Enski boltinn

Fyrsti varnarmaðurinn sem blaðamenn velja bestan í 32 ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúben Dias gjörbreytti vörn Manchester City.
Rúben Dias gjörbreytti vörn Manchester City. getty/Michael Regan

Rúben Dias, leikmaður Manchester City, var valinn leikmaður ársins á Englandi af samtökum blaðamanna.

Dias fékk langflest atkvæði í kjörinu. Harry Kane, framherji Tottenham, var í 2. sæti og samherji Dias hjá City, Kevin De Bruyne, í því þriðja.

Dias er fyrsti varnarmaðurinn í 32 ár sem fær þessi verðlaun eða síðan Steve Nicol, þáverandi leikmaður Liverpool, fékk þau tímabilið 1988-89.

Portúgalinn hefur átt frábært tímabil með City eftir að félagið keypti hann frá Benfica í lok september á síðasta ári á rúmlega sextíu milljónir punda. Dias hefur leikið 47 leiki í öllum keppnum í vetur og skorað eitt mark.

City er búið að vinna Englandsmeistaratitilinn og deildabikarinn og getur unnið Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins um þarnæstu helgi. City mætir Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×