Brentford í úrslit annað árið í röð eftir magnaðan sigur Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 13:31 Marcus Forss skoraði sigurmark einvígisins þegar skammt var eftir af leik dagsins. Getty Images/Alex Pantling Brentford vann samanlagðan 3-2 sigur á Bournemouth undanúrslitum umspils Championship-deildarinnar um sæti í ensku úrvalsdeildinni að ári. Síðari leikur einvígins í dag var stórskemmtilegur þar sem vítaspyrna, rautt spjald og fjögur mörk litu dagsins ljós. Bournemouth var með 1-0 forystu í einvíginu eftir sigur á heimavelli sínum í fyrri leik liðanna í miðri viku. Liðið freistaði þess að komast aftur upp í úrvalsdeildina eftir að hafa fallið fyrir ári síðan og það byrjaði vel fyrir gestina. Galin hornspyrna Hollendingurinn Arnaut Danjuma kom liðinu í forystu eftir aðeins sex mínútna leik þar sem hann slapp inn fyrir vörn Brentford eftir hornspyrnu þeirra á hinum enda vallarins. Á einhvern óskiljanlegan hátt var aftasti leikmaður Brentford við D-boga vítateigs Bournemouth þegar spyrnan var tekin og það nýtti Danjuma sér. Bournemouth leiddi því 2-0 samanlagt en um tíu mínútum eftir markið handlék Lloyd Kelly, varnarmaður Bournemouth, knöttinn innan eigin teigs og vítaspyrna réttilega dæmd. Ivan Toney, sem var markahæstur í deildarkeppninni í vetur með 31 mark, skoraði örugglega af punktinum. Vitleysislegt rautt spjald Tólf mínútum síðar, á 28. mínútu slapp Bryan Mbuemo, leikmaður Brentford, inn fyrir vörn Bournemouth. Velski varnarmaðurinn Chris Mepham skrikaði fótur er hann hljóp hann uppi og tók á það ráð að grípa með hendinni um fót Mbuemo sem féll við. Mepham var réttilega vísað af velli með rautt spjald fyrir að svipta Mbuemo upplögðu marktækifæri. Brentford herjaði mikið að tíu leikmönnum Bournemouth og fékk liðið þónokkur færi auk þess sem Brentford hefði hæglega getað fengið eitt til tvö víti til viðbótar fyrir leikhléið. Staðan var þó 1-1 í hálfleik og 2-1 samanlagt, Bournemouth í vil. Einstefna í síðari hálfleik Brentford kom af sama krafti inn í síðari hálfleikinn og liðið hafði sýnt í þeim fyrri og náðu forystunni eftir aðeins fimm mínútur. Þar var að verki Vitaly Janelt sem skoraði með laglegu vinstri fótar skoti utan teigs. Þar sem engin útimarkaregla er í umspilinu hefði sú samanlagða 2-2 staða þýtt að framlengja þyrfti leikinn. Stórsókn Brentford hélt áfram og uppskáru þeir loks níu mínútum fyrir leikslok þegar Marcus Forss setti boltann í þaknetið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Emiliano Marcondes. Endurkoman var fullkomnuð og Brentford sigldi sigrinum í höfn, 3-1 úrslit leiksins og 3-2 samanlagt í einvíginu. Brentford er því komið í úrslit umspilsins annað árið í röð en liðið þurfti að þola tap fyrir Fulham eftir framlengdan leik í fyrra. Annað hvort Swansea eða Barnsley mun mæta Brentford á Wembley næsta laugardag. Swansea leiðir einvígi liðanna 1-0 fyrir leikinn sem fer fram á heimavelli þeirra í Wales í kvöld. Bein útsending frá leik Swansea og Barnsley á Stöð 2 Sport 3 hefst klukkan 18:00. Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Bournemouth var með 1-0 forystu í einvíginu eftir sigur á heimavelli sínum í fyrri leik liðanna í miðri viku. Liðið freistaði þess að komast aftur upp í úrvalsdeildina eftir að hafa fallið fyrir ári síðan og það byrjaði vel fyrir gestina. Galin hornspyrna Hollendingurinn Arnaut Danjuma kom liðinu í forystu eftir aðeins sex mínútna leik þar sem hann slapp inn fyrir vörn Brentford eftir hornspyrnu þeirra á hinum enda vallarins. Á einhvern óskiljanlegan hátt var aftasti leikmaður Brentford við D-boga vítateigs Bournemouth þegar spyrnan var tekin og það nýtti Danjuma sér. Bournemouth leiddi því 2-0 samanlagt en um tíu mínútum eftir markið handlék Lloyd Kelly, varnarmaður Bournemouth, knöttinn innan eigin teigs og vítaspyrna réttilega dæmd. Ivan Toney, sem var markahæstur í deildarkeppninni í vetur með 31 mark, skoraði örugglega af punktinum. Vitleysislegt rautt spjald Tólf mínútum síðar, á 28. mínútu slapp Bryan Mbuemo, leikmaður Brentford, inn fyrir vörn Bournemouth. Velski varnarmaðurinn Chris Mepham skrikaði fótur er hann hljóp hann uppi og tók á það ráð að grípa með hendinni um fót Mbuemo sem féll við. Mepham var réttilega vísað af velli með rautt spjald fyrir að svipta Mbuemo upplögðu marktækifæri. Brentford herjaði mikið að tíu leikmönnum Bournemouth og fékk liðið þónokkur færi auk þess sem Brentford hefði hæglega getað fengið eitt til tvö víti til viðbótar fyrir leikhléið. Staðan var þó 1-1 í hálfleik og 2-1 samanlagt, Bournemouth í vil. Einstefna í síðari hálfleik Brentford kom af sama krafti inn í síðari hálfleikinn og liðið hafði sýnt í þeim fyrri og náðu forystunni eftir aðeins fimm mínútur. Þar var að verki Vitaly Janelt sem skoraði með laglegu vinstri fótar skoti utan teigs. Þar sem engin útimarkaregla er í umspilinu hefði sú samanlagða 2-2 staða þýtt að framlengja þyrfti leikinn. Stórsókn Brentford hélt áfram og uppskáru þeir loks níu mínútum fyrir leikslok þegar Marcus Forss setti boltann í þaknetið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Emiliano Marcondes. Endurkoman var fullkomnuð og Brentford sigldi sigrinum í höfn, 3-1 úrslit leiksins og 3-2 samanlagt í einvíginu. Brentford er því komið í úrslit umspilsins annað árið í röð en liðið þurfti að þola tap fyrir Fulham eftir framlengdan leik í fyrra. Annað hvort Swansea eða Barnsley mun mæta Brentford á Wembley næsta laugardag. Swansea leiðir einvígi liðanna 1-0 fyrir leikinn sem fer fram á heimavelli þeirra í Wales í kvöld. Bein útsending frá leik Swansea og Barnsley á Stöð 2 Sport 3 hefst klukkan 18:00.
Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira