Bretarnir gætu notið sín í vindinum á einum erfiðasta velli heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2021 15:31 Rory McIlroy vann loks mót fyrir tveimur vikum og mætir fullur sjálfstrausts til leiks á PGA meistaramótinu. getty/Jamie Squire Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur, kveðst afar spenntur fyrir PGA meistaramótinu sem hefst í dag. Leikið er á Kiawah Island vellinum í Suður-Karólínu sem er ógnarlangur og mjög erfiður. „Völlurinn er krefjandi og þetta er einn af erfiðustu golfvöllum sem leikið er á. Hæsta tala sem hægt er að fara í erfiðleikstuðli golfvalla er 155. Þessi völlur er 155. Þetta er einn erfiðasti völlur sem leikið er á,“ sagði Þorsteinn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Ég hlakka svakalega til að horfa á allra bestu karlkylfingana glíma við svona erfiðan völl.“ Klippa: Þorsteinn um PGA meistaramótið Þorsteinn segir að sigurvegari PGA meistaramótsins gæti komið úr óvæntri átt. „Það gæti alveg farið svo því völlurinn er erfiður. Hann er við sjóinn og það gæti verið vindur. Það eru margir sem telja að það gæti hentað einhverjum Bretum. Þeir þekkja vindinn þannig að við gætum séð eitthvað óvænt,“ sagði Þorsteinn. Hann hefur ágætis trú á Rory McIlroy sem vann loks mót um þarsíðustu helgi eftir eins og hálfs árs bið. „Hann vann síðasta mót sem hann tók þátt í fyrir tveimur vikum. Jordan Spieth hefur leikið vel sem og margir aðrir. Justin Thomas, Jon Rahm og Brooks Koepka leikur venjulega vel á þessum stóru mótum,“ sagði Þorsteinn. Bandaríkjamaðurinn Collin Morikawa á titil að verja en hann hrósaði sigri á PGA meistaramótinu á síðasta ári. Bein útsending frá fyrsta degi PGA meistaramótsins hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Tengdar fréttir Golfkastarar hafa mesta trú á Johnson og Schauffele á PGA Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurarson, stjórnendur Golfkastsins, telja Dustin Johnson og Xander Schauffele líklegasta til afreka á PGA meistaramótinu sem hefst í dag. 20. maí 2021 14:31 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Sjá meira
„Völlurinn er krefjandi og þetta er einn af erfiðustu golfvöllum sem leikið er á. Hæsta tala sem hægt er að fara í erfiðleikstuðli golfvalla er 155. Þessi völlur er 155. Þetta er einn erfiðasti völlur sem leikið er á,“ sagði Þorsteinn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Ég hlakka svakalega til að horfa á allra bestu karlkylfingana glíma við svona erfiðan völl.“ Klippa: Þorsteinn um PGA meistaramótið Þorsteinn segir að sigurvegari PGA meistaramótsins gæti komið úr óvæntri átt. „Það gæti alveg farið svo því völlurinn er erfiður. Hann er við sjóinn og það gæti verið vindur. Það eru margir sem telja að það gæti hentað einhverjum Bretum. Þeir þekkja vindinn þannig að við gætum séð eitthvað óvænt,“ sagði Þorsteinn. Hann hefur ágætis trú á Rory McIlroy sem vann loks mót um þarsíðustu helgi eftir eins og hálfs árs bið. „Hann vann síðasta mót sem hann tók þátt í fyrir tveimur vikum. Jordan Spieth hefur leikið vel sem og margir aðrir. Justin Thomas, Jon Rahm og Brooks Koepka leikur venjulega vel á þessum stóru mótum,“ sagði Þorsteinn. Bandaríkjamaðurinn Collin Morikawa á titil að verja en hann hrósaði sigri á PGA meistaramótinu á síðasta ári. Bein útsending frá fyrsta degi PGA meistaramótsins hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Tengdar fréttir Golfkastarar hafa mesta trú á Johnson og Schauffele á PGA Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurarson, stjórnendur Golfkastsins, telja Dustin Johnson og Xander Schauffele líklegasta til afreka á PGA meistaramótinu sem hefst í dag. 20. maí 2021 14:31 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Sjá meira
Golfkastarar hafa mesta trú á Johnson og Schauffele á PGA Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurarson, stjórnendur Golfkastsins, telja Dustin Johnson og Xander Schauffele líklegasta til afreka á PGA meistaramótinu sem hefst í dag. 20. maí 2021 14:31