Íslenski boltinn

Sjáðu „draugavítið“ sem Fylkiskonur fengu í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fylkiskonur fagna markinu sínu sem kom eftir vítið umdeilda.
Fylkiskonur fagna markinu sínu sem kom eftir vítið umdeilda. Skjámynd/S2 Sport

Keflvíkingar voru allt annað en sáttir með vítið sem kostaði liðið mögulega fyrsta sigurinn í Pepsi Max deild kvenna í sumar.

Fylkiskonur skoruðu jöfnunarmarkið sitt þegar Valgerður Ósk Valsdóttir fylgdi eftir vítaspyrnu sem Tiffany Sornpao varði frá Bryndísi Örnu Níelsdóttur.

Vítið dæmdi Helgi Ólafsson dómari fyrir brot á Valgerði Ósk en það var hins vegar erfitt að sjá það brot eins og áhugasamir geta séð í myndbandinu hér fyrir neðan.

Klippa: Víti Fylkis á móti Keflavík

Valgerður stendur þar upp úr tæklingu hjá Natöshu Moraa Anasi en Keflavíkurkonur eru eitt stórt spurningarmerki þegar dómarinn bendir á punktinn. Líklega kemur Natasha við Valgerði en að dæma þarna víti er mjög sérstakur dómur.

„Ég held að enginn nema dómarinn hafi séð það. Fylkisstúlkurnar voru jafn undrandi og ég á þessum vítadómi þannig mér fannst þetta virkilega ódýrt. Vissulega á ég eftir að skoða þetta aftur en frá mínu sjónarhorni og allra sem ég hef talað við þá var þetta mjög ódýrt,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur við Vísi eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×