Tap gegn Villa kom ekki að sök Anton Ingi Leifsson skrifar 23. maí 2021 16:55 Azpilicueta var væntanlega vel stressaður að Chelsea væri að missa af Meistaradeildarsæti en allt kom fyrir ekki. Clive Mason/Getty Images Chelsea tapaði 2-1 fyrir Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar en þrátt fyrir tapið tryggðu þeir sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð því Leicester tapaði á sama tíma gegn Tottenham á heimavelli. Aston Villa komst yfir á 43. mínútu með marki Bertrand Traore. Hornspyrnan var vel unnin, beint af æfingasvæðinu, sem endaði með því að Traore kom boltanum í netið. Chelsea þurfti að skipta um markvörð í hálfleik er Edouard Mendy fór af velli vegna meiðsla og Kepa kom í markið í hans stað. Kepa tókst ekki að verja vítaspyrnu Anwar El Ghazi á 52. mínútu eftir að Jorginho braut á Bertrand Traore. Ben Chillwell minnkaði muninn fyrir Chelsea á 70. mínútu en nær komust þeir ekki og lokatölur 2-1. Chelsea endar í fjórða sætinu og er því tryggt í Meistaradeildina á næstu leiktíð en þeir mæta Man. City í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni á laugardag. Aston Villa endar í ellefta sætinu. FT Aston Villa 2-1 ChelseaThomas Tuchel's side have done it!Chelsea join Man City, Man Utd and Liverpool in the Champions League next season, despite defeat at Villa Park.#AVLCHE #CFC #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2021 Enski boltinn
Chelsea tapaði 2-1 fyrir Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar en þrátt fyrir tapið tryggðu þeir sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð því Leicester tapaði á sama tíma gegn Tottenham á heimavelli. Aston Villa komst yfir á 43. mínútu með marki Bertrand Traore. Hornspyrnan var vel unnin, beint af æfingasvæðinu, sem endaði með því að Traore kom boltanum í netið. Chelsea þurfti að skipta um markvörð í hálfleik er Edouard Mendy fór af velli vegna meiðsla og Kepa kom í markið í hans stað. Kepa tókst ekki að verja vítaspyrnu Anwar El Ghazi á 52. mínútu eftir að Jorginho braut á Bertrand Traore. Ben Chillwell minnkaði muninn fyrir Chelsea á 70. mínútu en nær komust þeir ekki og lokatölur 2-1. Chelsea endar í fjórða sætinu og er því tryggt í Meistaradeildina á næstu leiktíð en þeir mæta Man. City í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni á laugardag. Aston Villa endar í ellefta sætinu. FT Aston Villa 2-1 ChelseaThomas Tuchel's side have done it!Chelsea join Man City, Man Utd and Liverpool in the Champions League next season, despite defeat at Villa Park.#AVLCHE #CFC #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2021