Tap gegn Villa kom ekki að sök

Anton Ingi Leifsson skrifar
Azpilicueta var væntanlega vel stressaður að Chelsea væri að missa af Meistaradeildarsæti en allt kom fyrir ekki.
Azpilicueta var væntanlega vel stressaður að Chelsea væri að missa af Meistaradeildarsæti en allt kom fyrir ekki. Clive Mason/Getty Images

Chelsea tapaði 2-1 fyrir Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar en þrátt fyrir tapið tryggðu þeir sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð því Leicester tapaði á sama tíma gegn Tottenham á heimavelli.

Aston Villa komst yfir á 43. mínútu með marki Bertrand Traore. Hornspyrnan var vel unnin, beint af æfingasvæðinu, sem endaði með því að Traore kom boltanum í netið.

Chelsea þurfti að skipta um markvörð í hálfleik er Edouard Mendy fór af velli vegna meiðsla og Kepa kom í markið í hans stað.

Kepa tókst ekki að verja vítaspyrnu Anwar El Ghazi á 52. mínútu eftir að Jorginho braut á Bertrand Traore.

Ben Chillwell minnkaði muninn fyrir Chelsea á 70. mínútu en nær komust þeir ekki og lokatölur 2-1.

Chelsea endar í fjórða sætinu og er því tryggt í Meistaradeildina á næstu leiktíð en þeir mæta Man. City í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni á laugardag.

Aston Villa endar í ellefta sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira