Allir leikirnir sýndir beint í sögulegu og umdeildu umspili NBA deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2021 13:00 Lið þeirra LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Stephen Curry hjá Golden State Warriors mætast í umpili NBA deildarinnar. Getty/Harry How Deildarkeppni NBA er lokið en það eru samt enn fjögur laus sæti í úrslitakeppninni. Átta lið keppa um þessu fjögur lausu sæti í umspilinu í þessari viku og allt í beinni á stöðvum Stöð 2 Sport. NBA deildin fer nýja leið í ár til að auka spennuna í baráttunni um sætin eftirsóttu í úrslitakeppninni. Ákveðið var að búa til umspil milli liðanna sem enduðu í sjöunda til tíunda sæti í bæði Austur- og Vesturdeild. LeBron James er enginn aðdáandi umpilsins en hann verður í aðalhlutverki þegar NBA meistarar Los Angeles Lakers reyna að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Fleiri hafa gagnrýnt umspilið en hinn almenni körfuboltaáhugamaður bíður spenntur. Það að Los Angeles Lakers sé í umspilinu og mætir liði Golden State Warriors er aðeins til að ýta undir spenninginn fyrir þessa leiki í vikunni. Einvígi þar sem sjóðheitur Steph Curry mætir ríkjandi meisturum Lakers er eitthvað sem NBA áhugafólk fær örugglega vatn í munninn yfir. watch on YouTube Lið Los Angeles Lakers og Golden State Warriors eru í sætum sjö og átta í Vesturdeildinni og væru á venjulegu ári komin í úrslitakeppnina. Nú fá þau tvö tækifæri til að tryggja sig inn. Þau mætast í fyrstu umferð umspilsins þar sem sigurvegarinn tryggir sér sjöunda sætið inn í úrslitakeppnina en tapliðið þarf aftur á móti að spila hreinan úrslitaleik á móti liðinu sem vinnur viðureignina á milli liðanna í níunda og tíunda sæti. Liðin í níunda og tíunda sæti, San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies, þurfa því að vinna tvo leiki til þess að komast í úrslitakeppnina. Í Austurdeildinni eru það lið Boston Celtics og Washington Wizards sem mætast í viðureign liðanna í sjöunda og áttunda sæti en tapliðið úr þeim leik mætir síðan sigurliðinu úr viðureign Indiana Pacers og Charlotte Hornets sem eru liðin sem enduðu í níunda og tíunda sæti í Austurdeildinni. Fyrri hlutinn fer fram á þriðjudag og miðvikudag en á fimmtudag og föstudag fara síðan fram þessir hreinu úrslitaleikir um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Stöð 2 Sport mun sýna alla þessa leiki í beinni útsendingu en í raun er um hreina úrslitaleiki að ræða því sigurlið hvers leiks tryggir sér annað hvort sæti í úrslitakeppninni eða sæti í hreinum úrslitaleik um laust sæti. Umspil NBA deildarinnar fyrir úrslitakeppnina: Austurdeild (Þriðjudagur 18. maí) Klukkan 22.30 Indiana Pacers (9) - Charlotte Hornets (10) Klukkan 1.00 Boston Celtics (7) - Washington Wizards (8) - Vesturdeild (Miðvikudagur 19. maí) Klukkan 23.30 Memphis Grizzlies (9) - San Antonio Spurs (10) Klukkan 2.00 Los Angeles Lakers (7) - Golden State Warriors (8) The 2021 #NBAPlayoffs and #StateFarmPlayIn Bracket!Full schedule https://t.co/DNE7pJlpQB pic.twitter.com/NidaRNQh1k— NBA (@NBA) May 17, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Sjá meira
NBA deildin fer nýja leið í ár til að auka spennuna í baráttunni um sætin eftirsóttu í úrslitakeppninni. Ákveðið var að búa til umspil milli liðanna sem enduðu í sjöunda til tíunda sæti í bæði Austur- og Vesturdeild. LeBron James er enginn aðdáandi umpilsins en hann verður í aðalhlutverki þegar NBA meistarar Los Angeles Lakers reyna að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Fleiri hafa gagnrýnt umspilið en hinn almenni körfuboltaáhugamaður bíður spenntur. Það að Los Angeles Lakers sé í umspilinu og mætir liði Golden State Warriors er aðeins til að ýta undir spenninginn fyrir þessa leiki í vikunni. Einvígi þar sem sjóðheitur Steph Curry mætir ríkjandi meisturum Lakers er eitthvað sem NBA áhugafólk fær örugglega vatn í munninn yfir. watch on YouTube Lið Los Angeles Lakers og Golden State Warriors eru í sætum sjö og átta í Vesturdeildinni og væru á venjulegu ári komin í úrslitakeppnina. Nú fá þau tvö tækifæri til að tryggja sig inn. Þau mætast í fyrstu umferð umspilsins þar sem sigurvegarinn tryggir sér sjöunda sætið inn í úrslitakeppnina en tapliðið þarf aftur á móti að spila hreinan úrslitaleik á móti liðinu sem vinnur viðureignina á milli liðanna í níunda og tíunda sæti. Liðin í níunda og tíunda sæti, San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies, þurfa því að vinna tvo leiki til þess að komast í úrslitakeppnina. Í Austurdeildinni eru það lið Boston Celtics og Washington Wizards sem mætast í viðureign liðanna í sjöunda og áttunda sæti en tapliðið úr þeim leik mætir síðan sigurliðinu úr viðureign Indiana Pacers og Charlotte Hornets sem eru liðin sem enduðu í níunda og tíunda sæti í Austurdeildinni. Fyrri hlutinn fer fram á þriðjudag og miðvikudag en á fimmtudag og föstudag fara síðan fram þessir hreinu úrslitaleikir um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Stöð 2 Sport mun sýna alla þessa leiki í beinni útsendingu en í raun er um hreina úrslitaleiki að ræða því sigurlið hvers leiks tryggir sér annað hvort sæti í úrslitakeppninni eða sæti í hreinum úrslitaleik um laust sæti. Umspil NBA deildarinnar fyrir úrslitakeppnina: Austurdeild (Þriðjudagur 18. maí) Klukkan 22.30 Indiana Pacers (9) - Charlotte Hornets (10) Klukkan 1.00 Boston Celtics (7) - Washington Wizards (8) - Vesturdeild (Miðvikudagur 19. maí) Klukkan 23.30 Memphis Grizzlies (9) - San Antonio Spurs (10) Klukkan 2.00 Los Angeles Lakers (7) - Golden State Warriors (8) The 2021 #NBAPlayoffs and #StateFarmPlayIn Bracket!Full schedule https://t.co/DNE7pJlpQB pic.twitter.com/NidaRNQh1k— NBA (@NBA) May 17, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Umspil NBA deildarinnar fyrir úrslitakeppnina: Austurdeild (Þriðjudagur 18. maí) Klukkan 22.30 Indiana Pacers (9) - Charlotte Hornets (10) Klukkan 1.00 Boston Celtics (7) - Washington Wizards (8) - Vesturdeild (Miðvikudagur 19. maí) Klukkan 23.30 Memphis Grizzlies (9) - San Antonio Spurs (10) Klukkan 2.00 Los Angeles Lakers (7) - Golden State Warriors (8)
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Sjá meira