Enski boltinn

Nuno hættir með Wolves og þykir líklegastur til að taka við Tottenham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nuno Espírito Santo hefur stýrt Wolves í fjögur ár.
Nuno Espírito Santo hefur stýrt Wolves í fjögur ár. getty/Jack Thomas

Nuno Espírito Santo stýrir Wolves í síðasta sinn þegar liðið mætir Manchester United í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Hann er sterklega orðaður við stjórastarfið hjá Tottenham.

Wolves tilkynnti í dag að Nuno myndi láta af störfum hjá félaginu eftir tímabilið. Portúgalinn hefur stýrt Úlfunum síðan 2017 með fyrirtaks árangri.

Undir stjórn Nunos vann Wolves ensku B-deildina tímabilið 2017-18. Á fyrsta tímabili liðsins í ensku úrvalsdeildinni lenti það í 7. sæti sem var besti árangur þess frá tímabilinu 1979-80.

Tímabilið 2019-20 enduðu Úlfarnir aftur í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komust í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Ekki hefur gengið jafn vel í vetur og Wolves er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og kemst ekki ofar í lokaumferðinni.

Nuno er meðal þeirra stjóra sem hafa verið orðaðir við Tottenham og eftir fréttir dagsins þykir hann líklegastur til að taka við Spurs samkvæmt veðbönkum.

Auk Wolves hefur hinn 47 ára Nuno stýrt Rio Ave og Porto í heimalandinu og Valencia á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×