Dramatískt tap gegn Arsenal í síðasta heimaleik Hodgsons Anton Ingi Leifsson skrifar 19. maí 2021 19:55 Úr leik kvöldsins. Facundo Arrizabalaga/Getty Arsenal vann 3-1 sigur á Crystal Palace í síðasta heimaleik Roy Hodgson sem stjóra í enska boltanum. Bæði lið klöppuðu Hodgson inn á völlinn í upphafi leiks en hann tilkynnti í vikunni að hann myndi hætta í lok tímabilsins. Nicolas Pepe kom Arsenal yfir á 35. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Christian Benteke jafnaði metin eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik en hann hefur verið funheitur að undanförnu. Arsenal komst yfir á fyrstu mínútu uppbótartíma en markið skoraði Gabriel Martinelli eftir að hafa komið af bekknum. Nicolas Pepe bætti svo við öðru marki skömmu síðar og lokatölur 3-1. Arsenal er því með 58 stig í níunda sæti deildarinnar og á enn möguleika á Evrópusæti en allt þarf að falla með þeim. Crystal Palcae er í þrettánda sætinu með 44 stig er ein umferð er eftir af deildinni. ⚽️ Nicolas Pépé⚽️ Gabriel Martinelli⚽️ Nicolas Pépé3/3 https://t.co/tz8SiZRkxi— Squawka Football (@Squawka) May 19, 2021 Enski boltinn
Arsenal vann 3-1 sigur á Crystal Palace í síðasta heimaleik Roy Hodgson sem stjóra í enska boltanum. Bæði lið klöppuðu Hodgson inn á völlinn í upphafi leiks en hann tilkynnti í vikunni að hann myndi hætta í lok tímabilsins. Nicolas Pepe kom Arsenal yfir á 35. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Christian Benteke jafnaði metin eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik en hann hefur verið funheitur að undanförnu. Arsenal komst yfir á fyrstu mínútu uppbótartíma en markið skoraði Gabriel Martinelli eftir að hafa komið af bekknum. Nicolas Pepe bætti svo við öðru marki skömmu síðar og lokatölur 3-1. Arsenal er því með 58 stig í níunda sæti deildarinnar og á enn möguleika á Evrópusæti en allt þarf að falla með þeim. Crystal Palcae er í þrettánda sætinu með 44 stig er ein umferð er eftir af deildinni. ⚽️ Nicolas Pépé⚽️ Gabriel Martinelli⚽️ Nicolas Pépé3/3 https://t.co/tz8SiZRkxi— Squawka Football (@Squawka) May 19, 2021