Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Keflavík 1-1 | Bæði lið í leit að fyrsta sigrinum Andri Gíslason skrifar 19. maí 2021 21:51 Fylkir - Breiðablik. Mjólkurbikar kvenna. Sumar 2020. Knattspyrna, fótbolti. Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Keflvíkingar mættu í Árbæinn fyrr í kvöld og heimsóttu Fylkisstúlkur við frábærar fótboltaaðstæður. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli þótt bæði lið hefðu getað stolið sigrinum en inn vildi boltinn ekki og jafntefli niðurstaðan. Fylkisstúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og áttu þónokkrar tilraunir á fyrsta hálftíma leiksins. Helena Ósk Hálfdánardóttir var frísk í framlínunni hjá Fylki og hefði getað komið Fylkisstúlkum yfir á 24.mínútu þegar hún komst ein í gegn á móti Tiffany Sompao í marki Keflavíkur en sú síðari gerði ansi vel og varði frá henni. Eftir skothríð á mark Keflvíkinga fyrsta hálftímann var það Aerial Chavarin sem braut sér leið í gegnum vörn Fylkis og setti boltann glæsilega til hliðar þar sem Dröfn Einarsdóttir mætti og hamraði boltanum framhjá Tinnu í marki Fylkis. Eftir þetta róaðist leikurinn töluvert þar til Helgi Ólafsson dómari leiksins flautaði til hálfleiks. Seinni hálfleikurinn byrjaði rólega en á 60.mínútu gerist ansi undarlegt atvik þegar ágætur dómari leiksins ákveður að flauta vítaspyrnu. Það voru fáir sem vissu nákvæmlega hvað gerðist en víti var dæmt við litla hrifningu þjálfara Keflavíkur. Bryndís Arna Níelsdóttir steig á punktinn en Tiffany í marki Keflavíkur ver frábærlega frá henni. Úr frákastinu dettur boltinn fyrir Valgerði Ósk Valsdóttur sem hamrar honum í netið og jafnar metin. Á 86.mínútu kemst Helena Ósk ein í gegn á móti Tiffany en líkt og áður sá Tiffany við henni og varði glæsilega. Bæði lið fengu fullt af færum til að tryggja sigurinn en inn vildi boltinn ekki og því jafntefli niðurstaðan hér í Árbænum í kvöld. Af hverju endaði leikurinn jafntefli? Framherjarnir í dag voru í tómu basli við að koma boltanum framhjá markvörðum liðanna og hefðu bæði lið getað stolið sigrinum. Mikil barátta var á miðjunni og voru nokkrar hressilegar tæklingar teknar enda blautt gras og spennustigið hátt. Hverjir stóðu upp úr? Tiffany Sompao í marki Keflavíkur átti stórglæsilegan leik í markinu, varði fullt af skotum, meðal annars víti. Hulda Hrund Arnarsdóttir fyrirliði Fylkis var flott á miðjunni í kvöld. Hvað gekk illa? Þetta er auðvelt svar. Það gekk illa hjá bæði liðum að klára færin í kvöld. Helena Ósk var frísk í framlínu Fylkis en getur verið ósátt með hvernig hún kláraði sín færi í kvöld. Hvað gerist næst? Keflvíkingar fá ÍBV í heimsókn eftir rúmlega viku og á sama tíma fara Fylkiskonur yfir heiðina og heimsækja Selfyssinga. Gunnar Magnús Jónsson: Ég held að enginn nema dómarinn hafi séð það Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur var ekki sáttur með stigið sem lið hans fékk gegn Fylkisstelpum í Árbænum í kvöld. „Nei ég er langt frá því að vera sáttur, við vildum 3 stig hérna í dag og fengum færi til þess. Við fengum allaveganna tvö dauðafæri og hefðum getað komið okkur í þægilega stöðu með því að komast í 2-0 en það gekk ekki. Þetta var harður leikur og vel tekist á og það er erfitt að segja að maður sé sáttur við enn eitt jafnteflið þótt stig á útivelli sé alltaf gott á móti flottu Fylkisliði.“ Fylkisliðið var töluvert betra í fyrri hálfleiknum þótt Keflvíkingar hafi farið inn í hálfleikinn með forystu. „Við vorum með áherslubreytingar. Við fengum ekki svæði milli varnar og miðju og við löguðum það og gerðum það mjög vel í seinni hálfleik. Þær voru með tvo framherja þar sem annar var að stíga upp og við stigum ekki upp með í fyrri hálfleik en leysum það mun betur í þeim síðari. Við gerðum ákveðnar áherslubreytingar á sóknarleiknum en það skilaði ekki marki, því miður.“ Fylkir fengu ansi vafasamt víti á 60.mínútu leiksins og var Gunnar ansi hissa á þeim dóm. „Ég held að enginn nema dómarinn hafi séð það, Fylkisstúlkurnar voru jafn undrandi og ég á þessum vítadómi þannig mér fannst þetta virkilega ódýrt. Vissulega á ég eftir að skoða þetta aftur en frá mínu sjónarhorni og allra sem ég hef talað við þá var þetta mjög ódýrt.“ Keflvíkingar eru með 3 stig eftir 4 umferðir og er Gunnar þokkalega sáttur með þá byrjun. „Ég er sáttur með stígandann í liðinu, þær hafa verið að vaxa mikið og það tekur sinn tíma að koma sér inn í deildina. Sóknarleikurinn hefur verið dapur hjá okkur en mér fannst hann betri í dag en hefur verið og styttist vonandi í þessi 3 stig og með þessu áframhaldi hef ég trú að það detti inn fyrr en síðar.“ Kjartan Stefánsson: Vildum sýna okkur sjálfum hvað við getum Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis þurfti að sætta sig við stig á heimavelli er hans lið tók á móti Keflavík í kvöld. „Ég verð að sætta mig við stigið, mér fannst á stórum köflum við geta tekið þennan leik en úr því sem komið var þá sættist ég á jafnteflið.“ Fylkisstúlkur voru mun aðgangsharðari við markið í fyrri hálfleik en fá svo á sig mark þvert gegn gangi leiksins eftir rúmlega hálftíma leik. „Mér fannst við fram að marki vera með tökin og við unnum vel úr ýmsum stöðum. Ég var gríðarlega ánægður með stelpurnar og liðið. Við lendum í því áfalli að missa þrjár úr byrjunarliðinu og var ég pínu hikandi um hvernig við förum af stað. En það kemur maður í manns stað. Við markið þá föllum við svolítið til baka og missum dampinn og höldum ekki sama flæði en mér fannst við vinna okkur inn í leikinn aftur hægt og rólega.“ Fyrir þennan leik höfðu Fylkisstúlkur ekki skorað mark en það breyttist í kvöld. „Við erum búnar að vera að bíða eftir því og ég held að það hafi verið það sem við þurftum. Maður vonar að það fari að skapast ró. Núna fengum við fullt af færum sem við höfum ekki verið að fá í síðustu leikjum þannig nóg var af færunum. Við þurfum að skapa ró og öndun til þess að geta litið upp og klárað þau.“ Kjartan var sáttur með að liðið sitt skyldi komast á blað eftir tvö töp í fyrstu leikjum deildarinnar. „Það var einmitt það sem við vildum úr þessum leik. Við vildum sýna okkur sjálfum hvað við getum og ég var hrikalega sáttur með stelpurnar en við hittum markið betur næst.“ Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Keflavík ÍF
Keflvíkingar mættu í Árbæinn fyrr í kvöld og heimsóttu Fylkisstúlkur við frábærar fótboltaaðstæður. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli þótt bæði lið hefðu getað stolið sigrinum en inn vildi boltinn ekki og jafntefli niðurstaðan. Fylkisstúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og áttu þónokkrar tilraunir á fyrsta hálftíma leiksins. Helena Ósk Hálfdánardóttir var frísk í framlínunni hjá Fylki og hefði getað komið Fylkisstúlkum yfir á 24.mínútu þegar hún komst ein í gegn á móti Tiffany Sompao í marki Keflavíkur en sú síðari gerði ansi vel og varði frá henni. Eftir skothríð á mark Keflvíkinga fyrsta hálftímann var það Aerial Chavarin sem braut sér leið í gegnum vörn Fylkis og setti boltann glæsilega til hliðar þar sem Dröfn Einarsdóttir mætti og hamraði boltanum framhjá Tinnu í marki Fylkis. Eftir þetta róaðist leikurinn töluvert þar til Helgi Ólafsson dómari leiksins flautaði til hálfleiks. Seinni hálfleikurinn byrjaði rólega en á 60.mínútu gerist ansi undarlegt atvik þegar ágætur dómari leiksins ákveður að flauta vítaspyrnu. Það voru fáir sem vissu nákvæmlega hvað gerðist en víti var dæmt við litla hrifningu þjálfara Keflavíkur. Bryndís Arna Níelsdóttir steig á punktinn en Tiffany í marki Keflavíkur ver frábærlega frá henni. Úr frákastinu dettur boltinn fyrir Valgerði Ósk Valsdóttur sem hamrar honum í netið og jafnar metin. Á 86.mínútu kemst Helena Ósk ein í gegn á móti Tiffany en líkt og áður sá Tiffany við henni og varði glæsilega. Bæði lið fengu fullt af færum til að tryggja sigurinn en inn vildi boltinn ekki og því jafntefli niðurstaðan hér í Árbænum í kvöld. Af hverju endaði leikurinn jafntefli? Framherjarnir í dag voru í tómu basli við að koma boltanum framhjá markvörðum liðanna og hefðu bæði lið getað stolið sigrinum. Mikil barátta var á miðjunni og voru nokkrar hressilegar tæklingar teknar enda blautt gras og spennustigið hátt. Hverjir stóðu upp úr? Tiffany Sompao í marki Keflavíkur átti stórglæsilegan leik í markinu, varði fullt af skotum, meðal annars víti. Hulda Hrund Arnarsdóttir fyrirliði Fylkis var flott á miðjunni í kvöld. Hvað gekk illa? Þetta er auðvelt svar. Það gekk illa hjá bæði liðum að klára færin í kvöld. Helena Ósk var frísk í framlínu Fylkis en getur verið ósátt með hvernig hún kláraði sín færi í kvöld. Hvað gerist næst? Keflvíkingar fá ÍBV í heimsókn eftir rúmlega viku og á sama tíma fara Fylkiskonur yfir heiðina og heimsækja Selfyssinga. Gunnar Magnús Jónsson: Ég held að enginn nema dómarinn hafi séð það Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur var ekki sáttur með stigið sem lið hans fékk gegn Fylkisstelpum í Árbænum í kvöld. „Nei ég er langt frá því að vera sáttur, við vildum 3 stig hérna í dag og fengum færi til þess. Við fengum allaveganna tvö dauðafæri og hefðum getað komið okkur í þægilega stöðu með því að komast í 2-0 en það gekk ekki. Þetta var harður leikur og vel tekist á og það er erfitt að segja að maður sé sáttur við enn eitt jafnteflið þótt stig á útivelli sé alltaf gott á móti flottu Fylkisliði.“ Fylkisliðið var töluvert betra í fyrri hálfleiknum þótt Keflvíkingar hafi farið inn í hálfleikinn með forystu. „Við vorum með áherslubreytingar. Við fengum ekki svæði milli varnar og miðju og við löguðum það og gerðum það mjög vel í seinni hálfleik. Þær voru með tvo framherja þar sem annar var að stíga upp og við stigum ekki upp með í fyrri hálfleik en leysum það mun betur í þeim síðari. Við gerðum ákveðnar áherslubreytingar á sóknarleiknum en það skilaði ekki marki, því miður.“ Fylkir fengu ansi vafasamt víti á 60.mínútu leiksins og var Gunnar ansi hissa á þeim dóm. „Ég held að enginn nema dómarinn hafi séð það, Fylkisstúlkurnar voru jafn undrandi og ég á þessum vítadómi þannig mér fannst þetta virkilega ódýrt. Vissulega á ég eftir að skoða þetta aftur en frá mínu sjónarhorni og allra sem ég hef talað við þá var þetta mjög ódýrt.“ Keflvíkingar eru með 3 stig eftir 4 umferðir og er Gunnar þokkalega sáttur með þá byrjun. „Ég er sáttur með stígandann í liðinu, þær hafa verið að vaxa mikið og það tekur sinn tíma að koma sér inn í deildina. Sóknarleikurinn hefur verið dapur hjá okkur en mér fannst hann betri í dag en hefur verið og styttist vonandi í þessi 3 stig og með þessu áframhaldi hef ég trú að það detti inn fyrr en síðar.“ Kjartan Stefánsson: Vildum sýna okkur sjálfum hvað við getum Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis þurfti að sætta sig við stig á heimavelli er hans lið tók á móti Keflavík í kvöld. „Ég verð að sætta mig við stigið, mér fannst á stórum köflum við geta tekið þennan leik en úr því sem komið var þá sættist ég á jafnteflið.“ Fylkisstúlkur voru mun aðgangsharðari við markið í fyrri hálfleik en fá svo á sig mark þvert gegn gangi leiksins eftir rúmlega hálftíma leik. „Mér fannst við fram að marki vera með tökin og við unnum vel úr ýmsum stöðum. Ég var gríðarlega ánægður með stelpurnar og liðið. Við lendum í því áfalli að missa þrjár úr byrjunarliðinu og var ég pínu hikandi um hvernig við förum af stað. En það kemur maður í manns stað. Við markið þá föllum við svolítið til baka og missum dampinn og höldum ekki sama flæði en mér fannst við vinna okkur inn í leikinn aftur hægt og rólega.“ Fyrir þennan leik höfðu Fylkisstúlkur ekki skorað mark en það breyttist í kvöld. „Við erum búnar að vera að bíða eftir því og ég held að það hafi verið það sem við þurftum. Maður vonar að það fari að skapast ró. Núna fengum við fullt af færum sem við höfum ekki verið að fá í síðustu leikjum þannig nóg var af færunum. Við þurfum að skapa ró og öndun til þess að geta litið upp og klárað þau.“ Kjartan var sáttur með að liðið sitt skyldi komast á blað eftir tvö töp í fyrstu leikjum deildarinnar. „Það var einmitt það sem við vildum úr þessum leik. Við vildum sýna okkur sjálfum hvað við getum og ég var hrikalega sáttur með stelpurnar en við hittum markið betur næst.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti