Liverpool græddi á VAR og Stóri Sam var bandsjóðandi brjálaður eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2021 09:31 Sam Allardyce lét skoðun sína á dómgæslunni í ljós á hliðarlínunni í leik West Bromwich Albion og Liverpool í gær. AP/Rui Vieira Stuðningsmenn Liverpool hafa oft kvartað undan Varsjánni á síðustu árum en þeir þökkuðu fyrir hana í lífsnauðsynlegum 2-1 sigri á West Bromwich Albion í gær. Markvörðurinn Alisson Becker kom til bjargar með því að skora sigurmark Liverpool í uppbótatíma en áður höfðu leikmenn WBA skorað mark sem fékk ekki að standa. Þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum þá skoraði Kyle Bartley mark. Hann var réttstæður en markið var dæmt af vegna þess að myndbandadómararnir töldu að rangstæður leikmaður WBA (Matt Phillips) hafi truflað útsýni Alisson Becker í Liverpool markinu. Sam Allardyce, knattspyrnustjóri WBA, var mjög ósáttur út í þennan dóm eftir leikinn og sagði hann vera skammarlegan. 'It s an outrageous, ridiculous decision when you ve got VAR. Outrageous is an understatement by the way.I can only point out to say how disappointed I am that an experienced referee can make a mistake like that.' https://t.co/UVHMZLSDJe— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 17, 2021 „Það er auðvitað erfitt að sætta sig við svona. Við vildum ekki að úrslitunum yrði rænt af okkur, ekki af Liverpool, heldur vegna ákvarðana sem voru teknar í dag,“ sagði Sam Allardyce í viðtali við Birmingham Mail. „Það voru ákvarðanir sem féllu gegn okkur í báðum mörkum Liverpool. Þetta átti ekki að vera aukaspyrna heldur dómarakast,“ sagði Allardyce. „Svo skoruðum við mark. VAR á að vera þarna svo að útileikmenn geti skorað mörk. Þetta er fáránleg og svívirðileg ákvörðun þegar þú ert með VAR til að hjálpa þér. Nú hafa þeir dæmt tvisvar gegn okkur og það er ástæðan fyrir því að við fengum ekki þrjú stig í dag,“ sagði Allardyce. "Don't give us that rubbish that he's in the goalie's eye line. He's about 2 and a half metres off him."Sam Allardcye blames the officials & VAR for West Brom losing to Liverpool pic.twitter.com/ud6sPZkkEB— Football Daily (@footballdaily) May 16, 2021 „Þessar ákvarðanir eru meiri vonbrigði en eitthvað annað. Það er að segja að þetta sé skammarlegt er alltof varlega orðað,“ sagði Allardyce. „Ef að þessi ákvörðun kemur frá Stockley Park þá er það út í hött. Ef þeir segja að dómarinn eða aðstoðardómarinn hafi dæmt markið af þá er það hneisa. Leikmaðurinn hefur engin áhrif á markvörðinn. Dómarinn á að þekkja reglurnar. Hann gerði mistök þarna. Ég get aðeins sagt hvað ég er vonsvikinn með að reyndur dómari geti gert slík mistök,“ sagði Allardyce. Stóri Sam var ekki hættur því hann skaut líka á Jürgen Klopp. „Gamli Jürgen hefur alltaf rétt fyrir sér, er það ekki. Þú veist hvað ég meina. Hann heldur alltaf að hann hafi rétt fyrir sér og kannski ég líka. Hann var heppinn í kvöld og hann veit það,“ sagði öskureiður Sam Allardyce. Enski boltinn Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira
Markvörðurinn Alisson Becker kom til bjargar með því að skora sigurmark Liverpool í uppbótatíma en áður höfðu leikmenn WBA skorað mark sem fékk ekki að standa. Þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum þá skoraði Kyle Bartley mark. Hann var réttstæður en markið var dæmt af vegna þess að myndbandadómararnir töldu að rangstæður leikmaður WBA (Matt Phillips) hafi truflað útsýni Alisson Becker í Liverpool markinu. Sam Allardyce, knattspyrnustjóri WBA, var mjög ósáttur út í þennan dóm eftir leikinn og sagði hann vera skammarlegan. 'It s an outrageous, ridiculous decision when you ve got VAR. Outrageous is an understatement by the way.I can only point out to say how disappointed I am that an experienced referee can make a mistake like that.' https://t.co/UVHMZLSDJe— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 17, 2021 „Það er auðvitað erfitt að sætta sig við svona. Við vildum ekki að úrslitunum yrði rænt af okkur, ekki af Liverpool, heldur vegna ákvarðana sem voru teknar í dag,“ sagði Sam Allardyce í viðtali við Birmingham Mail. „Það voru ákvarðanir sem féllu gegn okkur í báðum mörkum Liverpool. Þetta átti ekki að vera aukaspyrna heldur dómarakast,“ sagði Allardyce. „Svo skoruðum við mark. VAR á að vera þarna svo að útileikmenn geti skorað mörk. Þetta er fáránleg og svívirðileg ákvörðun þegar þú ert með VAR til að hjálpa þér. Nú hafa þeir dæmt tvisvar gegn okkur og það er ástæðan fyrir því að við fengum ekki þrjú stig í dag,“ sagði Allardyce. "Don't give us that rubbish that he's in the goalie's eye line. He's about 2 and a half metres off him."Sam Allardcye blames the officials & VAR for West Brom losing to Liverpool pic.twitter.com/ud6sPZkkEB— Football Daily (@footballdaily) May 16, 2021 „Þessar ákvarðanir eru meiri vonbrigði en eitthvað annað. Það er að segja að þetta sé skammarlegt er alltof varlega orðað,“ sagði Allardyce. „Ef að þessi ákvörðun kemur frá Stockley Park þá er það út í hött. Ef þeir segja að dómarinn eða aðstoðardómarinn hafi dæmt markið af þá er það hneisa. Leikmaðurinn hefur engin áhrif á markvörðinn. Dómarinn á að þekkja reglurnar. Hann gerði mistök þarna. Ég get aðeins sagt hvað ég er vonsvikinn með að reyndur dómari geti gert slík mistök,“ sagði Allardyce. Stóri Sam var ekki hættur því hann skaut líka á Jürgen Klopp. „Gamli Jürgen hefur alltaf rétt fyrir sér, er það ekki. Þú veist hvað ég meina. Hann heldur alltaf að hann hafi rétt fyrir sér og kannski ég líka. Hann var heppinn í kvöld og hann veit það,“ sagði öskureiður Sam Allardyce.
Enski boltinn Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira