Unnur Ösp leikstýrir söngleik í Þjóðleikhúsinu Stefán Árni Pálsson skrifar 21. maí 2021 14:31 Unnur Ösp hefur tekið nokkur verk að sér í leikstjórn. Unnur Ösp leikstýrir glænýjum söngleik, Sem á himni, þar sem hópur 25 leikara og tólf manna hljómsveit mun flytja fagra tónlist. Kvikmyndin sem söngleikurinn er byggður á var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin árið 2004. Verkið verður frumsýnt á næsta ári en söngleikurinn er byggður á verðlaunamynd sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna, og er sannkallaður óður til lífsins, listarinnar og ástarinnar, sem lætur engan ósnortinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Sem á himni er söngleikur sem leikur á allan tilfinningaskalann. Verkið gerist í litlu samfélagi á landsbyggðinni þar sem allir þekkja alla, og hver hefur innsýn í annars gleði og sorgir. Þegar heimsfrægur hljómsveitarstjóri, á hátindi ferils síns, sest óvænt að í þorpinu til að draga sig út úr skarkala heimsins þykir ýmsum tilvalið að fá hann til að stýra kirkjukórnum. Mikil tilhlökkun Þessi maður á sér sársaukaþrungin leyndarmál, en þegar tónlistin fer að óma af nýjum og áður óþekktum krafti í litla samfélaginu byrjar að losna um margt og lífið tekur óvænta stefnu. Sem á himni er hrífandi saga um hin sönnu verðmæti í lífinu, gildi vináttunnar og ástina. Söngleikurinn er byggður á geysivinsælli samnefndri sænskri bíómynd sem tilnefnd var til Óskarverðlauna. Höfundar eru Fredrik Kempe og Carin og Kay Pollak. „Það er mikil tilhlökkun að takast á við að setja á svið þennan yndislega söngleik á Stóra sviði Þjóðleikhússins, með öllu þessu magnaða listafólki,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir. „Ég og við öll sem erum að undirbúa uppsetninguna erum gersamlega heilluð af tónlistinni. Þessi söngleikur er sannarlega hjartnæm innblástursbomba sem mun hrista upp í tilveru áhorfenda.“ Meðal leikstjórnarverkefna Unnar Aspar eru sýningarnar Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu og Mamma Mia í Borgarleikhúsinu. Unnur er meðal þeirra listamanna sem gengu á síðasta ári í hóp fastráðinna listamanna Þjóðleikhússins. Listrænir stjórnendur eru í fremstu röð: Leikstjórn: Unnur Ösp Stefánsdóttir Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson Þýðing: Þórarinn Eldjárn Danshöfundur: Lee Proud Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Æfingar hefjast nú í september en frumsýning er á nýju ári. Menning Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Verkið verður frumsýnt á næsta ári en söngleikurinn er byggður á verðlaunamynd sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna, og er sannkallaður óður til lífsins, listarinnar og ástarinnar, sem lætur engan ósnortinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Sem á himni er söngleikur sem leikur á allan tilfinningaskalann. Verkið gerist í litlu samfélagi á landsbyggðinni þar sem allir þekkja alla, og hver hefur innsýn í annars gleði og sorgir. Þegar heimsfrægur hljómsveitarstjóri, á hátindi ferils síns, sest óvænt að í þorpinu til að draga sig út úr skarkala heimsins þykir ýmsum tilvalið að fá hann til að stýra kirkjukórnum. Mikil tilhlökkun Þessi maður á sér sársaukaþrungin leyndarmál, en þegar tónlistin fer að óma af nýjum og áður óþekktum krafti í litla samfélaginu byrjar að losna um margt og lífið tekur óvænta stefnu. Sem á himni er hrífandi saga um hin sönnu verðmæti í lífinu, gildi vináttunnar og ástina. Söngleikurinn er byggður á geysivinsælli samnefndri sænskri bíómynd sem tilnefnd var til Óskarverðlauna. Höfundar eru Fredrik Kempe og Carin og Kay Pollak. „Það er mikil tilhlökkun að takast á við að setja á svið þennan yndislega söngleik á Stóra sviði Þjóðleikhússins, með öllu þessu magnaða listafólki,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir. „Ég og við öll sem erum að undirbúa uppsetninguna erum gersamlega heilluð af tónlistinni. Þessi söngleikur er sannarlega hjartnæm innblástursbomba sem mun hrista upp í tilveru áhorfenda.“ Meðal leikstjórnarverkefna Unnar Aspar eru sýningarnar Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu og Mamma Mia í Borgarleikhúsinu. Unnur er meðal þeirra listamanna sem gengu á síðasta ári í hóp fastráðinna listamanna Þjóðleikhússins. Listrænir stjórnendur eru í fremstu röð: Leikstjórn: Unnur Ösp Stefánsdóttir Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson Þýðing: Þórarinn Eldjárn Danshöfundur: Lee Proud Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Æfingar hefjast nú í september en frumsýning er á nýju ári.
Menning Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira