Enski boltinn

Kane vill yfirgefa Tottenham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Verða þessir tveir samherjar á næstu leiktíð?
Verða þessir tveir samherjar á næstu leiktíð? Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur

Harry Kane, fyrirliði Tottenham, hefur greint forráðamönnum félagsins frá því að hann vilji yfirgefa félagið í sumar.

Sky Sports hefur þetta eftir heimildum sínum en flest stórlið enska boltans eru talin fylgjast náið með gangi mála hjá Kane.

Manchester United, Manchester City og Chelsea hafa öll sett sig í samband við umboðsmann Kane sem vill nú burt frá Lundúnarfélaginu.

Kane, sem er 27 ára gamall, vill fá framtíð sína á hreint áður en hann fer með enska landsliðinu á EM í sumar.

Kane greindi frá því í viðtali á dögunum að hann vildi fara vinna bikara og það væri ekki að gerast hjá Tottenham.

Tottenham vill ekki selja Kane en gætu neyðst til þess í sumar vilji einn dáðasti sonur félagsins komast burt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×