„Geta ekki leyft sér að mæta svona í úrslitaeinvígið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2021 09:00 Bryndís Guðmundsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir segja Valskonur þurfa að stíga upp í komandi einvígi við Hauka. Þær búast við spennandi einvígi sem geti vel farið í fimm leiki. Ljóst varð á föstudag að Valur og Haukar munu etja kappi í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Einvígið hefst á fimmtudagskvöld en rýnt var í það sem framundan er í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld. Haukakonur rúlluðu yfir Keflavík á föstudag og unnu 30 stiga sigur, 80-50, til að sópa Keflvíkingum í undanúrslitaeinvíginu. Valskonur sópuðu sömuleiðis liði Fjölnis en þurftu að hafa meira fyrir hlutunum í 78-74 sigri. Þær þurfa að stíga upp í komandi einvígi gegn sterku Haukaliði samkvæmt sérfræðingum Domino's körfuboltakvölds. „Ég held að serían verði rosalega spennandi og fari í fimm leiki, en finnst erfitt að giska á það hvoru megin þetta mun detta. Valskonur þurfa að passa sig núna því að Haukarnir eru á þvílíkri siglingu. Eins og þessar Valsstelpur eru góðar hafa þær ekki sýnt sitt rétta andlit í 40 mínútur.“ sagði fyrrum landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir í Körfuboltakvöldi á föstudag. Þáttastjórnandinn Pálína María Gunnlaugsdóttir spurði þá Berglindi LáruGunnarsdóttur hvort það væri ekki styrkleikamerki Vals að gera alltaf nóg til að vinna þó leikina. „Þær gera alltaf þessu litlu meira en hitt liðið. Ég er svolítið hrædd við það þar sem þær hafa verið, í síðustu tveimur leikjum við Fjölni, kærulausar, vörnin ekki að smella og lengi að koma sér í gang. Þú getur kannski spilað svona á móti liði eins og Fjölni sem hefur ekki eins breiðan hóp og jafn sterkan mannskap. En þær geta ekki leyft sér að mæta svona í úrslitaeinvígið gegn Haukum.“ sagði Berglind. Bryndís nefndi þá að Valskonur hefðu hugsanlega sparað sig fyrir komandi úrslitaeinvígi og liðið geti þá farið svipaða leið og karlalið KR hefur iðulega gert síðustu ár, þar sem liðið er ekki það besta framan af móti en stígur upp þegar mest á reynir. Fleira kemur fram í áhugaverðu spjalli þeirra um komandi einvígi í þætti föstudagsins en það má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld kvenna Úrslitaeinvígi Vals og Hauka hefst að Hlíðarenda á fimmtudagskvöld og verða allir leikirnir sýndir á stöðvum Stöðvar 2 Sport. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Haukakonur rúlluðu yfir Keflavík á föstudag og unnu 30 stiga sigur, 80-50, til að sópa Keflvíkingum í undanúrslitaeinvíginu. Valskonur sópuðu sömuleiðis liði Fjölnis en þurftu að hafa meira fyrir hlutunum í 78-74 sigri. Þær þurfa að stíga upp í komandi einvígi gegn sterku Haukaliði samkvæmt sérfræðingum Domino's körfuboltakvölds. „Ég held að serían verði rosalega spennandi og fari í fimm leiki, en finnst erfitt að giska á það hvoru megin þetta mun detta. Valskonur þurfa að passa sig núna því að Haukarnir eru á þvílíkri siglingu. Eins og þessar Valsstelpur eru góðar hafa þær ekki sýnt sitt rétta andlit í 40 mínútur.“ sagði fyrrum landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir í Körfuboltakvöldi á föstudag. Þáttastjórnandinn Pálína María Gunnlaugsdóttir spurði þá Berglindi LáruGunnarsdóttur hvort það væri ekki styrkleikamerki Vals að gera alltaf nóg til að vinna þó leikina. „Þær gera alltaf þessu litlu meira en hitt liðið. Ég er svolítið hrædd við það þar sem þær hafa verið, í síðustu tveimur leikjum við Fjölni, kærulausar, vörnin ekki að smella og lengi að koma sér í gang. Þú getur kannski spilað svona á móti liði eins og Fjölni sem hefur ekki eins breiðan hóp og jafn sterkan mannskap. En þær geta ekki leyft sér að mæta svona í úrslitaeinvígið gegn Haukum.“ sagði Berglind. Bryndís nefndi þá að Valskonur hefðu hugsanlega sparað sig fyrir komandi úrslitaeinvígi og liðið geti þá farið svipaða leið og karlalið KR hefur iðulega gert síðustu ár, þar sem liðið er ekki það besta framan af móti en stígur upp þegar mest á reynir. Fleira kemur fram í áhugaverðu spjalli þeirra um komandi einvígi í þætti föstudagsins en það má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld kvenna Úrslitaeinvígi Vals og Hauka hefst að Hlíðarenda á fimmtudagskvöld og verða allir leikirnir sýndir á stöðvum Stöðvar 2 Sport. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn