafa látið sig blóðbaðið á Gasasvæðinu varða og sýnt Palestínumönnum stuðning. Egyptinn Mohamed Elneny, leikmaður Arsenal, gerði það á samfélagsmiðlinum Twitter í síðustu viku. my heart and my soul and my support for you Palestine pic.twitter.com/ywrpPk5Xmf— Mohamed ELNeny (@ElNennY) May 10, 2021 Sky Sports fékk það staðfest frá Arsenal að félagið hefði rætt við Elneny vegna skrifa hans, eftir að kaffiframleiðandinn Lavazza, einn af bakhjörlum Arsenal, lýsti yfir áhyggjum af þeim. Félagið tók þó fram að allir starfsmenn Arsenal hefðu rétt á að tjá sínar skoðanir á eigin samfélagsmiðlum en að talið hefði verið rétt að útskýra fyrir Elneny hverjar afleiðingar skrifa hans gætu orðið. Enski boltinn Palestína Tengdar fréttir Vissi ekki að Leicester hefði aldrei unnið bikarinn þegar hann tók við Brendan Rodgers, þjálfari Leicester City, var í sjöunda himni er hann ræddi við blaðamenn eftir 1-0 sigur sinna manna á Chelsea í úrslitum FA-bikarsins í dag. 15. maí 2021 23:00 Leicester City bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Leicester City lagði Chelsea 1-0 í úrslitum FA-bikarsins sem fram fór á Wembley í Lundúnum fyrir framan 20 þúsund manns í dag. Youri Tielemans með glæsilegt mark í síðari hálfleik og það dugði þó mikil dramatík hafi verið undir lok leiks. 15. maí 2021 18:10 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira
Choudhury, sem er enskur miðjumaður, og franski varnarmaðurinn Fofana ákváðu að sýna Palestínumönnum stuðning líkt og tugþúsundir manna gerðu víða í borgum Evrópu í gær. Talið er að 197 manns hafi dáið í loftárásum Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga, þar af 58 börn. Choudhury bar palestínska fánann á herðum sér þegar hann tók við gullverðlaunum sínum á laugardaginn, eftir 1-0 sigur Leicester á Chelsea. Þeir Fofana héldu einnig á fánanum þegar liðið gekk sigurhring um Wembley eftir að hafa orðið bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hamza Choudhury and Wesley Fofana hold up Palestine flag during FA Cup celebrations https://t.co/hx5tAtw2An pic.twitter.com/oEcwU38vdP— Mirror Football (@MirrorFootball) May 15, 2021 Fleiri knattspyrnumenn hafa látið sig blóðbaðið á Gasasvæðinu varða og sýnt Palestínumönnum stuðning. Egyptinn Mohamed Elneny, leikmaður Arsenal, gerði það á samfélagsmiðlinum Twitter í síðustu viku. my heart and my soul and my support for you Palestine pic.twitter.com/ywrpPk5Xmf— Mohamed ELNeny (@ElNennY) May 10, 2021 Sky Sports fékk það staðfest frá Arsenal að félagið hefði rætt við Elneny vegna skrifa hans, eftir að kaffiframleiðandinn Lavazza, einn af bakhjörlum Arsenal, lýsti yfir áhyggjum af þeim. Félagið tók þó fram að allir starfsmenn Arsenal hefðu rétt á að tjá sínar skoðanir á eigin samfélagsmiðlum en að talið hefði verið rétt að útskýra fyrir Elneny hverjar afleiðingar skrifa hans gætu orðið.
Enski boltinn Palestína Tengdar fréttir Vissi ekki að Leicester hefði aldrei unnið bikarinn þegar hann tók við Brendan Rodgers, þjálfari Leicester City, var í sjöunda himni er hann ræddi við blaðamenn eftir 1-0 sigur sinna manna á Chelsea í úrslitum FA-bikarsins í dag. 15. maí 2021 23:00 Leicester City bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Leicester City lagði Chelsea 1-0 í úrslitum FA-bikarsins sem fram fór á Wembley í Lundúnum fyrir framan 20 þúsund manns í dag. Youri Tielemans með glæsilegt mark í síðari hálfleik og það dugði þó mikil dramatík hafi verið undir lok leiks. 15. maí 2021 18:10 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira
Vissi ekki að Leicester hefði aldrei unnið bikarinn þegar hann tók við Brendan Rodgers, þjálfari Leicester City, var í sjöunda himni er hann ræddi við blaðamenn eftir 1-0 sigur sinna manna á Chelsea í úrslitum FA-bikarsins í dag. 15. maí 2021 23:00
Leicester City bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Leicester City lagði Chelsea 1-0 í úrslitum FA-bikarsins sem fram fór á Wembley í Lundúnum fyrir framan 20 þúsund manns í dag. Youri Tielemans með glæsilegt mark í síðari hálfleik og það dugði þó mikil dramatík hafi verið undir lok leiks. 15. maí 2021 18:10