Memphis henti Golden State úr keppni eftir framlengdan leik | Úrslitakeppnin klár Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 09:30 Ja Morant hafði betur gegn Stephen Curry í nótt. Getty Images/Lachlan Cunningham Memphis Grizzlies varð í nótt áttunda og síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta vestanhafs. Liðið vann 117-112 sigur á Golden State Warriors eftir framlengdan leik. Memphis hafði unnið fyrri leik liðanna í umspilinu um sæti í úrslitakeppninni og dugði því sigur er þau mættust í San Francisco í nótt. Fátt aðskildi liðin framan af en staðan var 30-29 fyrir Memphis eftir fyrsta leikhlutann. Munurinn var þó orðin 13 stig, 62-49, í hálfleik en Golden State vann þann mun upp í síðari leikhlutunum tveimur. Golden State skoraði 14 stig gegn fjórum stigum gestanna á lokakaflanum í fjórða leikhluta, til að jafna leikinn 99-99 og knýja fram framlengingu. JA MORANT SEALS IT, SENDING THE @MEMGRIZZ TO THE #NBAPLAYOFFS! pic.twitter.com/szxpXfTw9c— NBA (@NBA) May 22, 2021 Það var hins vegar mikil seigla í Ja Morant sem skoraði 15 stig í fjórða leikhluta og framlengingunni, og fór fyrir Memphis í 117-112 sigri. Alls skoraði Morant 35 stig í leiknum, auk þess að taka sex fráköst og gefa sex stoðsendingar. Stephen Curry úr Golden State var stigahæstur á gólfinu í gær með 39 stig en átti þó sjö af 21 töpuðum bolta liðsins. Liðsfélagi hans Draymond Green var með þrefalda tvennu; 11 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. @JaMorant comes up HUGE in the #StateFarmPlayIn to send the @memgrizz to the #NBAPlayoffs!35 PTS15 in the 4th and OT : MEM/UTA Sunday, 9:30pm/et, TNT pic.twitter.com/bvbgxPUEMU— NBA (@NBA) May 22, 2021 Memphis Grizzlies er því áttunda og síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni í ár, og er þar í fyrsta sinn frá 2017. Þeirra bíður topplið Vesturdeildarinnar, Utah Jazz. Fyrsti leikur liðanna fer fram á sunnudag. Golden State missir hins vegar af sæti í úrslitakeppninni annað árið í röð eftir að hafa farið alla leið í úrslitaeinvígið fimm ár í röð frá tímabilinu 2014-15 til 2018-19. Eitthvað hefur fjarvera Klay Thompson að segja, sem hefur misst af síðustu tveimur tímabilum vegna meiðsla. Úrslitakeppnin af stað í kvöld Úrslitakeppnin hefst í kvöld þar sem fjórir leikir fara fram. Miami Heat og Milwaukee Bucks hefst klukkan 18:00, Dallas Mavericks mæta Los Angeles Clippers klukkan 20:30, Boston Celtics og Brooklyn Nets eigast við á miðnætti og þá sækja Portland Trailblazers lið Denver Nuggets heim klukkan hálf þrjú í nótt. Leikur Dallas Mavericks og Los Angeles Clippers verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Memphis hafði unnið fyrri leik liðanna í umspilinu um sæti í úrslitakeppninni og dugði því sigur er þau mættust í San Francisco í nótt. Fátt aðskildi liðin framan af en staðan var 30-29 fyrir Memphis eftir fyrsta leikhlutann. Munurinn var þó orðin 13 stig, 62-49, í hálfleik en Golden State vann þann mun upp í síðari leikhlutunum tveimur. Golden State skoraði 14 stig gegn fjórum stigum gestanna á lokakaflanum í fjórða leikhluta, til að jafna leikinn 99-99 og knýja fram framlengingu. JA MORANT SEALS IT, SENDING THE @MEMGRIZZ TO THE #NBAPLAYOFFS! pic.twitter.com/szxpXfTw9c— NBA (@NBA) May 22, 2021 Það var hins vegar mikil seigla í Ja Morant sem skoraði 15 stig í fjórða leikhluta og framlengingunni, og fór fyrir Memphis í 117-112 sigri. Alls skoraði Morant 35 stig í leiknum, auk þess að taka sex fráköst og gefa sex stoðsendingar. Stephen Curry úr Golden State var stigahæstur á gólfinu í gær með 39 stig en átti þó sjö af 21 töpuðum bolta liðsins. Liðsfélagi hans Draymond Green var með þrefalda tvennu; 11 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. @JaMorant comes up HUGE in the #StateFarmPlayIn to send the @memgrizz to the #NBAPlayoffs!35 PTS15 in the 4th and OT : MEM/UTA Sunday, 9:30pm/et, TNT pic.twitter.com/bvbgxPUEMU— NBA (@NBA) May 22, 2021 Memphis Grizzlies er því áttunda og síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni í ár, og er þar í fyrsta sinn frá 2017. Þeirra bíður topplið Vesturdeildarinnar, Utah Jazz. Fyrsti leikur liðanna fer fram á sunnudag. Golden State missir hins vegar af sæti í úrslitakeppninni annað árið í röð eftir að hafa farið alla leið í úrslitaeinvígið fimm ár í röð frá tímabilinu 2014-15 til 2018-19. Eitthvað hefur fjarvera Klay Thompson að segja, sem hefur misst af síðustu tveimur tímabilum vegna meiðsla. Úrslitakeppnin af stað í kvöld Úrslitakeppnin hefst í kvöld þar sem fjórir leikir fara fram. Miami Heat og Milwaukee Bucks hefst klukkan 18:00, Dallas Mavericks mæta Los Angeles Clippers klukkan 20:30, Boston Celtics og Brooklyn Nets eigast við á miðnætti og þá sækja Portland Trailblazers lið Denver Nuggets heim klukkan hálf þrjú í nótt. Leikur Dallas Mavericks og Los Angeles Clippers verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti