Boston í úrslitakeppnina þökk sé 50 stiga leik Tatums Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2021 07:30 Jayson Tatum keyrir að körfu Washington Wizards í sigrinum í nótt. AP/Charles Krupa Eftir afar slæmt gengi síðasta mánuðinn af deildarkeppni NBA-deildarinnar náðu Boston Celtics að rífa sig í gang í nótt og koma sér í úrslitakeppnina. Hið nýja umspil NBA-deildarinnar hófst í nótt með tveimur leikjum. Liðin í 7. og 8. sæti austurdeildar mættust og þar vann Boston 118-100 sigur á Washington Wizards. Washington fær annað tækifæri til að komast í úrslitakeppnina – hreinan úrslitaleik við Indiana Pacers sem unnu Charlotte Hornets 144-117, í uppgjöri liðanna í 9. og 10. sæti. Boston getur þakkað Jayson Tatum það að liðið skuli komið í úrslitakeppnina, þar sem Boston mætir Brooklyn Nets. Indiana eða Washington mun mæta Philadelphia 76ers. Tatum skoraði 50 stig í nótt eða hátt í helming stiga Boston. Hann skoraði 32 af stigunum í seinni hálfleik en Boston hóf hann af miklum krafti með 22-4 spretti. Þannig komst liðið í 74-58 og þó að Washington hafi náð að minnka muninn í sjö stig þá komst liðið ekki nær. Tatum hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa of hægt um sig sem leiðtogi Boston en það var annað uppi á teningnum í nótt: „Ég veit að ég hef öðlast virðingu liðsfélaga mína. Ég hef öðlast virðingu strákanna sem ég spila á móti. Ég hef trú á sjálfum mér og það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Tatum. „Mættu inn á völl og veittu okkur kjaftshögg“ Í Indianapolis var aldrei spurning hvernig færi. Domantas Sabonis skoraði 14 stig, tók 21 frákast og gaf níu stoðsendingar í öruggum sigri Pacers. „Þegar að maður tapar með þrjátíu stiga mun þá hefur ekkert gengið upp. Þeir mættu inn á völl og veittu okkur kjaftshögg. Þeir voru grimmara liðið og léku fullir af orku,“ sagði Cody Zeller, leikmaður Charlotte og fyrrverandi stjarna Indiana háskólaliðsins. Umspilið heldur áfram í kvöld í vesturdeildinni þegar meistarar LA Lakers mæta Golden State Warriors í leik sem mun færa öðru liðinu sæti í úrslitakeppninni. Tapliðið mun þurfa að mæta Memphis Grizzlies eða San Antonio Spurs sem mætast einnig í kvöld. NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Sjá meira
Hið nýja umspil NBA-deildarinnar hófst í nótt með tveimur leikjum. Liðin í 7. og 8. sæti austurdeildar mættust og þar vann Boston 118-100 sigur á Washington Wizards. Washington fær annað tækifæri til að komast í úrslitakeppnina – hreinan úrslitaleik við Indiana Pacers sem unnu Charlotte Hornets 144-117, í uppgjöri liðanna í 9. og 10. sæti. Boston getur þakkað Jayson Tatum það að liðið skuli komið í úrslitakeppnina, þar sem Boston mætir Brooklyn Nets. Indiana eða Washington mun mæta Philadelphia 76ers. Tatum skoraði 50 stig í nótt eða hátt í helming stiga Boston. Hann skoraði 32 af stigunum í seinni hálfleik en Boston hóf hann af miklum krafti með 22-4 spretti. Þannig komst liðið í 74-58 og þó að Washington hafi náð að minnka muninn í sjö stig þá komst liðið ekki nær. Tatum hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa of hægt um sig sem leiðtogi Boston en það var annað uppi á teningnum í nótt: „Ég veit að ég hef öðlast virðingu liðsfélaga mína. Ég hef öðlast virðingu strákanna sem ég spila á móti. Ég hef trú á sjálfum mér og það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Tatum. „Mættu inn á völl og veittu okkur kjaftshögg“ Í Indianapolis var aldrei spurning hvernig færi. Domantas Sabonis skoraði 14 stig, tók 21 frákast og gaf níu stoðsendingar í öruggum sigri Pacers. „Þegar að maður tapar með þrjátíu stiga mun þá hefur ekkert gengið upp. Þeir mættu inn á völl og veittu okkur kjaftshögg. Þeir voru grimmara liðið og léku fullir af orku,“ sagði Cody Zeller, leikmaður Charlotte og fyrrverandi stjarna Indiana háskólaliðsins. Umspilið heldur áfram í kvöld í vesturdeildinni þegar meistarar LA Lakers mæta Golden State Warriors í leik sem mun færa öðru liðinu sæti í úrslitakeppninni. Tapliðið mun þurfa að mæta Memphis Grizzlies eða San Antonio Spurs sem mætast einnig í kvöld.
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Sjá meira