Golf

Kanada­maðurinn Conners á toppnum eftir fyrsta hring

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Corey Conners leiðir eftir fyrsta hring.
Corey Conners leiðir eftir fyrsta hring. EPA-EFE/ERIK S. LESSER

Corey Conners er sem stendur efstur á PGA-meistaramótinu í golfi en fyrsta hring lauk rétt í þessu. Hinn 29 ára gamli Conners lék hringinn á fimm höggum undir pari og er tveimur höggum á undan næstu mönnum.

Það var mjótt á munum á fyrsta hring en Conners tókst að lyfta sér upp fyrir næstu menn með góðri spilamennsku. Á eftir honum koma alls sex kylfingar jafnir í öðru sæti á þremur höggum undir pari.

Þeir eru: Keegan Bradley, Viktor Hovland, Brooks Koepka, Aaron Wise, Sam Horsfield og Cameron Davis.

Gamla brýnið Phil Mickelson er svo meðal þeirra kylfinga sem koma þar á eftir á tveimur höggum undir pari.

Mótið heldur áfram á morgun og er sýnt beint frá því á Stöð 2 Golf.


Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×