Sigurhæðir er ný þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. maí 2021 13:04 Fjórar af konunum, sem koma að starfsemi Sigurhæða á Selfossi. Frá vinstri, Elísabet Valtýsdóttir frá Soroptimistaklúbbi Suðurlands, Hildur Jónsdóttir, verkefnisstjóri, Elísabet Lorange, teymisstjóri og Jóhanna Kristín Jónsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í EMDR. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurhæðir er ný starfsemi á Suðurlandi, sem er þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis í landshlutanum. Soroptimistaklúbbur Suðurlands er frumkvöðull að verkefninu en mikil eftirspurn er eftir þjónustu Sigurhæða, sem er gjaldfrjáls. Sigurhæðir tók til starfa 20. mars síðastliðinn í húsnæði við Skólavelli 1 á Selfossi. Öll sveitarfélög á Suðurlandi standa að baki Sigurhæða, auk ýmissa annarra aðila. Hildur Jónsdóttir er verkefnisstjóri Sigurhæða. „Við erum sem sagt fyrsta úrræðið, sem er boðið þessum hópi, þolendum kynbundins ofbeldis, hvort sem það er líkamlegt, kynferðislegt eða andlegt,“ segir Hildur og bætir við að starfsemin hafi fengið ótrúlegar góðar viðtökur. „Já, þannig er, af því að við erum með þessa öflugu samstarfsfélaga og erum samstarfsverkefni. Það er Soroptimistaklúbbur Suðurlands, sem hafði frumkvæði að verkefninu en kallaði alla þessa aðila saman, sem undantekningarlaust tóku okkur fagnandi og stundum komu þessi skemmtilegu viðbrögð, „Já, við erum búin að vera að bíða eftir svona frumkvæði úr grasrótinni.““ Allar konur, 18 ára og eldri geta sóttu þjónustu Sigurhæðar sér að kostnaðarlausu. Hildur segir starfið fara mjög vel af stað og mikil aðsókn sé í viðtöl og ráðgjöf hjá Sigurhæðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhanna Kristín Jónsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í EMDR, sem er með mikla reynslu af áfallameðferð er í teyminu hjá Sigurhæðum. Konum er vísað til hennar á seinni stigum meðferðar í sérhæfða áfallameðferð. Jóhanna Kristín, sálfræðingur, sem er með mikla reynslu af áfallameðferð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er meðferð, sem skilar ótrúlega góðum árangri og er í rauninni einstakt að Sigurhæð geti boðið sínum skjólstæðingum upp á þess háttar meðferð. Við vitum að stór hluti af þessum konum erum að glíma við bæði núverandi áföll en líka, margar þeirra eiga lang áfallasögu.“ Hildur segir nauðsynlegt að þessi skilaboð komist á framfæri hafi konur Á Suðurlandi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. „Núna er tækifærið til þess að vinna með það og úrræðin eru komin í heimabyggð á Suðurlandi.“ Aðeins um Sigurhæðir: Soroptimistaklúbbur Suðurlands er frumkvöðull að verkefninu. Verkefnisstjórn skipuð samstarfsaðilum hélt sinn fyrsta fund í desember á liðnu ári og eiga fulltrúar eftirfarandi samstarfsaðila sæti í henni auk Soroptimista: Lögreglunnar á Suðurlandi, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Árborgar, Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (byggðasamlag sjö sveitarfélaga), Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu (byggðasamlag fimm sveitarfélaga), sveitarfélagsins Hornafjarðar og Kvennaráðgjafarinnar. Þjónustuveitendur við skjólstæðinga SIGURHÆÐA auk áðurtaldra eru Mannréttindaskrifstofa Íslands og Markþjálfafélags Íslands. Virkt samstarf er einnig við Bjarkarhlíð í Reykjavík, Bjarmahlíð á Akureyri, Stígamót, Kvennaathvarfið, Drekaslóð og Rótina. Þá hefur Vestmannaeyjabær styrkt verkefnið. Þetta þýðir að öll sveitarfélög á Suðurlandi standa að baki SIGURHÆÐA. Árborg Kynferðisofbeldi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
Sigurhæðir tók til starfa 20. mars síðastliðinn í húsnæði við Skólavelli 1 á Selfossi. Öll sveitarfélög á Suðurlandi standa að baki Sigurhæða, auk ýmissa annarra aðila. Hildur Jónsdóttir er verkefnisstjóri Sigurhæða. „Við erum sem sagt fyrsta úrræðið, sem er boðið þessum hópi, þolendum kynbundins ofbeldis, hvort sem það er líkamlegt, kynferðislegt eða andlegt,“ segir Hildur og bætir við að starfsemin hafi fengið ótrúlegar góðar viðtökur. „Já, þannig er, af því að við erum með þessa öflugu samstarfsfélaga og erum samstarfsverkefni. Það er Soroptimistaklúbbur Suðurlands, sem hafði frumkvæði að verkefninu en kallaði alla þessa aðila saman, sem undantekningarlaust tóku okkur fagnandi og stundum komu þessi skemmtilegu viðbrögð, „Já, við erum búin að vera að bíða eftir svona frumkvæði úr grasrótinni.““ Allar konur, 18 ára og eldri geta sóttu þjónustu Sigurhæðar sér að kostnaðarlausu. Hildur segir starfið fara mjög vel af stað og mikil aðsókn sé í viðtöl og ráðgjöf hjá Sigurhæðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhanna Kristín Jónsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í EMDR, sem er með mikla reynslu af áfallameðferð er í teyminu hjá Sigurhæðum. Konum er vísað til hennar á seinni stigum meðferðar í sérhæfða áfallameðferð. Jóhanna Kristín, sálfræðingur, sem er með mikla reynslu af áfallameðferð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er meðferð, sem skilar ótrúlega góðum árangri og er í rauninni einstakt að Sigurhæð geti boðið sínum skjólstæðingum upp á þess háttar meðferð. Við vitum að stór hluti af þessum konum erum að glíma við bæði núverandi áföll en líka, margar þeirra eiga lang áfallasögu.“ Hildur segir nauðsynlegt að þessi skilaboð komist á framfæri hafi konur Á Suðurlandi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. „Núna er tækifærið til þess að vinna með það og úrræðin eru komin í heimabyggð á Suðurlandi.“ Aðeins um Sigurhæðir: Soroptimistaklúbbur Suðurlands er frumkvöðull að verkefninu. Verkefnisstjórn skipuð samstarfsaðilum hélt sinn fyrsta fund í desember á liðnu ári og eiga fulltrúar eftirfarandi samstarfsaðila sæti í henni auk Soroptimista: Lögreglunnar á Suðurlandi, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Árborgar, Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (byggðasamlag sjö sveitarfélaga), Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu (byggðasamlag fimm sveitarfélaga), sveitarfélagsins Hornafjarðar og Kvennaráðgjafarinnar. Þjónustuveitendur við skjólstæðinga SIGURHÆÐA auk áðurtaldra eru Mannréttindaskrifstofa Íslands og Markþjálfafélags Íslands. Virkt samstarf er einnig við Bjarkarhlíð í Reykjavík, Bjarmahlíð á Akureyri, Stígamót, Kvennaathvarfið, Drekaslóð og Rótina. Þá hefur Vestmannaeyjabær styrkt verkefnið. Þetta þýðir að öll sveitarfélög á Suðurlandi standa að baki SIGURHÆÐA.
Árborg Kynferðisofbeldi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira