Daði lofaði afa sínum sigri í Eurovision í afmælisgjöf Birgir Olgeirsson skrifar 22. maí 2021 11:57 Daði Freyr hefur lofað afa sínum að vinna Eurovision. Vísir Daði Freyr Pétursson, Eurovision-fulltrúi Íslendinga þetta árið, var heldur betur búinn að lofa afa sínum Björgvini Kristjáni Þorvarðarsyni, veglegri afmælisgjöf þetta árið. Björgvin fagnar 85 ára afmælisdeginum sínum en hann tók loforð af Daða um að gefa honum sigur í Eurovision-keppninni. „Ég fór fram á að hann ynni keppnina í kvöld og gæfi mér það í afmælisgjöf. Hann er búinn að gefa mér helminginn af gjöfinni með því að komast áfram upp úr undanriðlinum. Svo sjáum við bara til,“ segir Björgvin Kristján, léttur í bragði á afmælisdeginum. Hann er þó eilítið óhress með að Daði og félagar hans í Gagnamagninu fái ekki að vera í grænaherberginu í kvöld. „Það er svolítið fúlt finnst mér en þetta eru þessir tímar.“ Daði og Gagnamagnið flytja lagið Ten Years og verða tólfta atriðið á svið í kvöld. Þeim er spáð góðu gengi í veðbönkunum, eða sjötta sæti. „Mér finnst þetta lag frábært. Það er grípandi og þau eru alveg frábær finnst mér,“ segir Björgvin. Spurður hvaðan Daði hefur tónlistarhæfileikana vill Björgin meina að þeir komi víða að. „Ég er að vona að sé bara blanda. Pabbi hans, Pétur Einarsson, er tónlistarmaður og hljóðmaður. Ég er búinn að syngja alla ævi og er enn í kór. Þetta er góð blanda,“ segir Björgvin.Sjálfur syngur Björgvin tenór í kór en bendir á að raddsvið Daða sé ansi vítt. „Hann getur sungið allar raddir.“ Björgvin er búsettur í Stykkishólmi og ætlar að taka því rólega á afmælisdeginum en mun að sjálfsögðu fylgjast með Daða sínum í kvöld. „Ég ætla að halda mig heima en reyna að hrúga að mér börnum og barnabörnum eins og hægt er.“ Eurovision Stykkishólmur Tengdar fréttir Daði Freyr og Gagnamagnið tólftu „á svið“ líkt og síðasti sigurvegari Daði Freyr og Gagnamagnið verða tólftu „á svið“ á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi annað kvöld. Frá þessu var greint seint í gærkvöldi, en áður hafði verið tilkynnt að Ísland yrði í fyrri helmingi þeirra laga sem flutt verða. 21. maí 2021 07:39 Útilokað að Daði og Gagnamagnið stígi á svið Daði Freyr Pétursson útilokaði í viðtali eftir Eurovision í kvöld að hann og Gagnamagnið stigju á svið í Rotterdam á laugardaginn. Sama upptaka og var spiluð áðan verður spiluð aftur á laugardaginn, nánar tiltekið í fyrri hálfleik keppninnar. 20. maí 2021 23:33 Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
Björgvin fagnar 85 ára afmælisdeginum sínum en hann tók loforð af Daða um að gefa honum sigur í Eurovision-keppninni. „Ég fór fram á að hann ynni keppnina í kvöld og gæfi mér það í afmælisgjöf. Hann er búinn að gefa mér helminginn af gjöfinni með því að komast áfram upp úr undanriðlinum. Svo sjáum við bara til,“ segir Björgvin Kristján, léttur í bragði á afmælisdeginum. Hann er þó eilítið óhress með að Daði og félagar hans í Gagnamagninu fái ekki að vera í grænaherberginu í kvöld. „Það er svolítið fúlt finnst mér en þetta eru þessir tímar.“ Daði og Gagnamagnið flytja lagið Ten Years og verða tólfta atriðið á svið í kvöld. Þeim er spáð góðu gengi í veðbönkunum, eða sjötta sæti. „Mér finnst þetta lag frábært. Það er grípandi og þau eru alveg frábær finnst mér,“ segir Björgvin. Spurður hvaðan Daði hefur tónlistarhæfileikana vill Björgin meina að þeir komi víða að. „Ég er að vona að sé bara blanda. Pabbi hans, Pétur Einarsson, er tónlistarmaður og hljóðmaður. Ég er búinn að syngja alla ævi og er enn í kór. Þetta er góð blanda,“ segir Björgvin.Sjálfur syngur Björgvin tenór í kór en bendir á að raddsvið Daða sé ansi vítt. „Hann getur sungið allar raddir.“ Björgvin er búsettur í Stykkishólmi og ætlar að taka því rólega á afmælisdeginum en mun að sjálfsögðu fylgjast með Daða sínum í kvöld. „Ég ætla að halda mig heima en reyna að hrúga að mér börnum og barnabörnum eins og hægt er.“
Eurovision Stykkishólmur Tengdar fréttir Daði Freyr og Gagnamagnið tólftu „á svið“ líkt og síðasti sigurvegari Daði Freyr og Gagnamagnið verða tólftu „á svið“ á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi annað kvöld. Frá þessu var greint seint í gærkvöldi, en áður hafði verið tilkynnt að Ísland yrði í fyrri helmingi þeirra laga sem flutt verða. 21. maí 2021 07:39 Útilokað að Daði og Gagnamagnið stígi á svið Daði Freyr Pétursson útilokaði í viðtali eftir Eurovision í kvöld að hann og Gagnamagnið stigju á svið í Rotterdam á laugardaginn. Sama upptaka og var spiluð áðan verður spiluð aftur á laugardaginn, nánar tiltekið í fyrri hálfleik keppninnar. 20. maí 2021 23:33 Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
Daði Freyr og Gagnamagnið tólftu „á svið“ líkt og síðasti sigurvegari Daði Freyr og Gagnamagnið verða tólftu „á svið“ á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi annað kvöld. Frá þessu var greint seint í gærkvöldi, en áður hafði verið tilkynnt að Ísland yrði í fyrri helmingi þeirra laga sem flutt verða. 21. maí 2021 07:39
Útilokað að Daði og Gagnamagnið stígi á svið Daði Freyr Pétursson útilokaði í viðtali eftir Eurovision í kvöld að hann og Gagnamagnið stigju á svið í Rotterdam á laugardaginn. Sama upptaka og var spiluð áðan verður spiluð aftur á laugardaginn, nánar tiltekið í fyrri hálfleik keppninnar. 20. maí 2021 23:33